Sport

Megum ekki fara fram úr okkur

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfara­teymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best.

Handbolti

Ryan Giggs er til í eitt ár til viðbótar

Ryan Giggs er orðinn 37 ára gamall og búinn að vinna allt með Manchester United en hann er ekkert á því að fara að leggja skóna á hilluna. Giggs hefur nú gefið það út að hann hafi áhuga á því að spila eitt tímabil til viðbótar.

Enski boltinn

Langskotin og hraðaupphlaupin halda okkur uppi í sókninni

Íslenska handboltalandsliðið endaði í þriðja sæti yfir flest skoruð mörk í riðlakeppninni á HM í handbolta en aðeins Danir og Frakkar skoruðu fleiri mörk. Íslenska liðið skoraði 31,4 mörk að meðaltali í leik en liðið braut 30 marka múrinn í þremur leikjanna.

Handbolti

Íslenska vörnin fékk ekki á sig meira en 26 mörk

Íslenska handboltalandsliðið hefur unnið fimm fyrstu leiki sína á HM í handbolta í Svíþjóð og þar hefur frábær vörn og markvarsla haft mikið að segja. Íslenska liðið fékk á sig 23,8 mörk að meðaltali í leikjunum fimm en þó aldrei meira en 26 mörk í einum leik.

Handbolti

Ege: Alltaf erfitt að sætta sig við tap

„Það er alltaf erfitt að sætta sig við tap en í dag töpuðum við fyrir betra liði,“ sagði hinn þaulreyndi markvörður Noregs, Steinar Ege, eftir 29-22 sigur Íslendinga gegn Noregi í gær á HM í handbolta. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Ege í gær.

Handbolti

Sex bestu leikmenn deildarinnar að mati Sunnudagsmessunnar

Þrátt fyrir að heimsmeistaramótið í handbolta sé í gangi í Svíþjóð þá verður leikið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Sunnudagsmessunni var farið yfir sex bestu leikmenn deildarinnar og þar koma leikmenn frá Tottenham, Arsenal, Manchester United, Manchester City við sögu.

Enski boltinn

Bruce er ósáttur við Houllier

Steve Bruce knattspyrnustjóri Sunderland sendi Gerard Houllier knattspyrnustjóra Aston Villa kalda kveðju í enskum fjölmiðlum í gær eftir að Villa keypti framherjann Darren Bent frá liðinu. Bruce segir að Houllier beri enga virðingu fyrir starfsfélögum sínum þar sem hann hafi ekki haft samband við sig á meðan kaupin fóru fram.

Enski boltinn