Enski boltinn

Essien ætlar ekki til Inter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Essien, leikmaður Chelsea.
Michael Essien, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður Michael Essien segir að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum að leikmaðurinn sé á leið frá Chelsea til Inter.

Jose Mourinho keypti Essien í stjórnartíð sinni hjá Chelsea en hann er nú nýtekinn við starfi knattspyrnustjóra Inter. Félagið er nú orðað við nokkra leikmenn Chelsea, til að mynda Ricardo Carvalho, Frank Lampard og Didier Drogba auk Essien.

Fabien Piveteau hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu sem segir að Essien sé mjög ánægður hjá Chelsea.

„Hann verður áfram hjá Chelsea á næstu leiktíð. Samningur hans rennur sumarið 2012 og hefur enginn hjá Inter haft samband við Chelsea vegna Essien," sagði í yfirlýsingu Piveteau sem birtist á heimasíðu Chelsea.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×