Enski boltinn

Redknapp tilbúinn að láta Pavlyuchenko fara

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham viðurkennir að hann reikni fastlega með því að framherjinn Roman Pavlyuchenko muni yfirgefa herbúðir félagsins í dag en það muni þó aðeins gerast ef sómasamlegt kauptilboð berist í leikmanninn.

Enski boltinn

City-menn með nýtt kauptilboð í Johnson

Forráðamenn Manchester City hafa ekki gefið upp alla von um að landa kantmanninum knáa Adam Johnson hjá Middlesbrough áður en félagaskiptaglugganum lokar í dag en enska b-deildarfélagið hafði áður hafnað boði fyrrnefnda félagsins í leikmanninn.

Enski boltinn

Keane til Sunderland og Jones til Liverpool?

Það er klárlega engin vöntun á slúðurmolum í bresku dagblöðunum í dag á lokadegi félagsskiptagluggans. Mörg blöð greina frá því í dag að Sunderland sé að reyna að fá framherjann Robbie Keane frá Tottenham og spá því jafnframt að fari svo að knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Sunderland nái að landa Keane þá sé hann tilbúinn að selja framherjann Kenwyne Jones til Liverpool.

Enski boltinn

Wenger: Sol Campbell ræður alveg við Wayne Rooney

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ekki miklar áhyggjur af einvígi hins 35 ára gamla Sol Campbell og 19 marka mannsins Wayne Rooney á Emirates-leikvanginum í dag en stórleikur Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 16.00 í dag.

Enski boltinn

Ancelotti: Leikmennirnir munu aldrei tapa trausti sínu til Terry

Það gekk mikið á hjá John Terry, fyrirliða Chelsea, í vikunni þegar upp komst um framhjáhald hans í ensku pressunni en Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sagði persónulegt líf Terry hafa engin áhrif áhlutverk hans hjá Chelsea. Ancelotti segir að John Terry verði áfram fyrirliði liðsins.

Enski boltinn

Liverpool minnkaði forskot Tottenham í fjórða sætinu í eitt stig

Liam Ridgewell tryggði Birmingham 1-1 jafntefli í uppbótartíma á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigur Liverpool á Bolton þýddi því að Liverpool-liðið er aðeins einu stigi á eftir Spurs í harðri baráttu um fjórða sætið sem er það síðasta sem gefur sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Enski boltinn

Didier Drogba og Salomon Kalou ekki með Chelsea í dag

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea ætlar að gefa þeim Didier Drogba og Salomon Kalou frí í leiknum á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir að þeir séu báðir komnir til baka eftir að hafa tekið þátt í Afríkukeppni landsliða með Fílabeinsströndinni.

Enski boltinn

Sol Campbell er tilbúinn í baráttuna við Rooney

Sol Campbell verður líklega í aðalhlutverki í öftustu varnarlínu Arenal þegar liðið mætir Manchester United á Old Trafford í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Campbell þarf þá að hafa gætur á markahæsta leikmenni deildarinnar, Wayne Rooney, sem hefur skorað 19 mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Wayne Rooney: Manchester United er ekki eins manns lið

Wayne Rooney segist ekki finna fyrir neinni pressu að gengi Manchester United standi og falli með frammistöðu hans. Wayne Rooney skoraði sitt 21. mark á tímabilinu þegar hann tryggði liði sínu sigur á Manchester City í undanúrslitum deildarbikarsins í vikunni.

Enski boltinn