Handbolti

Búið að velja sænska HM-hópinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kim Andersson er í hópnum.
Kim Andersson er í hópnum.

Landsliðsþjálfarar Svía, þeir Staffan „Faxi" Olsson og Ola Lindgren, hafa valið 18 manna æfingahóp fyrir HM í handbolta en munu taka 16 menn með sér á mótið.

Kim Andersson er í sænska hópnum en hann er varla farin af stað á ný eftir að hafa verið frá í hálft ár vegna meiðsla. Gamla kempan Tomas Svensson var ekki valinn í markið þó svo hann hafi gefið kost á sér.

Svíar fá fínan undirbúning fyrir mótið en þeir mæta Þjóðverjum þann 3. janúar og Norðmönnum daginn eftir. Þeir fara svo á fjögurra liða mót í Danmörku þar sem þeir mæta heimamönnum, Túnisbúum og Brasilíu.

Sænski hópurinn:

Mattias Andersson, TV Grosswallstadt

Dan Beutler, SG Flensburg-Handewitt

Johan Sjöstrand, FC Barcelona

Mattias Gustafsson, TuS N-Lübbecke

Kim Andersson, THW Kiel

Jonas Källman, Ciudad Real

Magnus Jernemyr, FC Barcelona

Lukas Karlsson, KIF Kolding

Jan Lennartsson, AaB Håndbold

Niclas Ekberg, AG Köpenhamn

Dalibor Doder, GWD Minden

Robert Arrhenius, THW Kiel

Jonas Larholm, Aab Håndbold

Oscar Carlén, SG Flensburg-Handewitt

Tobias Karlsson, SG Flensburg-Handewitt

Fredrik Larsson, CAI Balonmano Aragon

Fredrik Petersen, Bjerringebro/Silkeborg

Kim Ekdahl Du Rietz, Lugi HF




Fleiri fréttir

Sjá meira


×