Jón Arnór: Ég var lélegur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. ágúst 2009 18:51 Jón Arnór Stefánsson Mynd/Anton Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag. "Við erum að elta allan leikinn. Ég var lélegur og við vorum ekkert allt of góðir sem lið. Það vantaði kannski að ég myndi stíga upp en ég fann mig ekki, var þreyttur og orkulaus. Veikindin spiluðu ábyggilega eitthvað inn í. Það er engin afsökun samt. Ég verð að viðurkenna það að það var erfitt fyrir mig á gíra mig upp í dag," sagði þreyttur Jón Arnór að leik loknum. "Ég var búinn á því í seinni hálfleik og það gekk ekkert upp hjá okkur sem er þreytandi. Pavel átti rispur og Logi var góður á köflum en það vantaði fleiri. Við þurfum að vera með miklu meiri baráttu en hitt liðið til að vinna, ef við erum ekki með það gengur ekkert. Við vinnum ekkert lið á hæfileikunum. Það er sannleikurinn og við verðum að horfast í augu við það." "Mér er alveg sama hvort við enduðum þriðja eða fjórða sæti. Við áttum engan möguleika á að fara upp úr riðlinum og það er það eina sem skiptir máli. Ég er bara óánægður með hvernig liðið spilaði í dag. Það er leiðinlegt að tapa á heimavelli því við vorum að spila vel á undan þessu. Það voru margir veikir og það var dapurt yfir þessu." "Það var gott að vinna Dani úti og Hollendinga hér heima en að sama skapi dapurt að tapa gegn Austurríki hér í dag, lið sem við eigum að vinna. Það er stundum þannig með okkur að við töpum fyrir liðum sem við eigum að vinna af því að við náum ekki að gíra okkur upp fyrir þessa leiki. Þannig að hugarfarið hjá okkur. Þegar við spilum gegn mun sterkari andstæðingum þá erum við einbeittari og tilbúnari í verkefnið. Það er lúseraháttur, það eru engin góð lið sem hugsa þannig en þannig er þetta stundum með okkur," sagði Jón sem sagði lítið vera að gerast í hans leit að ný félagi. "Það er eitthvað að þokast til í þessu. Ég er að koma mér í samband við aðra umboðsmenn en þann sem ég hef verið með. Ég veit ekkert hvað hann er að gera, ég er óánægður með hann. Ég heyri ekkert frá honum og það kemur ekkert upp sem mér finnst ótrúlegt miðað við þá menn sem ég er að tala við. Ég þarf bara að taka á þessu sjálfur og gera breytingar. Ég horfi til Spánar. Það eru ekki margar borgir á Ítalíu sem mér langar að spila í," sagði Jón Arnór að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag. "Við erum að elta allan leikinn. Ég var lélegur og við vorum ekkert allt of góðir sem lið. Það vantaði kannski að ég myndi stíga upp en ég fann mig ekki, var þreyttur og orkulaus. Veikindin spiluðu ábyggilega eitthvað inn í. Það er engin afsökun samt. Ég verð að viðurkenna það að það var erfitt fyrir mig á gíra mig upp í dag," sagði þreyttur Jón Arnór að leik loknum. "Ég var búinn á því í seinni hálfleik og það gekk ekkert upp hjá okkur sem er þreytandi. Pavel átti rispur og Logi var góður á köflum en það vantaði fleiri. Við þurfum að vera með miklu meiri baráttu en hitt liðið til að vinna, ef við erum ekki með það gengur ekkert. Við vinnum ekkert lið á hæfileikunum. Það er sannleikurinn og við verðum að horfast í augu við það." "Mér er alveg sama hvort við enduðum þriðja eða fjórða sæti. Við áttum engan möguleika á að fara upp úr riðlinum og það er það eina sem skiptir máli. Ég er bara óánægður með hvernig liðið spilaði í dag. Það er leiðinlegt að tapa á heimavelli því við vorum að spila vel á undan þessu. Það voru margir veikir og það var dapurt yfir þessu." "Það var gott að vinna Dani úti og Hollendinga hér heima en að sama skapi dapurt að tapa gegn Austurríki hér í dag, lið sem við eigum að vinna. Það er stundum þannig með okkur að við töpum fyrir liðum sem við eigum að vinna af því að við náum ekki að gíra okkur upp fyrir þessa leiki. Þannig að hugarfarið hjá okkur. Þegar við spilum gegn mun sterkari andstæðingum þá erum við einbeittari og tilbúnari í verkefnið. Það er lúseraháttur, það eru engin góð lið sem hugsa þannig en þannig er þetta stundum með okkur," sagði Jón sem sagði lítið vera að gerast í hans leit að ný félagi. "Það er eitthvað að þokast til í þessu. Ég er að koma mér í samband við aðra umboðsmenn en þann sem ég hef verið með. Ég veit ekkert hvað hann er að gera, ég er óánægður með hann. Ég heyri ekkert frá honum og það kemur ekkert upp sem mér finnst ótrúlegt miðað við þá menn sem ég er að tala við. Ég þarf bara að taka á þessu sjálfur og gera breytingar. Ég horfi til Spánar. Það eru ekki margar borgir á Ítalíu sem mér langar að spila í," sagði Jón Arnór að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira