Íslenski boltinn

Yfirlýsing frá félagi deildadómara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Magnús Þórisson.
Magnús Þórisson.

Félag deildadómara á Íslandi hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi beiðni skoska knattspyrnusambandsins sem vildi fá íslenska dómara til þess að dæma í Skotlandi.

Eins og áður hefur komið fram þá ætla íslenskir dómarar ekki að verða við beiðninni og þeir útskýra þá ákvörðun sína í yfirlýsingunni.

Yfirlýsing frá félagi deildadómara á Íslandi varðandi beiðni skoska knattspyrnusambandinu um dómgæslu í Skotlandi næstu helgi.

Skoska knattspyrnusambandið hefur farið þess á leit við íslenska knattspyrnudómara að við dæmum í Skotlandi næstkomandi helgi.

Ástæða þessarar beiðnar er verkfall skoskra knattspyrnudómara.

Höfum við í félagi deildardómara ákveðið að virða ákvörðun skoskra dómara um verkfall og blanda okkur ekki í þau mál.

Vissulega væri það upphefð fyrir íslenska dómara að fá að dæma leiki í efstu deild í Skotlandi en við aðrar aðstæður en nú eru.

f.h. félags deildadómara.

Magnús Jón Björgvinsson

Sigurður Óli Þorleifsson

Magnús Þórisson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×