Handbolti

Stuðningsmenn Íslands syngja um bál í augum og vöðvakraft

Það eru fjölmargir stuðningsmenn íslenska landsliðsins í Jönköping í Svíþjóð - og sumir þeirra eru hörkugóðir söngvarar. Stöð 2 sport fangaði stemninguna fyrir utan keppnishöllina í Jönköping en stuðningsmenn Íslands hafa vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á HM.

Hópur ungra manna sendi landsliðinu sterka strauma með kraftmiklu lagi þar sem ort er um bál í augum og vöðvakraft og þeir fullyrða að Ísland verði heimsmeistari.

Ísland leikur gegn Spánverjum í dag og hefst leikurinn kl. 14.50 og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Boltavaktin á visir.is verður með beina textalýsingu. Upphitun hefst fyrir leikinn á Stöð 2 sport kl. 14 og eftir leik verður farið yfir stöðuna í HM þættinum Þorsteinn J. & gestir.

Þrír leikir verða sýndir á Stöð 2 sport í dag:

14.50 - Ísland - Spánn

17.30 Ungverjaland - Þýskaland (sýnt með seinkunn)

19.20 Noregur - Frakkland






Fleiri fréttir

Sjá meira


×