Enski boltinn

Dempsey orðaður við Liverpool

Bandaríski miðjumaðurinn Clint Dempsey hefur farið á kostum með Fulham í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og gæti verið á leiðinni til Anfield ef marka má nýjustu sögusagnirnar í enskum fjölmiðlum.

Enski boltinn

Sir Alex hrósar Gylfa og félögum í Swansea

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er hrifinn af því sem Brendan Rodgers er búinn að gera með nýliða Swansea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. United mætir Swansea á sunnudaginn og þarf helst að vinna stórt í baráttunni um enska meistaratitilinn við Manchester City.

Enski boltinn

Hoffenheim hafnaði tilboði Swansea í Gylfa

Þýska netsíðan spox.com greinir frá því í dag að Hoffenheim sé búið að hafna tilboði Swansea í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson, Gylfi er á láni hjá Swansea og hefur farið á kostum síðan að kom til Wales í janúar.

Enski boltinn

Kewell og krúnan

Ástralinn Harry Kewell er alltaf hress og kátur. Hann var að sjálfsögðu mættur í skrúðgöngu í Melbourne á dögunum enþar var hann borinn á gullstól um göturnar en ástæðan er ókunn. En myndin er góð. Eiginlega frábær.

Enski boltinn

Spurs gefur ekkert eftir

Tottenham er enn í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar öruggan útisigur á Bolton í kvöld. Fabrice Muamba steig út á völl fyrir leik og grét.

Enski boltinn

Papiss Cisse skaut Chelsea í kaf

Hinn ótrúlegi markaskorari Newcastle, Papiss Cisse, tryggði Newcastle gríðarlega mikilvægan útisigur á Chelsea í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Newcastle í 0-2 sigri.

Enski boltinn

Welbeck er ekki fótbrotinn

Danny Welbeck, leikmaður Manchester United, fékk góðar fréttir í gærkvöldi en þá var staðfest að hann væri ekki með brotið bein í fæti eins og hafði verið óttast.

Enski boltinn

Hodgson: Hápunktur allra enskra þjálfara

Nú rétt í þessu var haldinn blaðamannafundur þar sem ráðning Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englands var staðfest. Enska knattspyrnusambandið sagði að þeir hefðu haft nokkra menn í huga varðandi starfið en á endanum hafi þeir einungis nálgast einn mann. Talsmenn knattspyrnusambandsins sögðu að reynsla Hodgson sem landsliðsþjálfara hafi verið gríðarlega mikilvægur þáttur í ráðningunni.

Enski boltinn

Roy Hodgson ráðinn þjálfari enska landsliðsins

Enska knattspyrnusambandið staðfesti nú rétt í þessu að Roy Hodgson hafi verið ráðinn sem þjálfari enska landsliðins. Hodgson er ráðinn til fjögurra ára og nær samningur hans því yfir næstu þrjú stórmót. Hann mun því undir eðlilegum kringumstæðum stýra liðinu á Evrópumótinu í sumar, Heimsmeistaramótinu sem haldið verður árið 2014 og Evrópumótinu 2016.

Enski boltinn

Allar líkur á því að Roy Hodgson taki við enska landsliðinu í dag

Allar líkur eru á því að enska knattspyrnusambandið, FA, greini frá því í dag að Roy Hodgson verði næsti þjálfari enska landsliðsins. Hodgson fundaði með FA í gær í fjórar klukkustundir. Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla mun hann stýra liði WBA í ensku úrvalsdeildinni í síðustu tveimur umferðunum áður en hann tekur við liði Englands sem leikur í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins sem hefst í byrjun júní í Póllandi og Úkraínu.

Enski boltinn