Enski boltinn

Redknapp skoðar leikmenn Inter

Breskir fjölmiðlar orða Tottenham nú við að minnsta kosti fjóra leikmenn Inter Milan á Ítalíu. Umboðsmaður varnarmannsins Marco Materazzi segir að Tottenham hafi sýnt hinum 35 ára gamla Materazzi mikinn áhuga.

Enski boltinn

Palacios er á leið til Tottenham

Tottenham og Wigan hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda liðsins á Hondúrasmanninum Wilson Palacios fyrir um 14 milljónir punda. Palacios hefur samið um kaup og kjör og vantar nú aðeins atvinnuleyfi til að klára dæmið.

Enski boltinn

Bætist á meiðslalista United

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að sigurinn á Derby í kvöld falli í skuggann af meiðslum sem leikmenn hans urðu fyrir í leiknum. Jonny Evans, Rafael da Silva, Anderson og Nani meiddust allir.

Enski boltinn

Burdisso til Tottenham?

Ítalskir fjölmiðlar segja Tottenham hafa mikinn áhuga á argentínska varnarmanninum Nicolas Burdisso hjá Inter. Burdisso er ekki ofarlega í forgangsröðinni hjá ítalska liðinu og talið að hann sé á förum.

Enski boltinn

Doncaster fær Aston Villa

Einn leikur var í enska FA bikarnum í kvöld. Það var endurtekin viðureign Doncaster og Cheltenham í þriðju umferð. Doncaster vann öruggan sigur 3-0 og fær úrvalsdeildarlið Aston Villa í heimsókn um næstu helgi.

Enski boltinn

United komið á Wembley

Evrópu- og Englandsmeistarar Manchester United unnu í kvöld 4-2 sigur á 1. deildarliði Derby á Old Trafford. United er þar með komið í úrslitaleik enska deildabikarsins með samtals 4-3 sigri úr tveimur undanúrslitaleikjum.

Enski boltinn

Scolari segir ekkert vandamál með Drogba

Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að engin óvissa sé um framtíð sóknarmannsins Dider Drogba. Scolari gefur í skyn að Drogba verði með Chelsea í bikarleik gegn Ipswich um næstu helgi.

Enski boltinn

Konan mín hefði skorað

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, sér ekki eftir ummælum sínum um sóknarmanninn Darren Bent á laugardag. Bent misnotaði dauðafæri til að tryggja Tottenham sigur á Portsmouth en leikurinn endaði 1-1.

Enski boltinn

Abramovich ætlar ekki að selja Chelsea

Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir þær sögusagnir ekki sannar að Roman Abramovich hyggist selja félagið. Orðrómur hefur verið uppi um að Abramovich sé búinn að missa áhugann á félaginu.

Enski boltinn

Middlesbrough ákært

Middlesbrough hefur verið ákært af enska knattspyrnusambandinu fyrir að hafa ekki haft stjórn á leikmönnum sínum um síðustu helgi. Middlesbrough tapaði 3-0 fyrir West Brom á laugardag.

Enski boltinn

Pennant til Portsmouth á lánssamningi

Portsmouth hefur fengið Jermaine Pennant, vængmann Liverpool, á lánssamningi út leiktíðina. Þessi 26 ára leikmaður neitaði að ganga alfarið til liðs við Portsmouth og var lánssamningur niðurstaðan.

Enski boltinn

Kinnear og Brown kallaðir inn á teppi

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært þá Phil Brown stjóra Hull og Joe Kinnear stjóra Newcastle fyrir ósæmilega hegðun eftir að þeir hnakkrifust á hliðarlínunni í leik liðanna í bikarnum á dögunum.

Enski boltinn

Milan klúðraði sölunni

Framkvæmdastjóri Manchester City segir að það sé AC Milan að kenna að kaup City á Brasilíumanninum Kaka náðu ekki fram að ganga í gær - Ítalirnir hafi klúðrað málinu.

Enski boltinn

Jol vill kaupa Huddlestone til HSV

Martin Jol þjálfari Hamburg og fyrrum þjálfari Tottenham hefur mikinn hug á að krækja í fyrrum leikmann sinn Tom Huddlestone til Þýskalands eftir því sem fram kemur í enskum miðlum í dag.

Enski boltinn

West Ham hrifið af Balotelli

Breska blaðið Daily Mirror segir að Gianfranco Zola hafi mikinn hug á að fá landa sinn Marco Balotelli til West Ham í stað Craig Bellamy sem seldur hefur verið til Manchester City.

Enski boltinn