Handbolti

Búist við um 3.000 manns á leik Íslands og Ungverjalands

Henry Birgir Gunnarsson í Norrköping skrifar
Hér verður spilað í dag. Mynd/Valli
Hér verður spilað í dag. Mynd/Valli

Leikur Íslands og Ungverjalands i dag fer fram í Himmelstalundshallen í Norrköping. Þetta er nokkuð gömul höll en hún var byggð árið 1977.

Höllin tekur 4.300 manns í sæti en það verður ekki fullt hús í dag. Búið var að selja 2.000 miða í gær en búist er við um 3.000 manns á leiki dagsins.

Höllin sjálf er mjög skemmtileg enda stúka allan hringinn og það brött. Þetta er því nokkur gryfja og á góð stemning að geta myndast í höllinni.

Það hefur ekki áður verið spilaður handbolti í þessu húsi enda er þetta íshokkývöllur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×