Sport

Mosley: Ferrari var aldrei í uppáhaldi

Max Mosley þvertekur fyrir að Ferrrari hafi verið í uppáhaldi hjá honum eða innan FIA þegar hann var forseti sambandsins, eins og oft var rætt um á árum áður. Hann segir þetta í F1 Racing tímaritinu.

Formúla 1

Benítez: Það er bara hálfleikur

„Við fengum á okkur furðulegt mark og skoruðum mark sem hefði átt að standa en var dæmt af. En það er í lagi, það er bara hálfleikur," sagði Rafa Benítez, stjóri Liverpool, eftir leikinn í Madríd í kvöld.

Fótbolti

Ivey ævintýrið gekk upp hjá Snæfelli - unnu Keflavík með 22 stigum

Snæfellingar jöfnuðu úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á móti Keflavík með sannfærandi 22 stiga sigri, 91-69, í öðrum leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Liðin hafa því byrjað lokaúrslitin á því að bursta hvort annað í fyrstu tveimur leikjunum. Næsti leikur er í Keflavík á laugardaginn.

Körfubolti

Hvort á Barcelona eða Real Madrid eftir erfiðari leiki?

Það er enn spenna í baráttunni um spænska meistaratitilinn þrátt fyrir að Barcelona hafi unnið Real Madrid sannfærandi á dögunum. Barcelona náði aðeins markalausu jafntefli um síðustu helgi og nú munar aðeins einu stigi á liðunum þegar fimm leikir eru eftir. Það er því fróðlegt að skoða hvort liðið á eftir erfiðari andstæðinga í síðustu fimm umferðunum.

Fótbolti

Umfjöllun: Akureyringar í sumarskapi gegn Valsmönnum

Akureyringar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum, 24-27, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla. Akureyrarliðið fær því tækifæri á að vinna einvígið á heimavelli í næsta leik sem fer fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið.

Handbolti

Kaka æfði með aðalliði Real Madrid á afmælisdaginn

Brasilíumaðurinn Kaka er 28 ára gamall í dag og hélt upp á það með því að æfa með aðalliði Real Madrid. Það lítur því allt út fyrir það að hann geti spilað með Real-liðin á móti Real Zaragoza á laugardaginn eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðan 10. mars.

Fótbolti

Magnús spáir Val og HK í úrslitin

Vísir fékk Magnús Erlendsson, markvörð Fram, til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi N1-deildarinnar. Magnús var í gær útnefndur besti leikmaður umferða 15-21 í deildinni en Safamýrarliðið náði með góðum endaspretti að bjarga sér frá falli.

Handbolti

Magnús Þór: Snæfell er ekkert að fara að stoppa þá

Snæfell tekur á móti Keflavík í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Stykkihólmi klukkan 19.15 í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikinn með yfirburðum og þegar Fréttablaðið heyrði í gær í Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrrum leikmanni Keflavíkur og núverandi leikmanni Njarðvíkur þá er hann á því að Keflavík vinni úrslitaeinvígið 3-0.

Körfubolti