Umfjöllun: Frumsýning N1-deildarinnar fær þrjár hauskúpur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. október 2009 21:34 Einar Örn Jónsson undirbýr skot að marki í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Opnunarleikur N1-deildar karla í Mýrinni í kvöld var skelfileg auglýsing fyrir íslenskan handbolta. Boðið var upp á svo lélegan handbolta að það var átakanlegt að fylgjast með. Lokatölurnar 16-17 fyrir Hauka gegn Stjörnunni segir meira en mörg orð. Svona tölur sjást ekki lengur í nútímahandbolta og þykja ekki mikið meira en fínar hálfleikstölur. Staðreynd málsins var aftur á móti sú að bæði liðin voru hræðilega léleg og litu út fyrir að hafa sleppt undirbúningstímabilinu í heild sinni. Sóknarleikurinn var þó skelfilegastur og það hjá báðum liðum. Hann var pínlegur á að horfa. Markverðirnir voru fyrir vikið í essinu sínu. Birkir Ívar náði til að mynda þeim magnaða árangri að vera með 63 prósenta markvörslu þrátt fyrir að hafa spilað í 60 mínútur. Það er lygilegt og maður hefði trúað slíkri tölfræði ef hann væri að spila gegn 5. flokki einhvers félags en svo var víst ekki. Hvað leikinn snertir þá voru Haukar alltaf skrefinu á undan. Roland Eradze hélt Stjörnunni þó ávallt í seilingarfjarlægð með fínni markvörslu. Haukar voru svo miklir klaufar undir lokin og hleyptu Stjörnunni inn í leikinn. Vilhjálmur Halldórsson minnkaði muninn í eitt mark þegar mínúta lifði leiks. Haukar misstu svo boltann þegar hálf mínúta var eftir. Lokasókn Stjörnunnar var skelfilega útfærð eins og flestar sóknir beggja liða allan leikinn. Stjörnumenn komust ekki í álitlegt skotfæri en fengu þó aukakast er leiktíminn var liðinn. Hann kom skotinu á markið en Birkir Ívar varði það eins og flest annað í kvöld. Íslandsmeistararnir sluppu því með skrekkinn en með álíka spilamennsku verða þeir í neðri hluta deildarinnar. Stjörnumenn spiluðu ekki vel en hugga sig við að hafa staðið í meisturunum og ekki verið flengdir. Það er eitthvað til að byggja á fyrir ungt og óreynt lið. Frumsýningarleikur N1-deildarinnar fær algjöra falleinkunn og vonandi þarf ég aldrei aftur að horfa á svona hörmulegan handbolta í deildinni. Við skulum vona að fall sé faraheill. Stjarnan-Haukar 16-17 (8-10) Mörk Stjörnunnar (skot): Þórólfur Nielsen 5/2 (12/4), Vilhjálmur Halldórsson 4/2 (14/2), Jón Arnar Jónsson 3 (6), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Svan Kristjánsson 1 (3), Eyþór Magnússon 1 (5).Varin skot: Roland Valur Eradze 17/2 (32/5) 53%, Viktor Alex Ragnarsson 3/1 (5/1) 60%.Hraðaupphlaup: 2 (Kristján, Jón).Fiskuð víti: 6 (Sverrir 3, Daníel, Guðmundur, Þórólfur).Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (4/1), Einar Örn Jónsson 3/1 (5/2), Sigurbergur Sveinsson 3/2 (10/3), Freyr Brynjarsson 2 (5), Pétur Pálsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 27/2 (43/6) 63%.Hraðaupphlaup: 5 (Pétur 2, Freyr, Elías, Einar).Fiskuð víti: 6 (Sigurbergur 2, Heimir Óli 2, Pétur, Einar).Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson, góðir en nokkuð hliðhollir Haukum. Olís-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Opnunarleikur N1-deildar karla í Mýrinni í kvöld var skelfileg auglýsing fyrir íslenskan handbolta. Boðið var upp á svo lélegan handbolta að það var átakanlegt að fylgjast með. Lokatölurnar 16-17 fyrir Hauka gegn Stjörnunni segir meira en mörg orð. Svona tölur sjást ekki lengur í nútímahandbolta og þykja ekki mikið meira en fínar hálfleikstölur. Staðreynd málsins var aftur á móti sú að bæði liðin voru hræðilega léleg og litu út fyrir að hafa sleppt undirbúningstímabilinu í heild sinni. Sóknarleikurinn var þó skelfilegastur og það hjá báðum liðum. Hann var pínlegur á að horfa. Markverðirnir voru fyrir vikið í essinu sínu. Birkir Ívar náði til að mynda þeim magnaða árangri að vera með 63 prósenta markvörslu þrátt fyrir að hafa spilað í 60 mínútur. Það er lygilegt og maður hefði trúað slíkri tölfræði ef hann væri að spila gegn 5. flokki einhvers félags en svo var víst ekki. Hvað leikinn snertir þá voru Haukar alltaf skrefinu á undan. Roland Eradze hélt Stjörnunni þó ávallt í seilingarfjarlægð með fínni markvörslu. Haukar voru svo miklir klaufar undir lokin og hleyptu Stjörnunni inn í leikinn. Vilhjálmur Halldórsson minnkaði muninn í eitt mark þegar mínúta lifði leiks. Haukar misstu svo boltann þegar hálf mínúta var eftir. Lokasókn Stjörnunnar var skelfilega útfærð eins og flestar sóknir beggja liða allan leikinn. Stjörnumenn komust ekki í álitlegt skotfæri en fengu þó aukakast er leiktíminn var liðinn. Hann kom skotinu á markið en Birkir Ívar varði það eins og flest annað í kvöld. Íslandsmeistararnir sluppu því með skrekkinn en með álíka spilamennsku verða þeir í neðri hluta deildarinnar. Stjörnumenn spiluðu ekki vel en hugga sig við að hafa staðið í meisturunum og ekki verið flengdir. Það er eitthvað til að byggja á fyrir ungt og óreynt lið. Frumsýningarleikur N1-deildarinnar fær algjöra falleinkunn og vonandi þarf ég aldrei aftur að horfa á svona hörmulegan handbolta í deildinni. Við skulum vona að fall sé faraheill. Stjarnan-Haukar 16-17 (8-10) Mörk Stjörnunnar (skot): Þórólfur Nielsen 5/2 (12/4), Vilhjálmur Halldórsson 4/2 (14/2), Jón Arnar Jónsson 3 (6), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Svan Kristjánsson 1 (3), Eyþór Magnússon 1 (5).Varin skot: Roland Valur Eradze 17/2 (32/5) 53%, Viktor Alex Ragnarsson 3/1 (5/1) 60%.Hraðaupphlaup: 2 (Kristján, Jón).Fiskuð víti: 6 (Sverrir 3, Daníel, Guðmundur, Þórólfur).Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (4/1), Einar Örn Jónsson 3/1 (5/2), Sigurbergur Sveinsson 3/2 (10/3), Freyr Brynjarsson 2 (5), Pétur Pálsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 27/2 (43/6) 63%.Hraðaupphlaup: 5 (Pétur 2, Freyr, Elías, Einar).Fiskuð víti: 6 (Sigurbergur 2, Heimir Óli 2, Pétur, Einar).Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson, góðir en nokkuð hliðhollir Haukum.
Olís-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira