Sport

Þýski handboltinn: Góður dagur hjá Íslendingaliðum

Rhein-Neckar Löwen vann 26-28 sigur gegn Melsungen í þýska handboltanum í kvöld en staðan í hálfleik var 15-15. Ólafur Stefánsson skoraði fimm mörk í leiknum fyrir RN Löwen og Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu tvö mörk hver.

Handbolti

N1-deild kvenna: 34 marka stórsigur hjá Valsstúlkum

Valsstúlkur byrjuðu á að sigra Íslands -og bikarmeistara Stjörnunnar í fyrstu umferð N1-deildarinnar á dögunum og þær héldu uppteknum hætti í dag í annarri umferðinni þegar þær hreinlega kjöldrógu Víkingsstúlkur 47-13 en staðan var 20-5 í hálfleik.

Handbolti

Aron: Þetta eru gífurlega góð úrslit fyrir okkur

„Þetta var bara virkilega flottur leikur hjá okkur gegn gríðarlega sterku pólsku liði á erfiðum útivelli. Þetta voru gífurlega góð úrslit fyrir okkur byggir upp hörkuleik á Ásvöllum um næstu helgi,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir 30-28 tap gegn Wisla Plock í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta.

Handbolti

Leikið í N1-deild kvenna í dag

N1-deild kvenna heldur áfram í dag þegar önnur umferð hefst með þremur leikjum. FH tekur á móti KA/Þór í Kaplakrika en þetta er fyrsti leikur Hafnarfjarðastúlkna í deildinni þar sem þær sátu hjá þegar fyrsta umferð var leikinn fyrr í vikunni.

Handbolti

Ferdinand: Enginn öruggur með sæti í landsliðinu

Varnarmaðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United og enska landsliðinu segir að baráttan um sæti í landsliðshópi Fabio Capello sé gríðarlega hörð og raunar sé enginn leikmaður sem geti verið viss um að vera með í hópnum fyrir lokakeppnina í Suður-Afríku næsta sumar.

Fótbolti

Ronaldo: Ummæli Rooney voru pottþétt sögð í gríni

Portúgalinn Cristiano Ronaldo stendur nú í ströngu með landsliði sínu í 1. undanriðli HM 2010 en liðið er í þriðja sæti og dugir ekkert nema sigur í síðustu tveimur leikjum sínum gegn Ungverjalandi og Möltu til þess að eygja von um að komast á lokakeppnina.

Fótbolti

Ferguson biður Wiley afsökunar á ummælum sínum

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United lét dómarann Alan Wiley fá það óþvegið eftir 2-2 jafntefli gegn Sunderland og ásakaði hann um að vera ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi til þess að dæma leikinn.

Enski boltinn

Pique: Ronaldo er tilkomumikill en Messi er betri

Varnarmaðurinn Gerard Pique hjá Barcelona telur að Cristiano Ronaldo, góðvinur sinn og fyrrum liðsfélagi hjá Manchester United, eigi eftir að verða enn betri hjá Real Madrdid þegar hann hefur aðlagast liðinu og spænska boltanum betur.

Fótbolti