Aron: Þetta eru gífurlega góð úrslit fyrir okkur Ómar Þorgeirsson skrifar 10. október 2009 18:48 Sigurbergur Sveinsson átti góðan leik fyrir Hauka í dag. Mynd/Anton „Þetta var bara virkilega flottur leikur hjá okkur gegn gríðarlega sterku pólsku liði á erfiðum útivelli. Þetta voru gífurlega góð úrslit fyrir okkur byggir upp hörkuleik á Ásvöllum um næstu helgi," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir 30-28 tap gegn Wisla Plock í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta. Staðan var 15-12 Wisla Plock í vil í hálfleik en Haukar náðu svo forystu í leiknum í síðari hálfleik áður en heimamenn sigldu fram úr á nýjan leik. „Þetta var mjög jafn leikur en við náðum yfirhöndinni í síðari hálfleik en lentum svo í því að missa leikmenn útaf og þá náðu Pólverjarnir að komast yfir aftur. Þeir voru mest með þriggja marka forskot þegar um fimm mínútur voru eftir og allt brjálað í húsinu en við náðum að halda haus og ég er gríðarlega ánægður með það. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir strákana að brotna við mótlætið en þeir gerðu það ekki og það er mjög gott. Þetta var flott frammistaða gegn mjög sterku liði. Pólverjarnir voru virkilega svekktir í leikslok því þeir áttu von á því að keyra yfir okkur með 6-10 mörkum en það gekk ekki eftir og það er smá högg fyrir þá. Þetta er hins vegar bara hálfleikur og það er mikilvægt fyrir okkur að ná að byggja upp góða stemningu fyrir seinni leikinn og fá Íslendinga til þess að fjölmenna og hjálpa okkur að slá út þetta sterka lið," segir Aron. Sigurbergur Sveinsson fór á kostum í leiknum og skoraði tíu mörk fyrir Hauka en Björgvin Þór Hólmgeirsson, Elías Már Halldórsson og Pétur Pálsson skoruðu fjögur mörk hvor. Þá átti Birkir Ívar Guðmundsson góðan leik í markinu og varði 17 skot. „Sigurbergur var frábær og skoraði tíu mörk þar af fimm úr vítum og var tekinn úr umferð á löngum stundum í leiknum og Björvin Þór stóð sig líka mjög vel og var að vaxa mjög í hlutverki sínu sem miðjumaður. Birkir Ívar var líka mjög öflugur í markinu en við vorum að spila 3-2-1 vörn nær allan leikinn og það gekk bara nokkuð vel og við vorum að valda þeim erfiðleikum," sagði Aron.Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 10 (5) Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 Elías Már Halldórsson 4 Pétur Pálsson 4 Einar Örn Jónsson 2 Freyr Brynjarsson 2 Guðmundur Árni Ólafsson 1 Heimir Óli Heimsson 1 Olís-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
„Þetta var bara virkilega flottur leikur hjá okkur gegn gríðarlega sterku pólsku liði á erfiðum útivelli. Þetta voru gífurlega góð úrslit fyrir okkur byggir upp hörkuleik á Ásvöllum um næstu helgi," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir 30-28 tap gegn Wisla Plock í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta. Staðan var 15-12 Wisla Plock í vil í hálfleik en Haukar náðu svo forystu í leiknum í síðari hálfleik áður en heimamenn sigldu fram úr á nýjan leik. „Þetta var mjög jafn leikur en við náðum yfirhöndinni í síðari hálfleik en lentum svo í því að missa leikmenn útaf og þá náðu Pólverjarnir að komast yfir aftur. Þeir voru mest með þriggja marka forskot þegar um fimm mínútur voru eftir og allt brjálað í húsinu en við náðum að halda haus og ég er gríðarlega ánægður með það. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir strákana að brotna við mótlætið en þeir gerðu það ekki og það er mjög gott. Þetta var flott frammistaða gegn mjög sterku liði. Pólverjarnir voru virkilega svekktir í leikslok því þeir áttu von á því að keyra yfir okkur með 6-10 mörkum en það gekk ekki eftir og það er smá högg fyrir þá. Þetta er hins vegar bara hálfleikur og það er mikilvægt fyrir okkur að ná að byggja upp góða stemningu fyrir seinni leikinn og fá Íslendinga til þess að fjölmenna og hjálpa okkur að slá út þetta sterka lið," segir Aron. Sigurbergur Sveinsson fór á kostum í leiknum og skoraði tíu mörk fyrir Hauka en Björgvin Þór Hólmgeirsson, Elías Már Halldórsson og Pétur Pálsson skoruðu fjögur mörk hvor. Þá átti Birkir Ívar Guðmundsson góðan leik í markinu og varði 17 skot. „Sigurbergur var frábær og skoraði tíu mörk þar af fimm úr vítum og var tekinn úr umferð á löngum stundum í leiknum og Björvin Þór stóð sig líka mjög vel og var að vaxa mjög í hlutverki sínu sem miðjumaður. Birkir Ívar var líka mjög öflugur í markinu en við vorum að spila 3-2-1 vörn nær allan leikinn og það gekk bara nokkuð vel og við vorum að valda þeim erfiðleikum," sagði Aron.Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 10 (5) Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 Elías Már Halldórsson 4 Pétur Pálsson 4 Einar Örn Jónsson 2 Freyr Brynjarsson 2 Guðmundur Árni Ólafsson 1 Heimir Óli Heimsson 1
Olís-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira