Jón Arnór: Ég var lélegur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. ágúst 2009 18:51 Jón Arnór Stefánsson Mynd/Anton Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag. "Við erum að elta allan leikinn. Ég var lélegur og við vorum ekkert allt of góðir sem lið. Það vantaði kannski að ég myndi stíga upp en ég fann mig ekki, var þreyttur og orkulaus. Veikindin spiluðu ábyggilega eitthvað inn í. Það er engin afsökun samt. Ég verð að viðurkenna það að það var erfitt fyrir mig á gíra mig upp í dag," sagði þreyttur Jón Arnór að leik loknum. "Ég var búinn á því í seinni hálfleik og það gekk ekkert upp hjá okkur sem er þreytandi. Pavel átti rispur og Logi var góður á köflum en það vantaði fleiri. Við þurfum að vera með miklu meiri baráttu en hitt liðið til að vinna, ef við erum ekki með það gengur ekkert. Við vinnum ekkert lið á hæfileikunum. Það er sannleikurinn og við verðum að horfast í augu við það." "Mér er alveg sama hvort við enduðum þriðja eða fjórða sæti. Við áttum engan möguleika á að fara upp úr riðlinum og það er það eina sem skiptir máli. Ég er bara óánægður með hvernig liðið spilaði í dag. Það er leiðinlegt að tapa á heimavelli því við vorum að spila vel á undan þessu. Það voru margir veikir og það var dapurt yfir þessu." "Það var gott að vinna Dani úti og Hollendinga hér heima en að sama skapi dapurt að tapa gegn Austurríki hér í dag, lið sem við eigum að vinna. Það er stundum þannig með okkur að við töpum fyrir liðum sem við eigum að vinna af því að við náum ekki að gíra okkur upp fyrir þessa leiki. Þannig að hugarfarið hjá okkur. Þegar við spilum gegn mun sterkari andstæðingum þá erum við einbeittari og tilbúnari í verkefnið. Það er lúseraháttur, það eru engin góð lið sem hugsa þannig en þannig er þetta stundum með okkur," sagði Jón sem sagði lítið vera að gerast í hans leit að ný félagi. "Það er eitthvað að þokast til í þessu. Ég er að koma mér í samband við aðra umboðsmenn en þann sem ég hef verið með. Ég veit ekkert hvað hann er að gera, ég er óánægður með hann. Ég heyri ekkert frá honum og það kemur ekkert upp sem mér finnst ótrúlegt miðað við þá menn sem ég er að tala við. Ég þarf bara að taka á þessu sjálfur og gera breytingar. Ég horfi til Spánar. Það eru ekki margar borgir á Ítalíu sem mér langar að spila í," sagði Jón Arnór að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag. "Við erum að elta allan leikinn. Ég var lélegur og við vorum ekkert allt of góðir sem lið. Það vantaði kannski að ég myndi stíga upp en ég fann mig ekki, var þreyttur og orkulaus. Veikindin spiluðu ábyggilega eitthvað inn í. Það er engin afsökun samt. Ég verð að viðurkenna það að það var erfitt fyrir mig á gíra mig upp í dag," sagði þreyttur Jón Arnór að leik loknum. "Ég var búinn á því í seinni hálfleik og það gekk ekkert upp hjá okkur sem er þreytandi. Pavel átti rispur og Logi var góður á köflum en það vantaði fleiri. Við þurfum að vera með miklu meiri baráttu en hitt liðið til að vinna, ef við erum ekki með það gengur ekkert. Við vinnum ekkert lið á hæfileikunum. Það er sannleikurinn og við verðum að horfast í augu við það." "Mér er alveg sama hvort við enduðum þriðja eða fjórða sæti. Við áttum engan möguleika á að fara upp úr riðlinum og það er það eina sem skiptir máli. Ég er bara óánægður með hvernig liðið spilaði í dag. Það er leiðinlegt að tapa á heimavelli því við vorum að spila vel á undan þessu. Það voru margir veikir og það var dapurt yfir þessu." "Það var gott að vinna Dani úti og Hollendinga hér heima en að sama skapi dapurt að tapa gegn Austurríki hér í dag, lið sem við eigum að vinna. Það er stundum þannig með okkur að við töpum fyrir liðum sem við eigum að vinna af því að við náum ekki að gíra okkur upp fyrir þessa leiki. Þannig að hugarfarið hjá okkur. Þegar við spilum gegn mun sterkari andstæðingum þá erum við einbeittari og tilbúnari í verkefnið. Það er lúseraháttur, það eru engin góð lið sem hugsa þannig en þannig er þetta stundum með okkur," sagði Jón sem sagði lítið vera að gerast í hans leit að ný félagi. "Það er eitthvað að þokast til í þessu. Ég er að koma mér í samband við aðra umboðsmenn en þann sem ég hef verið með. Ég veit ekkert hvað hann er að gera, ég er óánægður með hann. Ég heyri ekkert frá honum og það kemur ekkert upp sem mér finnst ótrúlegt miðað við þá menn sem ég er að tala við. Ég þarf bara að taka á þessu sjálfur og gera breytingar. Ég horfi til Spánar. Það eru ekki margar borgir á Ítalíu sem mér langar að spila í," sagði Jón Arnór að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira