Handbolti

Hannover-Burgdorf vann Íslendingaslaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson þjálfar Hannover-Burgdorf.
Aron Kristjánsson þjálfar Hannover-Burgdorf. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Hannover-Burgdorf vann 27-23 sigur á Rheinland í Íslendingaslag kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þetta var annar sigur lærisveina Arons Kristjánssonar í röð eftir að hafa leikið átta deildarleiki í röð (7 töp, 1 jafntefli) frá 3. október til 12. desember án þess að ná að vinna leik.

Hannover-Burgdorf var 11-10 yfir í hálfleik eftir að Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði síðasta mark hálfleiksins. Liðið var síðan með frumkvæðið allan seinni hálfleikinn og gerði síðan út um leikinn með því að skorað fimm mörk gegn einu á níu mínútna kafla á lokasprettinu.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 3 mörk fyrir Hannover, Vignir Svavarsson var með 2 mörk og Hannes Jón Jónsson skoraði eitt mark. Lars Lehnhoff var langmarkahæstur hjá Hannover með 13 mörk. Sigurbergur Sveinsson skoraði 2 mörk fyrir Rheinland en Árni Þór Sigtryggsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×