Fótbolti

Óeirðir Þjóðverja í Belgíu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Þjóðverji handtekinn á föstudaginn.
Þjóðverji handtekinn á föstudaginn. AFP
Miklar óeirðir brutust út í Brussel í Belgíu eftir leik heimamanna og Þjóðverja í undankeppni EM á föstudaginn. Þjóðverjar unnu leikinn 0-1 með marki frá Miroslav Klose.

Yfir 9000 Þjóðverjar voru á leiknum en meira en 200 þeirra lentu í átökum við lögregluna. Alls voru 209 handteknir en atvikin áttu sér stað á meðan á leikurinn stóð og einnig fyrir hann.

Flestum var sleppt þegar líða tók á kvöldið en ekki öllum.

Alls var 42 Þjóðverjum neitað um að komast yfir landamærin til Belgíu þar sem þeir eru þekktir fyrir bullulæti.

Enginn slasaðist alvarlega í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×