Handbolti

Í beinni: Ísland - Spánn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Strákarnir í upphituninni fyrir leik.
Strákarnir í upphituninni fyrir leik. Mynd/Valli

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá leik Íslands og Spánar á HM í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Smelltu hér til að opna Boltavaktina: Ísland - Spánn.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en þau eru nú, ásamt Frökkum, að berjast um að komast í undanúrslit keppninnar.

Ísland tapaði fyrir Þýskalandi um helgina og er því enn með fjögur stig. Spánn og Frakkland unnu bæði sína leiki og eru nú með fimm stig. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í undanúrslit.

Ætli Ísland sér að komast í undanúrslit þurfa strákarnir okkar helst að fá þrjú stig úr leikjunum tveimur sem þeir eiga eftir - gegn Spáni í dag og Frakklandi á morgun.

Aðeins þannig eru örlög Íslendinga enn í eigin höndum. Eins og fjallað er um í greininni hér fyrir neðan duga tvö stig úr þessum tveimur leikjum aðeins ef úrslit í öðrum leikjum verða íslenska liðinu hagstæð.

Spánverjar eru þó vel meðvitaðir um að tap í dag þýðir að þeir þurfa að stóla á hagstæð úrslit úr leik Íslands og Frakklands á morgun. Það vilja þeir sjálfsagt ekki. Það er því allt undir fyrir bæði lið í þessum leik.

Úrslit, staða og næstu leikir.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×