Sport

Cassano hlýddi engum skipunum

Mál Antonio Cassano og Sampdoria er afar áhugavert. Félagið freistar þess nú að segja upp samningnum við leikmanninn og þarf að fara með málið fyrir dómstóla til þess.

Fótbolti

Taplausu liðin keppa um toppsætið í kvöld

Það verður stórleikur í kvennakörfunni í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Hamar í Toyota-höllinni í Keflavík í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna. Bæði lið hafa unnið fyrstu sex leiki sína og spila því um toppsætið í leiknum í kvöld.

Körfubolti

Hamilton: Lokamótið stórkostlegt fyrir áhorfendur

Bretinn Lewis Hamilton er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratili ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um helgina. Hann verður að vinna mótið til að eiga nokkra möguleika á titilinum og keppinautum hans þarf að ganga miður vel.

Formúla 1

Birgir Leifur í fimmta sæti eftir tvo hringi

Birgir Leifur Hafþórsson hefur byrjað mjög vel á Condado Open-mótinu sem er liður í spænsku Hi5-mótaröðinni. Birgir Leifur er í fimmta sæti eftir tvo daga en hann hefur spilað fyrstu 36 holurnar á þremur höggum undir pari.

Golf

Hodgson: Þurfum að fá nýjan framherja

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, viðurkennir að félagið þurfi sárlega að fá nýjan framherja til þess að styðja við bakið á Fernando Torres. Hodgson gerir sér þó grein fyrir því að hann gæti þurft að bíða fram á næsta sumar eftir nýjum framherja.

Enski boltinn

Hernandez ætlar að hefna sín á Tevez í kvöld

Leikurinn Man. Utd og Man. City í kvöld hefur mikla þýðingu fyrir Javier Hernandez, leikmann Man. Utd. Hernandez segist ekki enn hafa jafnað sig á tapi Mexíkó gegn Argentínu á HM og hann vill því hafa betur gegn Carlos Tevez í kvöld.

Enski boltinn

Sögulegur viðburður í síðasta Formúlu 1 móti ársins í Abu Dhabi

Það verður sögulegur viðburður í síðsta Formúlu 1 móti ársins í Abu Dhabi um næstu helgi. Þá eiga fjórir ökumenn möguleika á meistaratitli ökumanna í lokamóti keppnistímabilsins, en það er í fyrsta skipti sem slíkt hefur komið upp í 60 ára sögu íþróttarinnar. Fernando Alonso er efstur í stigamótinu, Mark Webber er annar, Sebastian Vettel þriðji og Lewis Hamilton fjórði.

Formúla 1

NBA: Sigur hjá Lakers en tap hjá Miami

LA Lakers er enn með fullt hús stiga í NBA-deildinni eftir sigur á Minnesota Timberwolves í nótt. Úlfarnir eru þar með búnir að tapa öllum átta leikjum sínum í vetur en það gerðist síðast leiktíðina 1997-98.

Körfubolti

Hermann kom inn á fyrir Kanu

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth voru nálægt því að vinna sigur á toppliði Queens Park Rangers í ensku b-deildinni í kvöld. Tommy Smith tryggði QPR jafntefli með því að skora úr vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins.

Enski boltinn

Stoke vann langþráðan sigur á Birmingham

Stoke City endaði fjögurra leikja taphrinu í ensku úrvalsdeildinni með 3-2 heimasigri á Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímanna á bekknum en Dean Whitehead skoraði sigurmark Stoke-liðsins fimm mínútum fyrir leikslok.

Enski boltinn