Enski boltinn

Staðfest að Giovani fer til Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Giovani í baráttunni með Barcelona.
Giovani í baráttunni með Barcelona.

Barcelona hefur staðfest að Giovani Dos Santos hafi náð samkomulagi við Tottenham. Þessi 19 ára landsliðsmaður frá Mexíkó hefur skrifað undir samning til fimm ára við Tottenham.

Barcelona gæti fengið um 8,5 milljónir punda fyrir leikmanninn en það mun byggjast á fjölda leikja sem hann spilar fyrir Tottenham. Fyrst fær félagið 4,7 milljónir punda í hendurnar.

Giovani kom í gegnum unglingastarf Barcelona en hann er sem stendur á meiðslalistanum vegna ökklameiðsla. Hann ætti þó að verða kominn á fulla ferð eftir nokkrar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×