Handbolti

Alexander: Verðum að gefa allt sem við eigum

Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar
Mynd/Valli
Mynd/Valli

Alexander Petersson hefur algjörlega farið á kostum á HM og hann er klár í bátana fyrir leikinn gegn Spánverjum í dag.

"Ég er búinn að jafna mig eftir Þjóðverjaleikinn og er hressari. Það var fínt að komast á æfingu eftir Þjóðverjaleikinn og taka léttan fótbolta og svona," sagði Alexander sem sagðist hafa átt merkilega auðvelt með að sofna eftir Þjóðverjaleikinn.

"Nú er það Spánverjarnir. Hitt er búið og gleymt. Þeir eru erfiðir en við getum vel unnið þá. Við verðum að mæta og gefa allt sem við eigum. Þá er allt mögulegt," sagði baráttujaxlinn Alexander Petersson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×