Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Arteta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arteta hefur lokið keppni í vetur.
Arteta hefur lokið keppni í vetur. Nordic Photos/Getty Images

Everton er búið að staðfesta að Mikel Arteta muni ekki spila meira með liðinu á þessari leíktíð.

Arteta meiddist illa á hné í upphafi leiksins gegn Newcastle í gær. Ítarlegar rannsóknir eftir leik leiddu síðan í ljós að hnéð á Arteta er það illa farið að hann á enga möguleika á að spila meira í vetur.

Þetta er mikið áfall fyrir Everton sem er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Það er þó huggun harmi gegn hjá Everton að Victor Anichebe er ekki fótbrotinn eftir svakalega tæklingu Kevins Nolan.

„Ég hef aldrei áður fundið eins mikinn sársauka í lífinu. Ég var pottþéttur á því að ég hefði fótbrotnað. Ég gat ekki einu sinni litið niður á fótinn. Þetta var hræðileg tækling en ég held að hún hafi ekki verið viljandi. Nolan kom líka og baðst afsökunar," sagði Anichebe sem var borinn af velli á börum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×