Enski boltinn Chelsea vill breyta þekktu orkuveri í framtíðarleikvang Chelsea hefur lagt inn tilboð í Battersea-orkuverið í London og er ætlun Chelsea-manna að breyta henni í nýjan 60 þúsund manna framtíðarleikvang félagsins. Battersea er þekkt bygging við Thames-ánna og er aðeins í nokkra kílómetra fjarlægð frá Stamford Bridge. Enski boltinn 4.5.2012 14:00 Dempsey orðaður við Liverpool Bandaríski miðjumaðurinn Clint Dempsey hefur farið á kostum með Fulham í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og gæti verið á leiðinni til Anfield ef marka má nýjustu sögusagnirnar í enskum fjölmiðlum. Enski boltinn 4.5.2012 13:30 Capello sækist eftir stjórastöðu í ensku úrvalsdeildinni Fabio Capello, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, er ekki tilbúinn að setjast í helgan stein og vill fá tækifæri til að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram í viðtali við Times. Enski boltinn 4.5.2012 12:45 Agüero valinn leikmaður ársins hjá City Manchester City hefur verðlaunað sína leikmenn fyrir frammistöðuna á tímabilinu og framherjinn Sergio Agüero valinn bestur. Enski boltinn 4.5.2012 12:15 Þrír leikmenn Aston Villa sektaðir vegna slagsmála Aston Villa hefur sektað þrjá leikmenn vegna atvik sem kom upp á skemmtistað nú fyrr í vikunni. Enski boltinn 4.5.2012 11:30 Rooney á besta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Markið sem Wayne Rooney skoraði fyrir Manchester United gegn Manchester City í febrúar í fyrra hefur verið valið besta markið frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 4.5.2012 10:15 Sir Alex hrósar Gylfa og félögum í Swansea Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er hrifinn af því sem Brendan Rodgers er búinn að gera með nýliða Swansea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. United mætir Swansea á sunnudaginn og þarf helst að vinna stórt í baráttunni um enska meistaratitilinn við Manchester City. Enski boltinn 3.5.2012 22:45 Collison: Ótrúlega stór sigur Jack Collison var maðurinn sem afgreiddi Cardiff City í fyrri umspilsleik liðanna í ensku B-deildinni. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Enski boltinn 3.5.2012 20:52 Papiss Cisse: Besta markið mitt á ferlinum Papiss Cisse hefur heldur betur slegið í gegn í ensku úrvalsdeildinni eftir að Newcastle keypti hann frá þýska liðinu SC Freiburg í janúarglugganum. Enski boltinn 3.5.2012 19:45 West Ham vann frábæran útisigur á Cardiff Von Arons Einars Gunnarssonar og félaga í Cardiff City um að komast upp í úrvalsdeild er lítil eftir 0-2 tap á heimavelli gegn West Ham í kvöld. Enski boltinn 3.5.2012 16:23 Liverpool tapaði tíu milljörðum á síðasta fjárhagsári Það gengur ekki bara illa hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni því mikið tap var á rekstri félagsins á síðasta fjárhagsári. Liverpool tilkynnti það í dag að félagið hafi þá tapað 50 milljónum punda eða tíu milljörðum íslenskra króna. Enski boltinn 3.5.2012 16:15 Hoffenheim hafnaði tilboði Swansea í Gylfa Þýska netsíðan spox.com greinir frá því í dag að Hoffenheim sé búið að hafna tilboði Swansea í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson, Gylfi er á láni hjá Swansea og hefur farið á kostum síðan að kom til Wales í janúar. Enski boltinn 3.5.2012 15:30 Mancini: Newcastle-leikurinn verður erfiðari en leikurinn við United Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er óhræddur að beita hinum ýmsu brögðum í sálfræðistríðinu við Manchester United og nú hefur hann gefið það út að næsti leikur liðsins á móti Newcastle á St James' Park verði erfiðari en leikurinn á móti Manchester United á mánudaginn. Enski boltinn 3.5.2012 14:45 Redknapp tekur þátt í EM eftir allt saman - verður í spekingahópi BBC Harry Redknapp, stjóri Tottenham og sá sem flestir bjuggust við að tæki við enska landsliðinu fyrir EM, verður þáttakandi á Evrópumótinu eftir allt saman. Hann hefur samið við BBC um að vera hluti af spekingahópi BBC á mótinu. Enski boltinn 3.5.2012 13:00 Sjáðu mörkin frá Papiss Cisse gegn Chelsea | fallegustu mörk ársins? Hinn ótrúlegi markaskorari Newcastle, Papiss Cisse, tryggði Newcastle gríðarlega mikilvægan útisigur á Chelsea í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Newcastle í 0-2 sigri. Sjón er sögu ríkari og mörkin eru nú aðgengileg á Vísi. Enski boltinn 2.5.2012 23:22 Kewell og krúnan Ástralinn Harry Kewell er alltaf hress og kátur. Hann var að sjálfsögðu mættur í skrúðgöngu í Melbourne á dögunum enþar var hann borinn á gullstól um göturnar en ástæðan er ókunn. En myndin er góð. Eiginlega frábær. Enski boltinn 2.5.2012 19:05 Umboðsmaður: Fleiri lið en Liverpool að fylgjast De Jong Hollendingurinn Luuk de Jong er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir ef marka má ummæli sem umboðsmaður hans lét falla í hollenskum fjölmiðlum í dag. Enski boltinn 2.5.2012 16:45 Campbell leggur skóna á hilluna Sol Campbell hefur gefið það út að hann hafi bundið enda á atvinnumannaferil sinn í knattspyrnu en hann nær yfir tvo áratugi. Enski boltinn 2.5.2012 16:00 Hodgson: Kemur til greina að velja Foster Roy Hodgson, nýráðinn þjálfari enska landsliðsins, segir að það komi vel til greina að velja markvörðinn Ben Foster aftur í enska landsliðið. Enski boltinn 2.5.2012 14:45 Spurs gefur ekkert eftir Tottenham er enn í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar öruggan útisigur á Bolton í kvöld. Fabrice Muamba steig út á völl fyrir leik og grét. Enski boltinn 2.5.2012 14:39 Papiss Cisse skaut Chelsea í kaf Hinn ótrúlegi markaskorari Newcastle, Papiss Cisse, tryggði Newcastle gríðarlega mikilvægan útisigur á Chelsea í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Newcastle í 0-2 sigri. Enski boltinn 2.5.2012 14:38 Gerrard ánægður með ráðningu Hodgson Steven Gerrard er einn fyrsti leikmaður enska landsliðsins sem tjáir sig um ráðningu Roy Hodgson í stöðu landsliðsþjálfara Englands. Enski boltinn 2.5.2012 13:00 Welbeck er ekki fótbrotinn Danny Welbeck, leikmaður Manchester United, fékk góðar fréttir í gærkvöldi en þá var staðfest að hann væri ekki með brotið bein í fæti eins og hafði verið óttast. Enski boltinn 2.5.2012 12:15 Pennant handtekinn vegna líkamsárásar og ölvunaraksturs Fréttavefur Sky Sports greinir frá því að Jermaine Pennant, leikmaður Stoke, hafi verið handtekinn eftir að ráðist var á konu á skemmtistað í Manchester um helgina. Enski boltinn 2.5.2012 12:03 Muamba ætlar að þakka stuðningsmönnum Tottenham Fabrice Muamba mun mæta aftur á völlinn í kvöld þegar að félagar hans í Bolton mæta Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 2.5.2012 10:45 Rooney fer með á Evrópumótið þrátt fyrir að byrja mótið í banni Wayne Rooney, leikmaður Manchester United verður með liðinu á Evrópumótinu í sumar, þrátt fyrir það að vera í banni í fyrstu tveimur leikjum riðlakeppninnar. Enski boltinn 1.5.2012 23:30 Dalglish: Þetta var lélegt Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, reyndi ekki að draga fjöður yfir þá staðreynd að lið hans var arfaslakt gegn Fulham í kvöld. Enski boltinn 1.5.2012 21:15 Hodgson: Hápunktur allra enskra þjálfara Nú rétt í þessu var haldinn blaðamannafundur þar sem ráðning Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englands var staðfest. Enska knattspyrnusambandið sagði að þeir hefðu haft nokkra menn í huga varðandi starfið en á endanum hafi þeir einungis nálgast einn mann. Talsmenn knattspyrnusambandsins sögðu að reynsla Hodgson sem landsliðsþjálfara hafi verið gríðarlega mikilvægur þáttur í ráðningunni. Enski boltinn 1.5.2012 15:46 Roy Hodgson ráðinn þjálfari enska landsliðsins Enska knattspyrnusambandið staðfesti nú rétt í þessu að Roy Hodgson hafi verið ráðinn sem þjálfari enska landsliðins. Hodgson er ráðinn til fjögurra ára og nær samningur hans því yfir næstu þrjú stórmót. Hann mun því undir eðlilegum kringumstæðum stýra liðinu á Evrópumótinu í sumar, Heimsmeistaramótinu sem haldið verður árið 2014 og Evrópumótinu 2016. Enski boltinn 1.5.2012 14:21 Allar líkur á því að Roy Hodgson taki við enska landsliðinu í dag Allar líkur eru á því að enska knattspyrnusambandið, FA, greini frá því í dag að Roy Hodgson verði næsti þjálfari enska landsliðsins. Hodgson fundaði með FA í gær í fjórar klukkustundir. Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla mun hann stýra liði WBA í ensku úrvalsdeildinni í síðustu tveimur umferðunum áður en hann tekur við liði Englands sem leikur í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins sem hefst í byrjun júní í Póllandi og Úkraínu. Enski boltinn 1.5.2012 14:00 « ‹ ›
Chelsea vill breyta þekktu orkuveri í framtíðarleikvang Chelsea hefur lagt inn tilboð í Battersea-orkuverið í London og er ætlun Chelsea-manna að breyta henni í nýjan 60 þúsund manna framtíðarleikvang félagsins. Battersea er þekkt bygging við Thames-ánna og er aðeins í nokkra kílómetra fjarlægð frá Stamford Bridge. Enski boltinn 4.5.2012 14:00
Dempsey orðaður við Liverpool Bandaríski miðjumaðurinn Clint Dempsey hefur farið á kostum með Fulham í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og gæti verið á leiðinni til Anfield ef marka má nýjustu sögusagnirnar í enskum fjölmiðlum. Enski boltinn 4.5.2012 13:30
Capello sækist eftir stjórastöðu í ensku úrvalsdeildinni Fabio Capello, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, er ekki tilbúinn að setjast í helgan stein og vill fá tækifæri til að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram í viðtali við Times. Enski boltinn 4.5.2012 12:45
Agüero valinn leikmaður ársins hjá City Manchester City hefur verðlaunað sína leikmenn fyrir frammistöðuna á tímabilinu og framherjinn Sergio Agüero valinn bestur. Enski boltinn 4.5.2012 12:15
Þrír leikmenn Aston Villa sektaðir vegna slagsmála Aston Villa hefur sektað þrjá leikmenn vegna atvik sem kom upp á skemmtistað nú fyrr í vikunni. Enski boltinn 4.5.2012 11:30
Rooney á besta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Markið sem Wayne Rooney skoraði fyrir Manchester United gegn Manchester City í febrúar í fyrra hefur verið valið besta markið frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 4.5.2012 10:15
Sir Alex hrósar Gylfa og félögum í Swansea Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er hrifinn af því sem Brendan Rodgers er búinn að gera með nýliða Swansea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. United mætir Swansea á sunnudaginn og þarf helst að vinna stórt í baráttunni um enska meistaratitilinn við Manchester City. Enski boltinn 3.5.2012 22:45
Collison: Ótrúlega stór sigur Jack Collison var maðurinn sem afgreiddi Cardiff City í fyrri umspilsleik liðanna í ensku B-deildinni. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Enski boltinn 3.5.2012 20:52
Papiss Cisse: Besta markið mitt á ferlinum Papiss Cisse hefur heldur betur slegið í gegn í ensku úrvalsdeildinni eftir að Newcastle keypti hann frá þýska liðinu SC Freiburg í janúarglugganum. Enski boltinn 3.5.2012 19:45
West Ham vann frábæran útisigur á Cardiff Von Arons Einars Gunnarssonar og félaga í Cardiff City um að komast upp í úrvalsdeild er lítil eftir 0-2 tap á heimavelli gegn West Ham í kvöld. Enski boltinn 3.5.2012 16:23
Liverpool tapaði tíu milljörðum á síðasta fjárhagsári Það gengur ekki bara illa hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni því mikið tap var á rekstri félagsins á síðasta fjárhagsári. Liverpool tilkynnti það í dag að félagið hafi þá tapað 50 milljónum punda eða tíu milljörðum íslenskra króna. Enski boltinn 3.5.2012 16:15
Hoffenheim hafnaði tilboði Swansea í Gylfa Þýska netsíðan spox.com greinir frá því í dag að Hoffenheim sé búið að hafna tilboði Swansea í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson, Gylfi er á láni hjá Swansea og hefur farið á kostum síðan að kom til Wales í janúar. Enski boltinn 3.5.2012 15:30
Mancini: Newcastle-leikurinn verður erfiðari en leikurinn við United Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er óhræddur að beita hinum ýmsu brögðum í sálfræðistríðinu við Manchester United og nú hefur hann gefið það út að næsti leikur liðsins á móti Newcastle á St James' Park verði erfiðari en leikurinn á móti Manchester United á mánudaginn. Enski boltinn 3.5.2012 14:45
Redknapp tekur þátt í EM eftir allt saman - verður í spekingahópi BBC Harry Redknapp, stjóri Tottenham og sá sem flestir bjuggust við að tæki við enska landsliðinu fyrir EM, verður þáttakandi á Evrópumótinu eftir allt saman. Hann hefur samið við BBC um að vera hluti af spekingahópi BBC á mótinu. Enski boltinn 3.5.2012 13:00
Sjáðu mörkin frá Papiss Cisse gegn Chelsea | fallegustu mörk ársins? Hinn ótrúlegi markaskorari Newcastle, Papiss Cisse, tryggði Newcastle gríðarlega mikilvægan útisigur á Chelsea í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Newcastle í 0-2 sigri. Sjón er sögu ríkari og mörkin eru nú aðgengileg á Vísi. Enski boltinn 2.5.2012 23:22
Kewell og krúnan Ástralinn Harry Kewell er alltaf hress og kátur. Hann var að sjálfsögðu mættur í skrúðgöngu í Melbourne á dögunum enþar var hann borinn á gullstól um göturnar en ástæðan er ókunn. En myndin er góð. Eiginlega frábær. Enski boltinn 2.5.2012 19:05
Umboðsmaður: Fleiri lið en Liverpool að fylgjast De Jong Hollendingurinn Luuk de Jong er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir ef marka má ummæli sem umboðsmaður hans lét falla í hollenskum fjölmiðlum í dag. Enski boltinn 2.5.2012 16:45
Campbell leggur skóna á hilluna Sol Campbell hefur gefið það út að hann hafi bundið enda á atvinnumannaferil sinn í knattspyrnu en hann nær yfir tvo áratugi. Enski boltinn 2.5.2012 16:00
Hodgson: Kemur til greina að velja Foster Roy Hodgson, nýráðinn þjálfari enska landsliðsins, segir að það komi vel til greina að velja markvörðinn Ben Foster aftur í enska landsliðið. Enski boltinn 2.5.2012 14:45
Spurs gefur ekkert eftir Tottenham er enn í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar öruggan útisigur á Bolton í kvöld. Fabrice Muamba steig út á völl fyrir leik og grét. Enski boltinn 2.5.2012 14:39
Papiss Cisse skaut Chelsea í kaf Hinn ótrúlegi markaskorari Newcastle, Papiss Cisse, tryggði Newcastle gríðarlega mikilvægan útisigur á Chelsea í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Newcastle í 0-2 sigri. Enski boltinn 2.5.2012 14:38
Gerrard ánægður með ráðningu Hodgson Steven Gerrard er einn fyrsti leikmaður enska landsliðsins sem tjáir sig um ráðningu Roy Hodgson í stöðu landsliðsþjálfara Englands. Enski boltinn 2.5.2012 13:00
Welbeck er ekki fótbrotinn Danny Welbeck, leikmaður Manchester United, fékk góðar fréttir í gærkvöldi en þá var staðfest að hann væri ekki með brotið bein í fæti eins og hafði verið óttast. Enski boltinn 2.5.2012 12:15
Pennant handtekinn vegna líkamsárásar og ölvunaraksturs Fréttavefur Sky Sports greinir frá því að Jermaine Pennant, leikmaður Stoke, hafi verið handtekinn eftir að ráðist var á konu á skemmtistað í Manchester um helgina. Enski boltinn 2.5.2012 12:03
Muamba ætlar að þakka stuðningsmönnum Tottenham Fabrice Muamba mun mæta aftur á völlinn í kvöld þegar að félagar hans í Bolton mæta Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 2.5.2012 10:45
Rooney fer með á Evrópumótið þrátt fyrir að byrja mótið í banni Wayne Rooney, leikmaður Manchester United verður með liðinu á Evrópumótinu í sumar, þrátt fyrir það að vera í banni í fyrstu tveimur leikjum riðlakeppninnar. Enski boltinn 1.5.2012 23:30
Dalglish: Þetta var lélegt Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, reyndi ekki að draga fjöður yfir þá staðreynd að lið hans var arfaslakt gegn Fulham í kvöld. Enski boltinn 1.5.2012 21:15
Hodgson: Hápunktur allra enskra þjálfara Nú rétt í þessu var haldinn blaðamannafundur þar sem ráðning Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englands var staðfest. Enska knattspyrnusambandið sagði að þeir hefðu haft nokkra menn í huga varðandi starfið en á endanum hafi þeir einungis nálgast einn mann. Talsmenn knattspyrnusambandsins sögðu að reynsla Hodgson sem landsliðsþjálfara hafi verið gríðarlega mikilvægur þáttur í ráðningunni. Enski boltinn 1.5.2012 15:46
Roy Hodgson ráðinn þjálfari enska landsliðsins Enska knattspyrnusambandið staðfesti nú rétt í þessu að Roy Hodgson hafi verið ráðinn sem þjálfari enska landsliðins. Hodgson er ráðinn til fjögurra ára og nær samningur hans því yfir næstu þrjú stórmót. Hann mun því undir eðlilegum kringumstæðum stýra liðinu á Evrópumótinu í sumar, Heimsmeistaramótinu sem haldið verður árið 2014 og Evrópumótinu 2016. Enski boltinn 1.5.2012 14:21
Allar líkur á því að Roy Hodgson taki við enska landsliðinu í dag Allar líkur eru á því að enska knattspyrnusambandið, FA, greini frá því í dag að Roy Hodgson verði næsti þjálfari enska landsliðsins. Hodgson fundaði með FA í gær í fjórar klukkustundir. Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla mun hann stýra liði WBA í ensku úrvalsdeildinni í síðustu tveimur umferðunum áður en hann tekur við liði Englands sem leikur í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins sem hefst í byrjun júní í Póllandi og Úkraínu. Enski boltinn 1.5.2012 14:00