Sport

Ungverjaland vann fleiri leiki en Ísland

Það skiptir miklu máli á HM í handbolta að vinna réttu leikina. Það sýndi sig hjá íslenska landsliðinu þar sem að liðið tapaði fleiri leikjum en Ungverjaland en varð samt sæti ofar í sjálfri keppninni.

Handbolti

Snorri: Mótið er vonbrigði

Snorri Steinn Guðjónsson var mjög svekktur eftir leikinn í kvöld en sagði samt að liðið ætlaði sér að koma til baka eftir þetta mót.

Handbolti

Vignir: Getum gert miklu betur

Línumaðurinn Vignir Svavarsson kom sterkur inn í íslenska liðið eftir að Ingimundur Ingimundarson meiddist. Hann stóð vel fyrir sínu í kvöld en það dugði ekki til.

Handbolti

Léttur sigur hjá Helga Má og félögum - tap hjá Loga

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket unnu 36 stiga sigur á ecoÖrebro á heimavelli í sænska körfuboltanum í kvöld en Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings þurftu hinsvegar að sætta sig við stiga fimm tap eftir mjög slakan þriðja leikhluta.

Körfubolti

Frakkar komnir í úrslitaleikinn á HM - unnu Svía 29-26

Frakkar eru komnir skrefi nær því að verja heimsmeistaratitilinn sinn eftir þriggja marka sigur á Svíum, 29-26, í fyrri undanúrslitaleiknum á HM í handbolta í Svíþjóð. Frakkar voru með öruggt forskot allan leikinn en Svíar náðu reyndar að minnka muninn í tvö mörk á lokamínútunum.

Handbolti

Í beinni: Ísland - Króatía

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá leik Íslands og Króatíu um fimmta sætið á HM í handbolta sem fer fram í Svíþjóð.

Handbolti

Sturla: Við þurfum að ná fram þessum vopnum okkar

Sturla Ásgeirsson er einn þriggja sérfræðinga Vísis um HM í handbolta en Ísland mætir Króötum í kvöld í síðasta leik sínum í keppnini en fimmta sætið á HM er í boði. Sturla þekkir vel til í íslenska liðinu enda var hann bæði í silfurliðinu á Ólympíuleikunum í Peking og í bronsliðinu á EM í Austurríki í fyrra. Hann er ekki alltof bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld.

Handbolti

Króatarnir á djamminu spila ekki í kvöld

Blaðamaður Vísis sýndi króatískum kollegum sínum myndina af króatísku landsliðsmönnunum sem voru að fá sér í tána í gær og spurði hvort króatíska pressan væri meðvituð um djammferð leikmannanna.

Handbolti