Sport

Pantaði Mourinho rauðu spjöldin hjá Ramos og Alonso?

Samsæriskenningarnar voru fljótar að fara í loftið í gær eftir að spænsku landsliðsmennirnir Xabi Alonso og Sergio Ramos létu báðir reka sig útaf fyrir að tefja leikinn í 4-0 sigri Real Madrid á Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Báðir voru á gulu spjaldi sem hefði kostað þá leikbann í 16 liða úrslitunum ef þeir hefði fengið spjald í lokaleiknum á móti Auxerre, leik sem skiptir Real engu máli.

Fótbolti

Persónulegt markmið Kobayashi að gera engin mistök 2011

Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber telur að hann hafi bætt sig á öllum sviðum hvað Formúlu 1 varðar í ár og segir að ein áhugaverðasta keppni hans hafi verið á heimavelli hans í Japan. Hann náði sjöunda sæti fyrir framan landa sína eftir góðan endasprett.

Formúla 1

Suarez í sjö leikja bann

Luis Suarez hefur verið dæmdur í sjö leikja bann af hollenska knattspyrnusambandinu fyrir að bíta andstæðing eins og frægt er orðið.

Fótbolti

Wenger brjálaður út í fimmta dómarann

Það sauð á Arsene Wenger, stjóra Arsenal, eftir tapið gegn Braga í Portúgal í kvöld. Wenger hefur áður kennt dómurum um töp en hann bauð upp á nýjan vinkil í kvöld er hann setti tapið á fimmta dómarann.

Fótbolti

Jafnt hjá Sverre og félögum

Sverre Andreas Jakobsson og félagar í Grosswallstadt gerðu jafntefli, 25-25, þegar Gummersbach kom í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Handbolti

Kári hafði betur gegn Guðlaugi

Kári Árnason var í liði Plymouth og Guðlaugur Victor Pálsson í liði Dagenham & Redbridge er liðin mættust í ensku C-deildinni í kvöld. Kári og félagar höfðu betur, 2-1. Báðir léku allan leikinn.

Enski boltinn

Rooney óttaðist slæmar móttökur frá áhorfendum

Wayne Rooney á verðugt verkefni fyrir höndum með því að endurheimta aðdáun fjölmargra stuðningsmanna Man. Utd á sér. Margir hverjir eiga erfitt með að fyrirgefa Rooney fyrir upphlaupið á dögunum er hann sagðist vera á förum frá félaginu.

Enski boltinn

Barrichello líst vel á 2011 bíl Williams

Rubens Barrichello verður áfram hjá Williams liðinu á næsta ári, en ekki er vitað um hver verður liðsfélagi hans sem ökumaður, en rætt hefur verið um að GP2 meistarinn Pastor MalDonado komi til greina hjá liðinu. MalDonado prófaði bíl liðsins í Abu Dhabi á dögunum.

Formúla 1

Ég kýldi Sir Alex

Fyrrverandi leikmaður Aberdeen, Skotinn Frank McDougall, hefur greint frá því í nýrri ævisögu að hann kýldi eitt sinn Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóra liðsins.

Enski boltinn