Sport

Sneijder spilar gegn CSKA

Wesley Sneijder meiddist ekki alvarlega á æfingu Inter í gær og hann mun spila með liðinu gegn CSKA Moskva á gervigrasinu í dag.

Fótbolti

Kubica og Renault í toppslagnum

Pólverjinn Robert Kubica og Renault er lið sem hefur komið hvað mest á óvart í Formúlu 1 mótunum. Kubica varð annar í Ástralíu og fjórði í Malasíu á sunnudaginn. Alain Permane einn af yfirmönnum liðsins er ánægður með gang mála, enda er Kubica aðeins 9 stigum frá Felipe Massa sem er efstur í stigamótinu.

Formúla 1

Lionel Messi skaut Barcelona áfram með fernu

Barcelona vann 4-1 sigur á Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Camp Nou-leikvanginum. Argentínumaðurinn magnaði Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Börsunga.

Fótbolti

Laus ró hefti framför Schumachers

Michael Schumacher reið ekki feitum hesti frá Formúlu 1 mótinu í Malasíu á sunnudaginn. Hann féll úr leik eftir að ró á afturdekki losnaði og er aðeins með 9 stig í stigamótinu, á meðan Felipe Massa sem er fremstur er með 39 og þéttur hópur manna með yfir 30 stig.

Formúla 1

Rooney æfði ekki í morgun

Þær litlu líkur sem voru á því að Wayne Rooney myndi spila gegn FC Bayern á morgun eru væntanlega foknar út um gluggann því hann gat ekki æft með liðinu í morgun.

Fótbolti

Roma á eftir Eboue

Claudio Ranieri, þjálfari Roma, er þegar farinn að huga að næsta tímabili og ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að hann sé á eftir Emmanuel Eboue, leikmanni Arsenal.

Enski boltinn

Löwen og Kiel mætast í Meistaradeildinni

Ekkert verður af því að Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Kiel mætist í úrslitum Meistaradeildarinnar í ár því liðin drógust gegn hvort öðru í átta liða úrslitum keppninnar í morgun.

Handbolti

1-0 fyrir Snæfell - myndir

Bekkurinn var þétt setinn og mikil stemning í DHL-höllinni í gær þegar KR og Snæfell mættust í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.

Körfubolti

Fram lagði Gróttu - myndir

Fram fór á Nesið í gær og vann gríðarlega mikilvægan sigur á Gróttu í N1-deild karla. Spennan í botnbaráttunni er samt ekki á enda.

Handbolti

Hreinn: Erfitt að gera verr en þetta

Akureyri tapaði fyrir HK í N1-deild karla í gærkvöldi, 22-24. Hreinn Þór Hauksson stóð í ströndu hjá Akureyri en hann nefbrotnaði í leiknum gegn Stjörnunni í síðustu umferð og fékk svo annað slæmt högg á nefið gær. Ekki alveg dagurinn hans.

Handbolti

Atli Ævar: Unnum fyrir sigrinum

Atli Ævar Ingólfsson var frábær á sínum gamla heimavelli í gærkvöldi þegar HK vann Akureyri 22-24 í N1-deild karla. Hann leiddi sókn HK sem komst þar með í úrslitakeppnina. „Það er frábært,“ sagði Atli brosmildur.

Handbolti

Brynjar: Við vinnum í Hólminum

„Þeir hitta svakalega vel hér í kvöld á meðan við klúðrum meðal annars tveimur troðslum. Það er kannski lýsandi fyrir leikinn í kvöld," sagði KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson eftir tapið gegn Snæfelli í kvöld.

Körfubolti

Geir: Þetta er enn í okkar höndum

Gróttu tókst ekki að tryggja sæti sitt í í deildinni í næst síðustu umferð þar sem liðið tapaði á heimavelli fyrir Fram. Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, viðurkenndi að Safamýrarliðið hefði einfaldlega verið betra.

Handbolti