Ísland tapaði fyrir Króatíu og endaði í sjötta sæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2011 21:06 Sverre Jakobsson í baráttu við Ivano Balic. Mynd/Valli Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð er strákarnir okkar lutu í lægra haldi fyrir Króatíu, 34-33, í leik um fimmta sæti keppninnar. Frábær leikkafli undir lok fyrri hálfleiks sá til þess að Ísland var með tveggja marka forystu í hálfleik, 16-14. En leikur liðsins hrundi algerlega um miðbik síðari hálfleiks. Strákarnir náðu með mikilli baráttu að hleypa spennu í leikinn á lokamínútunni en á endanum dugði það ekki til. Strákarnir byrjuðu á ljómandi fínum nótum í leiknum og komust í 2-1 með tveimur mörkum úr horninu - eitthvað sem hefur vantað í leik Íslands á mótinu. Björgvin var líka að verja ágætlega í markinu og gerði það fyrstu átta mínúturnar eða svo. En þá fóru Króatar að taka völdin í leiknum og Ivan Pesic fór í gang í marki Króatanna. Skytturnar Denis Buntic og Drago Vukovic voru liðinu erfiðir auk þess sem að Domagjo Duvnjak, stórskytta úr liði Hamborgar í Þýskalandi, var að hitna. Eftir stundarfjórðung tók Guðmundur Guðmundsson leikhlé og hreinlega skammaði strákana - það virtist einfaldlega vanta allan baráttuvilja og þrek í þá. Það virkaði. Síðari stundarfjórðungurinn í þessum hálfleik var líklega einn sá allra besti í þessu móti - ásamt seinni hálfleiknum gegn Noregi. Strákarnir léku við hvern sinn fingur og skoruðu tíu af síðustu fjórtán mörkum hálfleiksins - þar af átta af síðustu níu, og komust tveimur mörkum yfir áður en flautað var til hálfleiks. Á þessum kafla var Ólafur Stefánsson mjög öflugur og Snorri Steinn Guðjónsson sýndi einnig fína takta. Og það er bara einu sinni þannig - þegar þessir tveir eru í lagi þá er bara heilmikið í lagi hjá íslenska liðinu. Króatar náðu að koma sér aftur inn í leikinn á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiksins. Hreiðar Levý Guðmundsson var kominn í íslenska markið og sýndi glimrandi takta. Strákarnir voru alls ekki að spila illa og náðu að halda í fullu tré við Króatana sem voru að gefa allt sitt í leikinn á þessum tímapunkti. En þá hrundi leikur íslenska liðsins. Algjörlega og á öllum sviðum. Markvarsla, vörn og sóknarleikur. Það gekk einfaldlega ekkert upp. Króatía breytti stöðunni úr 25-25 í 33-27 og um átta mínútur eftir. Domagoj Duvnjak var sjóðandi heitur og raðaði inn mörkunum, ásamt þeim Buntic og Vukovic. Þessar skyttur skoruðu nánast af vild. Vörnin gekk ekki út í þær og markvörðurinn kom engum vörnum við - hvorki Hreiðar né Björgvin. Markvörðurinn Pesic átti einnig stórleik og að lokum var það í raun hann sem kláraði leikinn fyrir Króata. Sá til þess að munurinn væri einfaldlega svo mikill að strákarnir myndu ekki ná þeim. Það var tæpt því á þessum síðustu mínútum leiksins náðu strákarnir að minnka muninn í eitt mark með hetjulegri baráttu. Strákarnir fengu boltann þegar sjö sekúndur voru eftir en það var ekki nóg. Sóknin rann út í sandinn og niðurstaðan - einkar svekkjandi eins marks tap. Margir áttu mjög góðan leik í dag þegar best lét. Guðjón Valur sérstaklega en hann fékk loksins almennilega þjónustu í vinstra hornið og blómstraði hann eftir því. Alexander stóð fyrir sínu eins og alltaf og þeir Óli og Snorri náðu mjög vel saman í íslenska sóknarleiknum. Róbert barðist vel á línunni þegar hann fékk boltann. Varnarleikurinn var mjög misjafn og slæmur þegar að illa gekk. Vignir Svavarsson átti fína spretti en gerði sín mistök, eins og aðrir í vörninni. Björgvin og Hreiðar sýndu báðir lipra takta en duttu líka niður á of löngum köflum. Ísland varð á sjötta sæti á HM og dylst engum að það er frábær árangur. Sæti í undankeppni Ólympíuleikanna tryggt og margar stórþjóðir í sætunum fyrir neðan okkur. En það er afar erfitt að þurfa að kyngja því að tapa síðustu fjórum leikjunum á mótinu. Strákarnir spiluðu frábærlega í riðlakeppninni en eitthvað gerðist eftir það. Strákarnir sýndu í kvöld að þegar þeir ná sér á strik á nánast ekkert lið séns í þá. Króatar eru með margverðlaunað landslið en þeir litu út eins og áhugamenn þegar að Ísland fór á kostum undir lok fyrri hálfleiksins. Strákarnir sýndu hvað þeir geta - en liðið skorti stöðugleikann og því fór sem fór. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Ísland - Króatía. Ísland - Króatía 33-34 (16-14) Mörk Íslands (Skot): Guðjón Valur Sigurðsson 10 (16), Snorri Steinn Guðjónsson 7/3 (9/3), Alexander Petersson 6 (12), Ólafur Stefánsson 5/3 (9/3), Arnór Atlason 2 (4), Vignir Svavarsson 1 (1), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1), Róbert Gunnarsson 1 (1), Aron Pálmarsson 0 (5). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 7 (26/1, 27%), Hreiðar Levy Guðmundsson 7 (22/1, 32%).Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Guðjón Valur 6, Alexander 3, Ólafur 2, Vignir, Ásgeir Örn, Arnór)Fiskuð víti: 6 (Vignir, Aron, Snorri Steinn, Ólafur, Alexander, Róbert)Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Króatía (Skot): Denis Buntic 9 (14), Vedran Zrnic 7/2 (8/2), Drago Vukovic 7 (13), Domagoj Duvnjak 6 (7), Igor Vori 2 (4), Marino Maric 1 (1), Marko Kopljar 1 (1), Manuel Strlek 1 (1).Varin skot: Ivan Pesic 18 (49/4, 37%), Mirko Alilovic 0 (2/2).Hraðaupphlaupsmörk: 11 (Duvnjak 3, Zrnic 3, Maric, Kopljar, Vori, Vukovic, Buntic)Fiskuð víti: 2 (Ivano Balic, Vedran Zrnic)Brottvísanir: 10 mínútur Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð er strákarnir okkar lutu í lægra haldi fyrir Króatíu, 34-33, í leik um fimmta sæti keppninnar. Frábær leikkafli undir lok fyrri hálfleiks sá til þess að Ísland var með tveggja marka forystu í hálfleik, 16-14. En leikur liðsins hrundi algerlega um miðbik síðari hálfleiks. Strákarnir náðu með mikilli baráttu að hleypa spennu í leikinn á lokamínútunni en á endanum dugði það ekki til. Strákarnir byrjuðu á ljómandi fínum nótum í leiknum og komust í 2-1 með tveimur mörkum úr horninu - eitthvað sem hefur vantað í leik Íslands á mótinu. Björgvin var líka að verja ágætlega í markinu og gerði það fyrstu átta mínúturnar eða svo. En þá fóru Króatar að taka völdin í leiknum og Ivan Pesic fór í gang í marki Króatanna. Skytturnar Denis Buntic og Drago Vukovic voru liðinu erfiðir auk þess sem að Domagjo Duvnjak, stórskytta úr liði Hamborgar í Þýskalandi, var að hitna. Eftir stundarfjórðung tók Guðmundur Guðmundsson leikhlé og hreinlega skammaði strákana - það virtist einfaldlega vanta allan baráttuvilja og þrek í þá. Það virkaði. Síðari stundarfjórðungurinn í þessum hálfleik var líklega einn sá allra besti í þessu móti - ásamt seinni hálfleiknum gegn Noregi. Strákarnir léku við hvern sinn fingur og skoruðu tíu af síðustu fjórtán mörkum hálfleiksins - þar af átta af síðustu níu, og komust tveimur mörkum yfir áður en flautað var til hálfleiks. Á þessum kafla var Ólafur Stefánsson mjög öflugur og Snorri Steinn Guðjónsson sýndi einnig fína takta. Og það er bara einu sinni þannig - þegar þessir tveir eru í lagi þá er bara heilmikið í lagi hjá íslenska liðinu. Króatar náðu að koma sér aftur inn í leikinn á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiksins. Hreiðar Levý Guðmundsson var kominn í íslenska markið og sýndi glimrandi takta. Strákarnir voru alls ekki að spila illa og náðu að halda í fullu tré við Króatana sem voru að gefa allt sitt í leikinn á þessum tímapunkti. En þá hrundi leikur íslenska liðsins. Algjörlega og á öllum sviðum. Markvarsla, vörn og sóknarleikur. Það gekk einfaldlega ekkert upp. Króatía breytti stöðunni úr 25-25 í 33-27 og um átta mínútur eftir. Domagoj Duvnjak var sjóðandi heitur og raðaði inn mörkunum, ásamt þeim Buntic og Vukovic. Þessar skyttur skoruðu nánast af vild. Vörnin gekk ekki út í þær og markvörðurinn kom engum vörnum við - hvorki Hreiðar né Björgvin. Markvörðurinn Pesic átti einnig stórleik og að lokum var það í raun hann sem kláraði leikinn fyrir Króata. Sá til þess að munurinn væri einfaldlega svo mikill að strákarnir myndu ekki ná þeim. Það var tæpt því á þessum síðustu mínútum leiksins náðu strákarnir að minnka muninn í eitt mark með hetjulegri baráttu. Strákarnir fengu boltann þegar sjö sekúndur voru eftir en það var ekki nóg. Sóknin rann út í sandinn og niðurstaðan - einkar svekkjandi eins marks tap. Margir áttu mjög góðan leik í dag þegar best lét. Guðjón Valur sérstaklega en hann fékk loksins almennilega þjónustu í vinstra hornið og blómstraði hann eftir því. Alexander stóð fyrir sínu eins og alltaf og þeir Óli og Snorri náðu mjög vel saman í íslenska sóknarleiknum. Róbert barðist vel á línunni þegar hann fékk boltann. Varnarleikurinn var mjög misjafn og slæmur þegar að illa gekk. Vignir Svavarsson átti fína spretti en gerði sín mistök, eins og aðrir í vörninni. Björgvin og Hreiðar sýndu báðir lipra takta en duttu líka niður á of löngum köflum. Ísland varð á sjötta sæti á HM og dylst engum að það er frábær árangur. Sæti í undankeppni Ólympíuleikanna tryggt og margar stórþjóðir í sætunum fyrir neðan okkur. En það er afar erfitt að þurfa að kyngja því að tapa síðustu fjórum leikjunum á mótinu. Strákarnir spiluðu frábærlega í riðlakeppninni en eitthvað gerðist eftir það. Strákarnir sýndu í kvöld að þegar þeir ná sér á strik á nánast ekkert lið séns í þá. Króatar eru með margverðlaunað landslið en þeir litu út eins og áhugamenn þegar að Ísland fór á kostum undir lok fyrri hálfleiksins. Strákarnir sýndu hvað þeir geta - en liðið skorti stöðugleikann og því fór sem fór. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Ísland - Króatía. Ísland - Króatía 33-34 (16-14) Mörk Íslands (Skot): Guðjón Valur Sigurðsson 10 (16), Snorri Steinn Guðjónsson 7/3 (9/3), Alexander Petersson 6 (12), Ólafur Stefánsson 5/3 (9/3), Arnór Atlason 2 (4), Vignir Svavarsson 1 (1), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1), Róbert Gunnarsson 1 (1), Aron Pálmarsson 0 (5). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 7 (26/1, 27%), Hreiðar Levy Guðmundsson 7 (22/1, 32%).Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Guðjón Valur 6, Alexander 3, Ólafur 2, Vignir, Ásgeir Örn, Arnór)Fiskuð víti: 6 (Vignir, Aron, Snorri Steinn, Ólafur, Alexander, Róbert)Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Króatía (Skot): Denis Buntic 9 (14), Vedran Zrnic 7/2 (8/2), Drago Vukovic 7 (13), Domagoj Duvnjak 6 (7), Igor Vori 2 (4), Marino Maric 1 (1), Marko Kopljar 1 (1), Manuel Strlek 1 (1).Varin skot: Ivan Pesic 18 (49/4, 37%), Mirko Alilovic 0 (2/2).Hraðaupphlaupsmörk: 11 (Duvnjak 3, Zrnic 3, Maric, Kopljar, Vori, Vukovic, Buntic)Fiskuð víti: 2 (Ivano Balic, Vedran Zrnic)Brottvísanir: 10 mínútur
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira