Enski boltinn

Collins frá í mánuð

West Ham hefur staðfest að James Collins verði frá í mánuð vegna meiðsla sem hann hlaut í tapleiknum gegn Bolton um síðustu helgi.

Enski boltinn

Carr tekur skóna úr hillunni

Írski bakvörðurinn Stephen Carr hefur tekið skóna úr hillunni og gert samning við 1. deildarliðið Birmingham til eins mánaðar. Carr er 32 ára en hann er fyrrum leikmaður Tottenham og Newcastle.

Enski boltinn

Ali Dia sá ónothæfasti

The Sun hefur tekið saman lista yfir ónothæfustu leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þar trjónir á toppnum merkilegur leikmaður, Ali Dia, en hann lék aðeins einn leik með Southampton í ensku úrvaldeildinni. Saga hans er hreint ótrúleg.

Enski boltinn

Aron veikur en ætlar að spila

Aron Einar Gunnarsson fékk gubbupest í nótt en ætlar engu að síður alls ekki að missa af leik sinna manna í Coventry gegn Blackburn í ensku bikarkeppninni á morgun.

Enski boltinn

Digard frá í þrjá mánuði

Didier Digard, leikmaður Middlesbrough, leikur ekki næstu þrjá mánuði vegna meiðsla sem hann hlaut í jafnteflisleiknum gegn Wigan um helgina. Digard varð fyrir tæklingu Lee Cattermole og yfirgaf völlinn á börum.

Enski boltinn

Klipptu neglurnar, Hemmi

Liam Lawrence, leikmaður Stoke, var ekki ánægður með hvað Hermann Hreiðarsson nýtti sér óspart neglurnar sínar til að pirra andstæðinginn í leiknum gegn Portsmouth.

Enski boltinn

Benitez neitar að gefast upp

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, vill ekki meina að lið hans sé úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn þó það hafi orðið að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Manchester City í dag.

Enski boltinn

Arteta úr leik hjá Everton?

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segist óttast að hnémeiðsli spænska leikstjórnandans Mikel Arteta séu alvarleg. Arteta fór sárþjáður af velli eftir örfáar mínútur gegn Newcastle í kvöld.

Enski boltinn

Sigur í fyrsta leik hjá Hiddink

Guus Hiddink átti frábæra byrjun sem knattspyrnustjóri Chelsea í dag þegar hann stýrði sínum mönnum til 1-0 sigurs á Aston Villa á útivelli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Ronaldo rukkaður um þrjár milljónir

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, hefur fengið þriggja milljón króna rukkun frá flugstöðinni í Manchester eftir að hann klessukeyrði 30 milljón króna Ferrari sinn í undirgöngum hennar í síðasta mánuði.

Enski boltinn

Owen snýr aftur um miðjan mars

Framherjinn Michael Owen hjá Newcastle segist eiga von á því að snúa aftur til keppni um miðjan mars. Owen hefur verið meiddur á ökkla síðan 28. janúar og var þá ætlað að vera frá keppni í um sex vikur. Bati hans er því í takt við fyrstu spár.

Enski boltinn

Arshavin fær stílista frá Rússlandi

Andrei Arshavin, leikmaður Arsenal, treystir ekki ensku hárgreiðslufólki fyrir kollinum á sér og hefur því ákveðið að splæsa flugfari á rússneska stílistann sinn til Englands þegar hann þarf á klippingu að halda.

Enski boltinn