Enski boltinn

Hleb á leið til Barcelona?

NordcPhotos/GettyImages

Umboðsmaður miðjumannsins Alexander Hleb hjá Arsenal segir að nú bendi flest til þess að hann gangi í raðir Barcelona í sumar en ekki Inter Milan eins og talið var í fyrstu.

Jose Mourinho mun ekki vera jafn hrifinn af Hleb eins og forveri hans og segir umboðsmaður Hvít-Rússans að nú sé Barcelona í ökumannssætinu í kapphlaupinu um kappann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×