Handbolti

Þýski handboltinn: Góður dagur hjá Íslendingaliðum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson átti góðan leik fyrir RN Löwen í kvöld.
Ólafur Stefánsson átti góðan leik fyrir RN Löwen í kvöld. Nordic photos/Getty images

Rhein-Neckar Löwen vann 26-28 sigur gegn Melsungen í þýska handboltanum í kvöld en staðan í hálfleik var 15-15.

Ólafur Stefánsson skoraði fimm mörk í leiknum fyrir RN Löwen og Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu tvö mörk hvor.

Þórir Ólafsson skoraði fimm mörk í 31-28 sigri Lübbecke gegn Flensburg en Sverre Jakobsson komst ekki á blað í 28-26 sigri Grosswallstadt gegn Dormagen.

Þá skoraði Róbert Gunnarsson 4 mörk í 21-26 sigri Gummersbach gegn Balingen-Weilstetten.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×