Enski boltinn

Tilboðum rignir á Beckham

Þó David Beckham verði ekki að sparka í bolta á heimsmeistaramótinu í sumar mun hann líklega vera á staðnum í Suður-Afríku. Tilboðum frá fjölmiðlum rignir á hann.

Enski boltinn

Mun Burnley sparka Laws?

Brian Laws er á barmi þess að verða rekinn frá Burnley samkvæmt enskum dagblöðum. Laws hefur aðeins stýrt liðinu í tíu leikjum; unnið einn, gert eitt jafntefli og tapað átta.

Enski boltinn

Drogba: Verðskuldaði ekki rautt

Didier Drogba, sóknarmaður Chelsea, telur sig ekki hafa átt skilið að fá brottvísun í leiknum gegn Inter í gær. Hann er þó meira ósáttur við úrslit einvígisins og að Chelsea sé úr leik í Meistaradeildinni.

Enski boltinn

Bridge aftur frá vegna meiðsla

Wayne Bridge, bakvörður Manchester City, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann hefur verið að spila í gegnum meiðsli að undanförnu en þurfti að fara í aðgerð vegna kviðslits í gær.

Enski boltinn

Paul Robinson frá í mánuð

Paul Robinson, markvörður Blackburn, verður frá næstu fjórar vikurnar eða svo eftir að hafa meiðst gegn fyrrum félögum sínum í Tottenham um síðustu helgi.

Enski boltinn

Adam Johnson stefnir á HM

Adam Johnson þráir að taka sætið sem var ætlað David Beckham í leikmannahópi Englands fyrir heimsmeistaramótið. Þessi 22 ára vængmaður Manchester City kom frá Middlesbrough í janúar.

Enski boltinn

Gerrard sleppur við refsingu

Enska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að Steven Gerrard sleppi við refsingu vegna atviksins með Michael Brown í gær. Gerrard sló þá olnboganum að Brown í leik Liverpool og Portsmouth.

Enski boltinn

Tekur Mark Hughes við Hull?

Samkvæmt heimildum BBC er Hull með fimm nöfn á óskalista sínum yfir næsta knattspyrnustjóra. Meðal manna á listanum er Mark Hughes, fyrrum stjóri Manchester City og Blackburn.

Enski boltinn