Sport

Toyota að skoða framhaldið í Formúlu 1

Svo virðist sem Toyota sé að skoða gaumgæfilega hvort liðið verður í Formúlu 1 til frambúðar eður ei. Toyota vill ekki staðfesta þátttöku í mótaröðinni á næsta ári fyrr en eftir stjórnarfund þann 15. nóvember.

Formúla 1

Haukar spila á Hlíðarenda - Mete til Hauka

Úrvalsdeildarlið Hauka mun leika hluta heimaleikja sinna í Pepsi-deildinni næsta sumar á Vodafonevellinum að Hlíðarenda. Þessi tíðindi koma nokkuð á óvart enda áttu margir von á því að þeir myndu spila sína heimaleiki í Kaplakrika.

Íslenski boltinn

Gillett tilbúinn að selja sinn hlut í Liverpool

Samkvæmt heimildum dagblaðsins Daily Mirror mun George Gillett, annar aðaleigandi Liverpool, vera á leiðinni til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í dag til viðræðna við Prinsinn Faisal bin Fahd um sölu á sínum hlut í enska úvalsdeildarfélaginu.

Enski boltinn

Eggert Magnússon orðaður við yfirtöku á West Ham

Breska slúðurblaðið The Sun slær því upp í dag að Eggert Magnússon hafi í hyggju að eignast hlut í West Ham að nýju en hann átti sem kunnugt er lítinn hlut í félaginu þegar Björgólfur Guðmundsson var aðaleigandi þess ásamt því sem Eggert gengdi starfi stjórnarformanns.

Enski boltinn

Owen dreymir enn um enska landsliðið

Landsliðsþjálfarinn Fabio Capello horfði enn framhjá framherjanum Michael Owen hjá Manchester United þegar hann valdi 24-manna landsliðhóp Englands fyrir leikina gegn Úkraínu og Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2010.

Enski boltinn

Pavlyuchenko líklega á förum til Zenit

Umboðsmaður framherjans Roman Pavlyuchenko hjá Tottenham hefur staðfest að skjólstæðingur sinn muni brátt fara til viðræðna við Zenit frá Pétursborg en Lundúnafélagið hefur gefið honum leyfi til þess.

Enski boltinn

Vilhjálmur: Hlýtur af hafa verið hryllingur að horfa á þetta

„Það var svekkjandi að tapa þessu en við vorum að fá á okkur ódýrar tvær mínútur sem reyndust dýrar. Það var algjör óþarfi af okkar hálfu," sagði ósáttur Vilhjálmur Halldórsson Stjörnumaður en hann átti afar dapran leik eins og flestir leikmenn Hauka og Stjörnunnar í kvöld.

Handbolti

Birkir Ívar: Ekki Kiel-vörnin fyrir framan mig

Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson átti hreint út sagt ótrúlegan leik í marki Hauka gegn Stjörnunni í kvöld. Hann varði 27 skot í leiknum en fékk aðeins á sig 16 mörk. Er óhætt að segja að frammistaða hans hafi gert gæfumuninn fyrir Hauka sem mörðu eins marks sigur.

Handbolti

Patrekur: Haukarnir fengu meistarabónus frá dómurunum

„Varnarleikurinn var fínn og markvarslan í fínu lagi. Haukarnir refsuðu okkur oft grimmilega en mér fannst sóknarleikurinn ágætur. Við vorum að koma skotum á markið en Birkir varði allt," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, eftir eins marks tap gegn Haukum, 16-17.

Handbolti

Aron Kristjánsson: Jaðraði við að vera pínlegt

„Bæði sóknarleikurinn og hraðaupphlaupin hjá okkur voru hræðileg. Okkar reyndustu menn gerðu hvern feilinn á fætur öðrum bæði í skotum og sendingum. Þetta jaðraði við að vera pínlegt á köflum," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir hinn ömurlega handboltaleik á milli Stjörnunnar og Hauka í kvöld.

Handbolti

Avram Grant snýr aftur til Portsmouth

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur staðfest að Avram Grant taki við starfi yfirmanni Knattspyrnumála hjá félaginu en Grant var áður í sama starfi í eitt ár á meðan Harry Redknapp var knattspyrnustjóri Portsmouth.

Enski boltinn

Katrín: Þetta var bara ekki okkar dagur

„Þetta var mjög erfitt og við vissum að við þyrftum að eiga toppleik til þess að komast áfram en það tókst því miður ekki. Við þurftum náttúrulega að taka áhættu og færa liðið framar á völlinn eftir tapið í fyrri leiknum og það bauð hættunni heim og þær ítölsku kunnu að nýta sér það.

Íslenski boltinn