Sport

Messi er enginn leikari - þriggja mínútna sönnun

Það er erfitt að stöðva Barcelona-manninn Lionel Messi sem er af mörgum talinn vera besti fótboltamaður í heimi. Ólíkt flestum öðrum knattspyrnusnillingum þá lætur Messi leikaraskapinn næstum því alveg vera og það þrátt fyrir að verða fyrir stöðugum árásum frá grimmum varnarmönnum.

Fótbolti

Gylfi og félagar mæta Wolfsburg-bönunum í Energie Cottbus

Eftir leikir kvöldsins í þýska bikarnum í fótbolta var dregið í átta liða úrslitin sem fara fram í lok janúar. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Hoffenheim drógust á móti b-deildarliðinu Energie Cottbus sem vann 3-1 útisigur á Wolfsburg fyrr í kvöld.

Fótbolti

Jackson orðinn þreyttur á jóladagsleikjunum

Það er hefð fyrir því að bjóða upp á stórleiki í Bandaríkjunum á hátíðardögum. Stóru liðin í bandarísku íþróttalífi líða fyrir það og þá sérstaklega LA Lakers sem virðist alltaf eiga leik á jóladag.

Körfubolti

Átta mörk hjá Real Madrid í lokaleik ársins

Cristiano Ronaldo og Karim Benzema skoruðu báðir þrennu í kvöld þegar Real Madrid vann 8-0 stórsigur á Levante í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona gerði markalaust jafntefli við Atletico Bilbao í sömu keppni í gær.

Fótbolti

Feyenoord-menn foxillir út í Chelsea

Forsvarsmenn hollenska liðsins Feyenoord eru foxillir út í Chelsea eftir að enska úrvalsdeildarliðið krækti í fimmtán ára pilt, Nathan Ake. Feyenoord hefur gengið illa að halda sínum efnilegustu fótboltamönnum að undanförnu.

Enski boltinn

Hannover-Burgdorf vann Íslendingaslaginn

Hannover-Burgdorf vann 27-23 sigur á Rheinland í Íslendingaslag kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þetta var annar sigur lærisveina Arons Kristjánssonar í röð eftir að hafa leikið átta deildarleiki í röð (7 töp, 1 jafntefli) frá 3. október til 12. desember án þess að ná að vinna leik.

Handbolti

Algjört klúður í lokin hjá Kára og félögum

Kári Kristjánsson og félagar í HSG Wetzlar þurftu að sætta sig við tveggja marka tap á móti MT Melsungen, 24-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Melsungen tryggði sér sigurinn með því að skora þrjú síðustu mörkin og vinna síðustu tíu mínútur leiksins 6-2.

Handbolti

Ronaldinho búinn að semja við æskufélagið sitt Gremio

Brasilíumaðurinn Ronaldinho er á heimleið en hann hefur gert samning við æskufélagið sitt Gremio og er því væntanlega búinn að spila sinn síðasta leik með AC Milan. Paulo Odone, forseti Gremio, staðfesti það í kvöld að félagið væri búið að semja við Ronaldinho.

Fótbolti

Kiel í basli á móti Lübbecke en vann mikilvægan sigur

Þórir Ólafsson og félagar í Kiel í TuS N-Lübbecke stríddu Þýskalandsmeisturum Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar unnu að lokum nauman eins marks útisigur, 28-27. Frakkinn Jerome Fernandez skoraði sigurmarkið úr vítakasti.

Handbolti

Steve Kean klárar tímabilið með Blackburn

Steve Kean verður knattspyrnustjóri Blackburn Rovers út þessa leiktíð en hann tók við liðinu þegar Sam Allardyce var rekinn í síðustu viku. Kean átti fyrst bara að taka við liðinu tímabundið en nú hafa indversku eigendurnir ákveðið að gefa honum tækifæri til að stýra Blackburn til vorsins.

Enski boltinn

Gerrard og Agger verða báðir með á móti Blackpool

Steven Gerrard og Daniel Agger eru orðnir góðir af meiðslum sínum og ættu að geta spilað með Liverpool þegar liðið mætir Blackpool á öðrum degi jóla. Liverpool endurheimtir því tvo fastamenn fyrir leikjaálagið sem er framundan yfir hátíðirnar.

Enski boltinn

Heiðar gæti spilað með Mutu

Heiðar Helguson og félagar í enska B-deildarliðinu QPR hafa átt afar góðu gengi að fagna í vetur en liðið tapaði ekki fyrstu nítján leikjum sínum í deildinni.

Enski boltinn

Oechsler ekki með Dönum á HM

Danska landsliðið í handknattleik hefur orðið fyrir áfalli því nú er ljóst að Anders Oechsler mun ekki geta leikið með liðinu á HM í janúar vegna meiðsla.

Handbolti

Balotelli: Aðeins Messi er betri en ég

Þó svo Mario Balotelli hafi ekki beint verið að kveikja í enska boltanum með leik sínum er enginn skortur á sjálfstrausti leikmannsins. Hann ætlar sér að verða besti knattspyrnumaður heims og segir að aðeins Lionel Messi sé betri en hann í dag.

Enski boltinn

Alfreð í miklum vandræðum

Það eru erfiðir tímar hjá Alfreð Gíslasyni, þjálfara Kiel. Liðið er aðeins í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og meiðslalistinn virðist lengjast með hverri viku og hafa menn þar á bæ miklar áhyggjur af stöðu mála.

Handbolti

Petrov fékk 2 ára samning við Lotus Renault

Rússin Vitaly Petrov verður ökumaður Lotus Renault liðsins á á næsta ári, en liðið hét Renault síðustu keppnistímabil. Hann ekur því að nýju við hlið Robert Kubica. Petrov skrifaði undir 2 ára samning við Lotus Renault.

Formúla 1

Benitez sagt upp í tölvupósti

Það hefur ekki enn verið formlega staðfest að Rafa Benitez hafi verið rekinn sem þjálfari Inter en það virðist vera verst geymda leyndarmál fótboltaheimsins. Skilja menn ekki af hverju Inter sé ekki hreinlega búið að gefa það út formlega.

Fótbolti

Búið að velja sænska HM-hópinn

Landsliðsþjálfarar Svía, þeir Staffan „Faxi" Olsson og Ola Lindgren, hafa valið 18 manna æfingahóp fyrir HM í handbolta en munu taka 16 menn með sér á mótið.

Handbolti

Ótrúleg sigurganga hjá Connecticut - 89 sigurleikir í röð

Kvennalið Connecticut háskólans í körfubolta setti nýtt met í hópíþróttum á þriðjudaginn þegar liðið sigraði Florida State 93-63 í NCAA háskóladeildinni. „UConn Huskies“ eins og liðið er kallað vestanhafs hefur nú unnið 89 deildarleiki í röð og bætti met karlaliðs UCLA sem vann 88 leiki í röð á árunum 1971-1974.

Körfubolti