Sport

Iker Romero: Við spiluðum fullkomlega í vörn og sókn

Iker Romero leikmaður Spánverja var gríðarlega ánægður eftir 32-24 sigur Spánverja á Íslendingum í dag. Spánverjar leiddu með tíu mörkum í hálfleik og þó svo að Íslendingar hafi náð að minnka muninn í síðari hálfleik var sigurinn aldrei í hættu.

Handbolti

Guðmundur: Það féllu mjög þung orð í hálfleik

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með íslensku leikmennina eftir átta marka tap á móti Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn.

Handbolti

Kvennalið Njarðvíkur með þrjá erlenda leikmenn á móti KR í kvöld

KR og Njarðvík leika í kvöld síðasta leikinn áður en Iceland Express deild kvenna í körfubolta verður skipt upp í A og B-deild. Það er þó þegar ljóst að KR verður í A-deild og Njarðvík í B-deild. Njarðvíkurliðið teflir fram nýjum leikmanni í leiknum í kvöld því pólski miðherjinn Julia Demirer, fyrrum leikmaður Hamars, er kominn til liðsins.

Körfubolti

Aron: Við spiluðum eins og aular í fyrri hálfleik

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk í tapleiknum á móti Spáni í milliriðli á HM í handbolta í dag. Íslenska liðið tapaði með átta marka mun eftir að hafa verið tíu mörkum undir í hálfleik. Aron var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn.

Handbolti

Ba kominn til West Ham

Demba Ba hefur loksins fengið lausn sinna mála en gengið hefur verið frá því að hann verði lánaður til West Ham til loka tímabilsins frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Hoffenheim.

Enski boltinn

Í beinni: Ísland - Spánn

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá leik Íslands og Spánar á HM í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Handbolti

Stuðningsmenn Íslands syngja um bál í augum og vöðvakraft

Það eru fjölmargir stuðningsmenn íslenska landsliðsins í Jönköping í Svíþjóð - og sumir þeirra eru hörkugóðir söngvarar. Stöð 2 sport fangaði stemninguna fyrir utan keppnishöllina í Jönköping en stuðningsmenn Íslands hafa vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á HM.

Handbolti

Alexander er að spila þjáður

Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar.

Handbolti

Arnór: Þetta er í okkar höndum

Arnór Atlason og félagar í íslenska landsliðinu eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir tap gegn Þjóðverjum og Arnór segir gott að hafa stöðuna enn í eigin höndum.

Handbolti

Snorri: Að duga eða drepast

Snorri Steinn Guðjónsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, eyddi ekki of miklum tíma í að velta sér upp úr tapinu gegn Þjóðverjum enda mikilvægur leikur fram undan.

Handbolti

O‘Shea: Berbatov hefur ótrúlega hæfileika

John O'Shea, varnarmaður Manchester United, telur að Búlgarinn Dimitar Berbatov gæti orðið lykilinn að liðið vinni ensku deildina í vor. Berbatov skoraði sína þriðju þrennu í vetur á laugardaginn gegn Birmingham og hefur skorað 17 mörk í deildinni í vetur.

Enski boltinn

Óskar Bjarni: Spánverjar eru með rosalegan línumann

„Spánverjarnir eru með rosalegan línumann sem þeir leita mikið að og þeir vinna mikið tveir og tveir með þessum línumanni. Það verður svakaleg barátta – kannski svipað og á móti Norðmönnum,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport.

Handbolti

Campbell ekki á förum frá Newcastle

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, ætlar að halda í Sol Campbell hjá félaginu. Orðrómur hefur verið uppi um að Campbell vilji fara frá félaginu en hann gekk til liðs við félagið sökum vináttu við Chris Hughton sem var rekinn sem stjóri liðsins í haust.

Enski boltinn