Sport

Tottenham búið að selja Keane til Birmingham fyrir 6 milljón punda

Tottenham er búið að samþykkja sex milljón punda tilboð Birmingham í Robbie Keane en leikmaðurinn á þó enn eftir að semja um kaup og kjör og fyrr ganga kaupin ekki í gegn. Keane hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Harry Redknapp, stjóra Tottenham, og löngu ljóst að hann þyrfti að yfirgefa félagið ætlaði hann sér að fá eitthvað að spila.

Enski boltinn

Poyet: Enska deildin búin að vera slök á þessu tímabili

Úrúgvæmaðurinn Gus Poyet, fyrrum miðjumaður Chelsea og Tottenham, er ekki hrifinn af fótboltanum sem bestu liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa boðið upp á þessu tímabili. Það að United sé enn taplaust er því bara að hans mati dæmi um slaka frammistöðu mótherja þeirra í deildinni.

Enski boltinn

Sverre: Við eigum helling inni

„Ég er bara nokkuð sáttur við hvernig vörnin var í dag. Það eru ákveðin atriði sem við getum gert betur en svona heilt yfir var vörnin samt mjög góð," sagði varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson við Vísi eftir leikinn gegn Ungverja í dag.

Handbolti

Frábær sigur gegn Ungverjum, 32-26

Íslendingar lögðu Ungverja með sex marka mun á heimsmeistaramótinu í handknattleik, 32-26 í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Íslendingar leggja Evrópuþjóð í fyrsta leik á HM. Staðan var 14-11 í hálfleik. Aron Pálmarsson var markahæstur í liði Íslands með 8 mörk og Alexander Petersson skoraði 5. s

Handbolti

HM 2011: Ellefu leikir á dagskrá í dag

Það verður nóg um að vera á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag en alls eru 11 leikir á dagskrá. Ísland leikur gegn Ungverjum í B-riðli og hefst sá leikur kl. 16.00 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Einnig verður fylgst með gangi mála í textalýsingu á Boltavaktinni á visir.is.

Handbolti

Strákarnir byrjaðir að hita upp

Það er nú aðeins klukkutími þar til leikur Íslands og Ungverjalands hefst á HM. Þetta er fyrsti leikur þjóðanna í keppninni og fyrsti leikur dagsins í B-riðli.

Handbolti

Guðmundur: Hlakka til að byrja

Það hefur mikið mætt á Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara síðustu daga enda undirbúningur fyrir HM stuttur og margt sem þarf að gera á þessum stutta tíma.

Handbolti

Sturla: Hef trú á sigri

Sturla Ásgeirsson er einn þriggja sérfræðinga Vísis um HM í handbolta en Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik á mótinu, gegn Ungverjum.

Handbolti

Hreiðar: Kallinn er ógleymanlegur

Hreiðar Levý Guðmundsson markvörður kann vel við sig í Svíþjóð enda spilaði hann þar á sínum tíma við góðan orðstír áður en hann ákvað að færa sig yfir til Þýskalands.

Handbolti