Sport Breyttir tímar hjá Cleveland sem tapaði sínum 21. leik í röð LeBron James mætti gamla liði sínu Cleveland Cavaliers í gær í NBA deildinni á heimavelli Miami Heat. James skoraði 24 stig í 117-90 sigri liðsins en Dwayne Wade var stigahæstur með 34 stig. Cleveland tapaði sínum 21. leik í röð en liðið hefur aðeins unnið 8 leiki og tapað 39. Körfubolti 1.2.2011 08:57 Hundrað hraðaupphlaupsmörk á HM Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað 108 hraðaupphlaupsmörk í fimm heimsmeistarakeppnum. Hann skoraði 29 slík á HM í Svíþjóð þrátt fyrir að vera nýstiginn upp úr meiðslum. Guðjón Valur varð líka fyrstur íslenskra handboltamanna til þess að skora níu mörk eða meira í sex leikjum á HM. Handbolti 1.2.2011 08:00 Milljarðaviðskipti á Merseyside í gær Það snerist allt í kringum Liverpool á lokadegi félagaskiptagluggans enska boltans í gær og á endanum setti félagið tvö milljarðamet. Fyrst með því að kaupa Andy Carroll frá Newcastle fyrir hæstu upphæð sem borguð hefur verið fyrir enskan leikmann og svo með því að selja Fernando Torres til Chelsea fyrir hæstu upphæð sem enskt félag hefur greitt fyrir leikmann. Enski boltinn 1.2.2011 06:00 Torres: Stærsta skrefið sem ég hef tekið á mínum fótboltaferli Fernando Torres er búinn að skrifa undir fimm og hálfs árs samning við Chelsea eða til júní 2016. Chelsea keypti hann frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í kvöld. Enski boltinn 31.1.2011 23:46 Durant segir að Bosh sé ekki alvöru „nagli“ Kevin Durant stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar er ekki þekktur fyrir að missa stjórn á skapi sínu en hann lenti í orðaskaki við Chris Bosh miðherja Miami Heat í gær þegar liðin áttust við. Durant og Bosh fengu báðir tæknivillu í kjölfarið en Durant skaut föstum skotum á Bosh í viðtölum eftir leikinn – sem telst vera fréttaefni því Durant hefur aldrei sagt slíkt áður. Körfubolti 31.1.2011 23:30 Carroll gerði fimm og hálfs árs samning eins og Suarez Andy Carroll er búinn að ganga frá fimm og hálfs árs samning við Liverpool og verður því samningsbundinn til ársins 2016. Þetta er jafnlangur samningur og Luis Suarez skrifaði undir hjá félaginu fyrr í dag. Enski boltinn 31.1.2011 23:05 Barcelona seldi 19 ára framherja til Blackburn Barcelona seldi í kvöld varaliðsframherjan Rubén Rochina til enska félagsins Blackburn fyrir um 450 þúsund evrur eða tæpar 72 milljónir íslenskra króna. Það var annars ekki mikið að gerast á félagsskiptamarkaðnum á Spáni í dag. Enski boltinn 31.1.2011 23:00 SkySports: Eiður Smári lánaður til Fulham Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið lánaður til Fulham frá Stoke samkvæmt heimildum SkySports. Eiður Smári fór í læknisskoðun í kvöld og í framhaldinu var síðan fengið frá lánsamningnum. BBC hefur síðan staðfest þessar fréttir. Enski boltinn 31.1.2011 22:36 Everton vildi ekki selja Phil Neville til Tottenham Tottenham reyndi að kaupa Phil Neville, fyrirliða Everton, í kvöld en varð ekki ágengt. Harry Redknapp bauð um 1,5 milljónir punda í þenaan 34 ára miðjumann. Enski boltinn 31.1.2011 22:30 Bolton fær Daniel Sturridge á láni frá Chelsea Chelsea hefur lánað Daniel Sturridge til Bolton til loka tímabilsins og mun Sturridge vera í hópnum hjá Bolton í leiknum á móti Wolverhampton Wanderers á miðvikudagskvöldið. Enski boltinn 31.1.2011 22:15 Liverpool ekki tilbúið að borga 14 milljónir punda fyrir Adam Það verður líklega ekkert af því að Charlie Adam, fyrirliði Blackpool, fari til Liverpool eins og stefndi í fyrr í kvöld. Blackpool hafnaði tveimur tilboðum Liverpool í Adam og hann verður áfram á Bloomfield Road. Enski boltinn 31.1.2011 21:45 Kovalainen og Trulli aka með Team Lotus Team Lotus liðið sem er í dómsmáli og slag við Lotus Renault GP liðið um notkun á Lotus nafninu kynnti bíl sinn í dag. Ökumenn liðsins eru Heikki Kovalainen og Jarno Trulli. Formúla 1 31.1.2011 21:18 Luis Suarez orðinn leikmaður Liverpool og fær sjöuna Liverpool hefur endanlega gengið frá kaupunum á Luis Suarez frá hollenska félaginu Ajax. Liverpool mun borga 22,7 milljónir punda fyrir Suarez eða um fimm milljarða íslenskra króna. Enski boltinn 31.1.2011 21:00 Guardian: Eiður Smári á leið í læknisskoðun hjá Fulham Það skipast fljótt veður í lofti á félagsskiptamarkaðnum í Englandi en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 Sport og Sunnudagsmessunnar fyrr í kvöld leit út fyrir að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram hjá Stoke. Nýjustu fréttirnar í enskum fjölmiðlum eru hinsvegar þær að Eiður sé í raun á leiðinni til Fulham og það á láni til loka tímabilsins. Enski boltinn 31.1.2011 20:18 Sundsvall Dragons vann toppslaginn á móti LF Basket Sundsvall Dragons, lið þeirra Hlyns Bæringssonar og Jakobs Arnar Sigurðarsonar, vann mikilvægan 94-81 útisigur á LF Basket í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Körfubolti 31.1.2011 20:07 Liverpool staðfestir sölu á Torres til Chelsea Liverpool hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Chelsea um kaup Chelsea á spænska landsliðsframherjanum Fernando Torres. Torres er kominn til London og hefur fengið leyfi til þess að fara í samningaviðræður við Chelsea. Enski boltinn 31.1.2011 19:43 Robert Kubica vill keppa við Ferrari, McLaren og Red Bull Robert Kubica hjá Lotus Renault GP liðinu er spenntur fyrir næsta tímabili eftir vetrarfrí og afhjúpaði nýja keppnisbíl liðsins í dag á Spáni. Félagi hans Vitaly Petrov fer fyrsta sprettinn á Lotus Renault bílnum í Valencia brautinni á morgun. Formúla 1 31.1.2011 19:41 Newcastle að leita að eftirmanni Andy Carroll Newcastle seldi í dag stjörnuframherjann sinn Andy Carroll til Liverpool og eru forráðamenn félagsins víst á fullu þessa stundina að finna nýjan sóknarmann til að fylla skarð Carroll. Enski boltinn 31.1.2011 19:30 Chelsea náði á endanum að kaupa David Luiz frá Benfica Portúgalskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Benfica sé búið að selja David Luiz til Chelsea fyrir 21 milljón punda. Luiz er á leiðinni til London til þess að ganga frá nýjum samningi. Enski boltinn 31.1.2011 19:15 Liverpool reyndi líka að kaupa Micah Richards Það hefur verið nóg að gera hjá forráðamönnum Liverpool í dag. Þeir hafa þegar keypt Andy Carroll frá Newcastle fyrir metfé og eru langt komnir með að selja Fernando Torres fyrir metfé til Chelsea. Enski boltinn 31.1.2011 19:00 Eiður Smári verður áfram hjá Stoke Eiður Smári Guðjohnsen mun verða áfram í herbúðum Stoke City út þetta tímabil en ekkert er að gerast í hans málum og félagsskiptaglugginn lokar eftir aðeins fjóra klukkutíma. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enski boltinn 31.1.2011 18:45 Carroll bað sjálfur um vera seldur til Liverpool Andy Carroll bað um að vera seldur til Liverpool í dag og eftir að Newcastle sættist á það að selja stjörnuframherjann sinn þá fór félagið í viðræður við Liverpool um kaup á leikmanninum. Enski boltinn 31.1.2011 18:30 Spænska pressan: Búið spil hjá Real Madrid Real Madrid á ekki lengur möguleika á því að verða spænskur meistari samkvæmt spænskum fjölmiðlum eftir að liðið tapaði óvænt á móti fallbaráttuliði Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Barcelona er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð og er komið með sjö stiga forskot á toppnum. Fótbolti 31.1.2011 18:15 Hreyfingar hjá Stoke - Tuncay Sanli til Wolfsburg Tyrkneski landsliðsmaðurinn Tuncay Sanli samdi í dag við þýska félagið Wolfsburg en hann hefur alls ekki náð sér á strik hjá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City. Það er því einhver að vinna á skrifstofunni hjá Stoke þessa stundina en engar fregnir hafa borist af væntanlegum félagaskiptum Eiðs Smára Guðjohnsen sem er sagður á förum frá Stoke. Enski boltinn 31.1.2011 17:45 Arjen Robben kýldi liðsfélaga sinn Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben var allt annað en ánægður með liðsfélaga sinn Thomas Müller þrátt fyrir 3-1 sigur Bayern München gegn Werder Bremen um helgina í efstu deild þýsku knattspyrnunnar. Fótbolti 31.1.2011 17:00 Bandaríski landsliðsþjálfarasonurinn á leið til Aston Villa Aston Villa mun fá bandaríska miðjumanninn Michael Bradley á láni frá þýska liðinu Borussia Moenchengladbach til enda þessa tímabils en Bradley er mættur á Villa Park til þess að ganga frá sínum málum. Enski boltinn 31.1.2011 16:30 Framkvæmdum hætt við Tiger Woods golfvöll í Dubai Golfvöllur sem Tiger Woods hafði lagt nafn sitt við í Dubai verður ekki að veruleika en framkvæmdum hefur verið hætt í bili að minnsta kosti. Golf 31.1.2011 15:41 Fer Eiður Smári frá Stoke í dag eða kvöld? Engar fregnir hafa borist í dag af íslenska landsliðsmanninum Eiði Smára Guðjohnsen varðandi væntanleg félagaskipti hans frá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City. Enski boltinn 31.1.2011 15:14 Liverpool búið að kaupa Andy Carroll fyrir 35 milljónir punda Enskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Newcastle sé búið að samþykkja 35 milljón punda tilboð Liverpool í framherjann Andy Carroll. Þetta ýtir líka undir það að Liverpool sé í raun búið að selja Spánverjann Fernando Torres til Chelsea. Enski boltinn 31.1.2011 15:08 Larry Bird missti þolinmæðina og rak Jim O'Brien Larry Bird forseti NBA liðsins Indiana Pacers missti þolinmæðina gagnvart þjálfaranum Jim O'Brien í gær og Frank Vogel aðstoðarþjálfari liðsins mun stýra liðinu út leiktíðina. Körfubolti 31.1.2011 14:45 « ‹ ›
Breyttir tímar hjá Cleveland sem tapaði sínum 21. leik í röð LeBron James mætti gamla liði sínu Cleveland Cavaliers í gær í NBA deildinni á heimavelli Miami Heat. James skoraði 24 stig í 117-90 sigri liðsins en Dwayne Wade var stigahæstur með 34 stig. Cleveland tapaði sínum 21. leik í röð en liðið hefur aðeins unnið 8 leiki og tapað 39. Körfubolti 1.2.2011 08:57
Hundrað hraðaupphlaupsmörk á HM Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað 108 hraðaupphlaupsmörk í fimm heimsmeistarakeppnum. Hann skoraði 29 slík á HM í Svíþjóð þrátt fyrir að vera nýstiginn upp úr meiðslum. Guðjón Valur varð líka fyrstur íslenskra handboltamanna til þess að skora níu mörk eða meira í sex leikjum á HM. Handbolti 1.2.2011 08:00
Milljarðaviðskipti á Merseyside í gær Það snerist allt í kringum Liverpool á lokadegi félagaskiptagluggans enska boltans í gær og á endanum setti félagið tvö milljarðamet. Fyrst með því að kaupa Andy Carroll frá Newcastle fyrir hæstu upphæð sem borguð hefur verið fyrir enskan leikmann og svo með því að selja Fernando Torres til Chelsea fyrir hæstu upphæð sem enskt félag hefur greitt fyrir leikmann. Enski boltinn 1.2.2011 06:00
Torres: Stærsta skrefið sem ég hef tekið á mínum fótboltaferli Fernando Torres er búinn að skrifa undir fimm og hálfs árs samning við Chelsea eða til júní 2016. Chelsea keypti hann frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í kvöld. Enski boltinn 31.1.2011 23:46
Durant segir að Bosh sé ekki alvöru „nagli“ Kevin Durant stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar er ekki þekktur fyrir að missa stjórn á skapi sínu en hann lenti í orðaskaki við Chris Bosh miðherja Miami Heat í gær þegar liðin áttust við. Durant og Bosh fengu báðir tæknivillu í kjölfarið en Durant skaut föstum skotum á Bosh í viðtölum eftir leikinn – sem telst vera fréttaefni því Durant hefur aldrei sagt slíkt áður. Körfubolti 31.1.2011 23:30
Carroll gerði fimm og hálfs árs samning eins og Suarez Andy Carroll er búinn að ganga frá fimm og hálfs árs samning við Liverpool og verður því samningsbundinn til ársins 2016. Þetta er jafnlangur samningur og Luis Suarez skrifaði undir hjá félaginu fyrr í dag. Enski boltinn 31.1.2011 23:05
Barcelona seldi 19 ára framherja til Blackburn Barcelona seldi í kvöld varaliðsframherjan Rubén Rochina til enska félagsins Blackburn fyrir um 450 þúsund evrur eða tæpar 72 milljónir íslenskra króna. Það var annars ekki mikið að gerast á félagsskiptamarkaðnum á Spáni í dag. Enski boltinn 31.1.2011 23:00
SkySports: Eiður Smári lánaður til Fulham Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið lánaður til Fulham frá Stoke samkvæmt heimildum SkySports. Eiður Smári fór í læknisskoðun í kvöld og í framhaldinu var síðan fengið frá lánsamningnum. BBC hefur síðan staðfest þessar fréttir. Enski boltinn 31.1.2011 22:36
Everton vildi ekki selja Phil Neville til Tottenham Tottenham reyndi að kaupa Phil Neville, fyrirliða Everton, í kvöld en varð ekki ágengt. Harry Redknapp bauð um 1,5 milljónir punda í þenaan 34 ára miðjumann. Enski boltinn 31.1.2011 22:30
Bolton fær Daniel Sturridge á láni frá Chelsea Chelsea hefur lánað Daniel Sturridge til Bolton til loka tímabilsins og mun Sturridge vera í hópnum hjá Bolton í leiknum á móti Wolverhampton Wanderers á miðvikudagskvöldið. Enski boltinn 31.1.2011 22:15
Liverpool ekki tilbúið að borga 14 milljónir punda fyrir Adam Það verður líklega ekkert af því að Charlie Adam, fyrirliði Blackpool, fari til Liverpool eins og stefndi í fyrr í kvöld. Blackpool hafnaði tveimur tilboðum Liverpool í Adam og hann verður áfram á Bloomfield Road. Enski boltinn 31.1.2011 21:45
Kovalainen og Trulli aka með Team Lotus Team Lotus liðið sem er í dómsmáli og slag við Lotus Renault GP liðið um notkun á Lotus nafninu kynnti bíl sinn í dag. Ökumenn liðsins eru Heikki Kovalainen og Jarno Trulli. Formúla 1 31.1.2011 21:18
Luis Suarez orðinn leikmaður Liverpool og fær sjöuna Liverpool hefur endanlega gengið frá kaupunum á Luis Suarez frá hollenska félaginu Ajax. Liverpool mun borga 22,7 milljónir punda fyrir Suarez eða um fimm milljarða íslenskra króna. Enski boltinn 31.1.2011 21:00
Guardian: Eiður Smári á leið í læknisskoðun hjá Fulham Það skipast fljótt veður í lofti á félagsskiptamarkaðnum í Englandi en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 Sport og Sunnudagsmessunnar fyrr í kvöld leit út fyrir að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram hjá Stoke. Nýjustu fréttirnar í enskum fjölmiðlum eru hinsvegar þær að Eiður sé í raun á leiðinni til Fulham og það á láni til loka tímabilsins. Enski boltinn 31.1.2011 20:18
Sundsvall Dragons vann toppslaginn á móti LF Basket Sundsvall Dragons, lið þeirra Hlyns Bæringssonar og Jakobs Arnar Sigurðarsonar, vann mikilvægan 94-81 útisigur á LF Basket í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Körfubolti 31.1.2011 20:07
Liverpool staðfestir sölu á Torres til Chelsea Liverpool hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Chelsea um kaup Chelsea á spænska landsliðsframherjanum Fernando Torres. Torres er kominn til London og hefur fengið leyfi til þess að fara í samningaviðræður við Chelsea. Enski boltinn 31.1.2011 19:43
Robert Kubica vill keppa við Ferrari, McLaren og Red Bull Robert Kubica hjá Lotus Renault GP liðinu er spenntur fyrir næsta tímabili eftir vetrarfrí og afhjúpaði nýja keppnisbíl liðsins í dag á Spáni. Félagi hans Vitaly Petrov fer fyrsta sprettinn á Lotus Renault bílnum í Valencia brautinni á morgun. Formúla 1 31.1.2011 19:41
Newcastle að leita að eftirmanni Andy Carroll Newcastle seldi í dag stjörnuframherjann sinn Andy Carroll til Liverpool og eru forráðamenn félagsins víst á fullu þessa stundina að finna nýjan sóknarmann til að fylla skarð Carroll. Enski boltinn 31.1.2011 19:30
Chelsea náði á endanum að kaupa David Luiz frá Benfica Portúgalskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Benfica sé búið að selja David Luiz til Chelsea fyrir 21 milljón punda. Luiz er á leiðinni til London til þess að ganga frá nýjum samningi. Enski boltinn 31.1.2011 19:15
Liverpool reyndi líka að kaupa Micah Richards Það hefur verið nóg að gera hjá forráðamönnum Liverpool í dag. Þeir hafa þegar keypt Andy Carroll frá Newcastle fyrir metfé og eru langt komnir með að selja Fernando Torres fyrir metfé til Chelsea. Enski boltinn 31.1.2011 19:00
Eiður Smári verður áfram hjá Stoke Eiður Smári Guðjohnsen mun verða áfram í herbúðum Stoke City út þetta tímabil en ekkert er að gerast í hans málum og félagsskiptaglugginn lokar eftir aðeins fjóra klukkutíma. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enski boltinn 31.1.2011 18:45
Carroll bað sjálfur um vera seldur til Liverpool Andy Carroll bað um að vera seldur til Liverpool í dag og eftir að Newcastle sættist á það að selja stjörnuframherjann sinn þá fór félagið í viðræður við Liverpool um kaup á leikmanninum. Enski boltinn 31.1.2011 18:30
Spænska pressan: Búið spil hjá Real Madrid Real Madrid á ekki lengur möguleika á því að verða spænskur meistari samkvæmt spænskum fjölmiðlum eftir að liðið tapaði óvænt á móti fallbaráttuliði Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Barcelona er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð og er komið með sjö stiga forskot á toppnum. Fótbolti 31.1.2011 18:15
Hreyfingar hjá Stoke - Tuncay Sanli til Wolfsburg Tyrkneski landsliðsmaðurinn Tuncay Sanli samdi í dag við þýska félagið Wolfsburg en hann hefur alls ekki náð sér á strik hjá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City. Það er því einhver að vinna á skrifstofunni hjá Stoke þessa stundina en engar fregnir hafa borist af væntanlegum félagaskiptum Eiðs Smára Guðjohnsen sem er sagður á förum frá Stoke. Enski boltinn 31.1.2011 17:45
Arjen Robben kýldi liðsfélaga sinn Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben var allt annað en ánægður með liðsfélaga sinn Thomas Müller þrátt fyrir 3-1 sigur Bayern München gegn Werder Bremen um helgina í efstu deild þýsku knattspyrnunnar. Fótbolti 31.1.2011 17:00
Bandaríski landsliðsþjálfarasonurinn á leið til Aston Villa Aston Villa mun fá bandaríska miðjumanninn Michael Bradley á láni frá þýska liðinu Borussia Moenchengladbach til enda þessa tímabils en Bradley er mættur á Villa Park til þess að ganga frá sínum málum. Enski boltinn 31.1.2011 16:30
Framkvæmdum hætt við Tiger Woods golfvöll í Dubai Golfvöllur sem Tiger Woods hafði lagt nafn sitt við í Dubai verður ekki að veruleika en framkvæmdum hefur verið hætt í bili að minnsta kosti. Golf 31.1.2011 15:41
Fer Eiður Smári frá Stoke í dag eða kvöld? Engar fregnir hafa borist í dag af íslenska landsliðsmanninum Eiði Smára Guðjohnsen varðandi væntanleg félagaskipti hans frá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City. Enski boltinn 31.1.2011 15:14
Liverpool búið að kaupa Andy Carroll fyrir 35 milljónir punda Enskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Newcastle sé búið að samþykkja 35 milljón punda tilboð Liverpool í framherjann Andy Carroll. Þetta ýtir líka undir það að Liverpool sé í raun búið að selja Spánverjann Fernando Torres til Chelsea. Enski boltinn 31.1.2011 15:08
Larry Bird missti þolinmæðina og rak Jim O'Brien Larry Bird forseti NBA liðsins Indiana Pacers missti þolinmæðina gagnvart þjálfaranum Jim O'Brien í gær og Frank Vogel aðstoðarþjálfari liðsins mun stýra liðinu út leiktíðina. Körfubolti 31.1.2011 14:45