Sport

ÍR og Fjölnir leika til úrslita í Reykjanes Cup

Keflavík hafði betur gegn grönnum sínum í Njarðvík, 92-76, á föstudagkvöld í Reykjanes Cup mótinu í körfubolta sem lýkur í dag. Sex lið taka þótt í mótinu en auk Suðurnesjaliðanna Grindavík, Keflavík og Njarðvík eru Snæfell, Fjölnir og ÍR með í mótinu.

Körfubolti

Capello svarar gagnrýni

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur fengið óvæga gagnrýni frá breskum fjölmiðlum eftir gengi Englands á HM í Suður-Afríku í sumar. Hann svaraði fyrir sig eftir 4-0 sigurleik gegn Búlgaríu í gær og telur að blaðamenn þurfi að líta í eigin barm.

Fótbolti

Dawson úr leik í tvo mánuði

Enski miðvörðurinn Michael Dawson verður frá næstu sex til átta vikurnar eftir að hafa meiðst í leik Englands gegn Búlgaríu í gær. Hann tognaði á liðböndum og mun því missa af næstu leikjum Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Lampard mætir Hömrunum

Frank Lampard verður klár þegar Chelsea mætir West Ham um næstu helgi. Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea greindi frá því í gær að Lampard væri búinn að ná sér eftir að hafa undirgengist aðgerð vegna kviðslita.

Enski boltinn

Óeirðir Þjóðverja í Belgíu

Miklar óeirðir brutust út í Brussel í Belgíu eftir leik heimamanna og Þjóðverja í undankeppni EM á föstudaginn. Þjóðverjar unnu leikinn 0-1 með marki frá Miroslav Klose.

Fótbolti

Rooney banvænn í nýrri stöðu

Jermaine Defoe skoraði frábæra þrennu fyrir enska landsliðið í gærkvöldi en það er Wayne Rooney sem fær enn meiri athygli margra. Hann átti þátt í öllum mörkum leiksins í 4-0 sigri.

Enski boltinn

Halldór: Týpískur Leiknissigur

Halldór Kristinn Halldórsson, fyrirliði Leiknis, segir sigurinn á HK í dag vera týpískan Leiknissigur. Liðið er á toppi deildarinnar með Víkingum en hefur aðeins skorað 30 mörk í sumar.

Íslenski boltinn

Snorri frábær í sigri AG Köbenhavn

Snorri Steinn Guðjónsson var einn allra besti maður stórliðsins AG Köbenhavn sem vann meistarana í AaB frá Álaborg fyrir framan 6200 áhorfendur í Ballerup Super Arena í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta er áhorfendamet í dönsku deildinni.

Handbolti