Enski boltinn

Diouf á djamminu skömmu fyrir leik

Enska götublaðið The Sun birti í morgun mynd sem sýndi El-Hadji Diouf, leikmann Sunderland, á skemmtistað. Blaðið segir að myndin sé tekin á fimmtudagskvöldið en á laugardaginn tapaði Sunderland 5-0 fyrir Chelsea.

Enski boltinn

Attwell kallaður á fund Hackett

Enski knattspyrnudómarinn Stuart Attwell mun á morgun hitta Keith Hackett, yfirmann dómaramála á Englandi, og ræða um frammistöðu sína í viðureign Derby og Nottingham Forest um nýliðna helgi.

Enski boltinn

Coventry vann Birmingham

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry sem vann virkilega sterkan 1-0 útisigur á Birmingham í kvöld. Clinton Morrison skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks.

Enski boltinn

Helgin á Englandi - Myndir

Það rigndi duglega á Englandi um helgina en það stöðvaði þó ekki knattspyrnumennina í ensku úrvalsdeildinni. Nóg var af athyglisverðum úrslitum þessa helgina.

Enski boltinn

Wenger: Nauðsynlegt að vinna United

Arsene Wenger segir að það komi ekkert annað til greina hjá Arsenal en að vinna Manchester United næsta laugardag. Arsenal hefur þegar tapað þremur leikjum á leiktíðinni og virðist Wenger meðvitaður um að titilvonirnar séu að fjarlægjast.

Enski boltinn

Bent: Léttir að vera laus við Ramos

Darren Bent, sóknarmaður Tottenham, segir að lífið hjá félaginu hafi verið mjög erfitt undir stjórn Juande Ramos. Hann segir að Ramos hafi átt erfitt með samskipti við leikmenn vekna slakrar enskukunnáttu.

Enski boltinn

Wenger: Þeir voru ferskari en við

Arsene Wenger sagði lið Stoke hafa unnið vel fyrir sigrinum á hans mönnum í Arsenal í dag. Stoke vann 2-1 sigur þar sem innköst frá Rory Delap reyndust liðinu enn og aftur dýrmæt.

Enski boltinn

Pavlyuchenko vildi ekki fara til Tottenham

Móðir framherjans Roman Pavlyuchenko hjá Tottenham segir son sinn ekki hafa haft nokkurn áhuga á að fara til Englands í sumar. Hún segir hann hafa verið ánægðan í Rússlandi þar sem hann lék með Spartak í Moskvu.

Enski boltinn

Alonso: Fremstu sex eiga góða möguleika á sigri

Fernando Alonso náði besta tíma í æfingu kepppnisliða í dag og ekur í hádeginu á lokaæfingu keppisliða fyrir tímatökuna sem er síðdegis í dag. Hann telur tíma simn slembilukku, en hann gæti blandað sér í toppslaginn. Felipe Massa var með næst besta tíma í gær og Lewis Hamilton var níundi, en þeir berjast um titilinn í lokamóti ársins.

Enski boltinn