Handbolti

Króatarnir á djamminu spila ekki í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö Arena skrifar
Króatarnir á djamminu í nótt. Símamynd/BBH
Króatarnir á djamminu í nótt. Símamynd/BBH

Blaðamaður Vísis sýndi króatískum kollegum sínum myndina af króatísku landsliðsmönnunum sem voru að fá sér í tána í gær og spurði hvort króatíska pressan væri meðvituð um djammferð leikmannanna.

Blaðamennirnir brostu breitt er þeir sáu myndina og trúðu varla er þeim var tjáð að myndin hefði verið tekin í nótt.

Þeir staðfestu að þarna væru á ferðinni markvörðurinn Marin Sego og línumaðurinn Zeljko Musa.

Þessir tveir leikmenn máttu augljóslega fá sér í tána því þeir eru ekki að spila með liðinu lengur og lá það fyrir er þeir skelltu sér á krána.

Allt tal um agaleysi í herbúðum Króata virðist því vera úr lausu lofti gripið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×