Sport

Jón Arnór: Ég var lélegur

Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag.

Körfubolti

Hólmar Örn: Vantar meiri skynsemi

„Við höfum gert of mikið af jafnteflum og miðað við hvernig þessi leikur spilaðist, sérstaklega fyrri hálfleikurinn, þá hefði ég viljað fá þrjú stig," sagði Hólmar Örn Rúnarsson, fyrirliði Keflavíkur, eftir 3-3 jafnteflið gegn Fjölni í dag.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Tap gegn Austurríki

Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins.

Körfubolti

Magnús Ingi: Þurftum þrjú stig

Von Fjölnis að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni er orðin ansi veik en liðið gerði 3-3 jafntefli á heimavelli við Keflavík í dag. Fyrirliði Fjölnis, Magnús Ingi Einarsson, segir þó að Grafarvogspiltar haldi í vonina meðan tölfræðilegur möguleiki sé til staðar.

Íslenski boltinn

Henning: Töpuðum í fyrri hálfleik

Henning Henningsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta var vonsvikinn með að landsliðið hafi ekki haft trú á því að geta sigrað Svartfjallaland fyrr en það var orðið of seint.

Körfubolti

Terry: Þolinmæðin borgaði sig

John Terry, fyrirliði Chelsea, var ánægður með sitt lið eftir 3-0 sigurinn á Burnley í dag. Það tók tíma fyrir Chelsea að brjóta Burnley niður en eftir fyrsta markið var aldrei spurning hvernig leikurinn færi.

Enski boltinn

Sigurður Ragnar: Munum jafnvel sjá einhver ný andlit í leiknum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari segir að það sé von á því að sjá ný andlit hjá íslenska landsliðinu í leiknum á móti Þýskalandi í lokaleik liðsins á EM á morgun. Sex leikmenn liðsins hafa ekkert fengið að spreyta sig í fyrstu tveimur leikjunum og aðeins 12 af 22 hafa byrjað inn á. Landsliðsþjálfarinn sagði að það myndi breytast eitthvað á morgun.

Fótbolti

Fyrsti ráspóll Force India og Fisichella

Giancarlo Fisichella hjá Force India náði að landa fremsta stað á ráslínu á Spa brautinni í Belgíu í dag. Liðið er í eigu indverska milljarðamæringsins Vijay Mallay og um sannkölluð tímamót að ræða hjá liðinu sem notar Mercedes vélar.

Formúla 1

Á Ísland langbestu stuðningsmennina á EM í Finnlandi?

Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands hefur komist að því að það sé samdóma álit allra þeirra sem fylgjast með EM kvennalandsliða í Finnlandi að íslensku stuðningsmennirnir séu þeir langbestu í keppninni. Íslendingar hafa fjölmennt á leiki íslenska liðsins í Tampere og Lahti og haldið uppi frábærri stemmningu í stúkunni svo eftir er tekið.

Fótbolti