Danir og Svíar óttast að Frakkar muni tapa viljandi fyrir Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2011 13:15 Dalibor Doder í baráttunni í leik með sænska landsliðinu á HM. Nordic Photos / AFP Leikmönnum Danmerkur og Svíþjóðar finnst leikjaniðurröðun á HM í handbolta í meira lagi furðuleg ef marka má ummæli þeirra í fjölmiðlum ytra í dag. Danmörk og Svíþjóð hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum HM en þau leika bæði í milliriðli 2. Þau mætast í lokaumferð milliriðlakeppninnar klukkan 19.15 annað kvöld. Það verður hreinn úrslitaleikur um efsta sæti milliriðilins en Dönum mun duga jafntefli til að tryggja sér það sæti. Hálftíma síðar hefst viðureign Íslands og Frakklands í milliriðli 1. Bæði Danmörk og Svíþjóð vilja sleppa við að mæta Frökkum í undanúrslitum. En sænsku og dönsku leikmennirnir óttast að Frakkar muni velja sér andstæðing í undanúrslitunum og haga úrslitum í leiknum gegn Íslandi eftir því. Fyrirkomulagið er þannig að efsta liðið í milliriðli 1 mætir liðinu sem verður í öðru sæti í milliriðli 2 og öfugt. „Þetta er heimskulegt og afar skrýtið," sagði sænska varnartröllið Magnus Jernemyr. „Ég skil ekki af hverju þetta þarf að vera svona. Leikirnir ættu að fara fram á sama tíma." „Þetta vissi ég ekki um. Þetta þýðir í raun að leikurinn gegn Svíum skiptir engu máli," sagði Daninn Mads Christiansen við Aftonbladet. „Við viljum ekki mæta Frökkum í undanúrslitum." Svíinn Dalibor Doder tók í sama streng. „Við getum unnið hvaða lið sem er en viljum helst sleppa við Frakka í undanúrslitum." Arne Elovsson er í forsvari fyrir HM í Svíþjóð en segist lítið geta gert í þessu. „Alþjóða handknattleikssambandið (IHF) ákveður leiktímana og fer eftir óskum sjónvarpsfyrirtækjanna. Við höfum nánast engin áhrif á þetta." „Ég á þó erfitt að trúa því að nokkurt lið muni viljandi tapa leik." Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Leikmönnum Danmerkur og Svíþjóðar finnst leikjaniðurröðun á HM í handbolta í meira lagi furðuleg ef marka má ummæli þeirra í fjölmiðlum ytra í dag. Danmörk og Svíþjóð hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum HM en þau leika bæði í milliriðli 2. Þau mætast í lokaumferð milliriðlakeppninnar klukkan 19.15 annað kvöld. Það verður hreinn úrslitaleikur um efsta sæti milliriðilins en Dönum mun duga jafntefli til að tryggja sér það sæti. Hálftíma síðar hefst viðureign Íslands og Frakklands í milliriðli 1. Bæði Danmörk og Svíþjóð vilja sleppa við að mæta Frökkum í undanúrslitum. En sænsku og dönsku leikmennirnir óttast að Frakkar muni velja sér andstæðing í undanúrslitunum og haga úrslitum í leiknum gegn Íslandi eftir því. Fyrirkomulagið er þannig að efsta liðið í milliriðli 1 mætir liðinu sem verður í öðru sæti í milliriðli 2 og öfugt. „Þetta er heimskulegt og afar skrýtið," sagði sænska varnartröllið Magnus Jernemyr. „Ég skil ekki af hverju þetta þarf að vera svona. Leikirnir ættu að fara fram á sama tíma." „Þetta vissi ég ekki um. Þetta þýðir í raun að leikurinn gegn Svíum skiptir engu máli," sagði Daninn Mads Christiansen við Aftonbladet. „Við viljum ekki mæta Frökkum í undanúrslitum." Svíinn Dalibor Doder tók í sama streng. „Við getum unnið hvaða lið sem er en viljum helst sleppa við Frakka í undanúrslitum." Arne Elovsson er í forsvari fyrir HM í Svíþjóð en segist lítið geta gert í þessu. „Alþjóða handknattleikssambandið (IHF) ákveður leiktímana og fer eftir óskum sjónvarpsfyrirtækjanna. Við höfum nánast engin áhrif á þetta." „Ég á þó erfitt að trúa því að nokkurt lið muni viljandi tapa leik."
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira