Handbolti

Kári Kristján með fjögur í tapi gegn Kolding

Ómar Þorgeirsson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson.
Kári Kristján Kristjánsson. Mynd/Stefán

Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson átti fínan leik þegar lið hans Amicitisa Zurich frá Sviss tapaði 35-27 gegn Kolding frá Danmörku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag.

Staðan var 17-13 heimamönnum í Kolding í vil í hálfleik.

Kári Kristján og félagar hafa því tapað báðum leikjum sínum í riðlakeppninni til þessa en svissneska liðið tapaði gegn spænska liðinu Barcelona 27-39 í fyrsta leik sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×