Sport

Hundrað hraðaupphlaupsmörk á HM

Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað 108 hraðaupphlaupsmörk í fimm heimsmeistarakeppnum. Hann skoraði 29 slík á HM í Svíþjóð þrátt fyrir að vera nýstiginn upp úr meiðslum. Guðjón Valur varð líka fyrstur íslenskra handboltamanna til þess að skora níu mörk eða meira í sex leikjum á HM.

Handbolti

Milljarðaviðskipti á Merseyside í gær

Það snerist allt í kringum Liverpool á lokadegi félagaskiptagluggans enska boltans í gær og á endanum setti félagið tvö milljarðamet. Fyrst með því að kaupa Andy Carroll frá Newcastle fyrir hæstu upphæð sem borguð hefur verið fyrir enskan leikmann og svo með því að selja Fernando Torres til Chelsea fyrir hæstu upphæð sem enskt félag hefur greitt fyrir leikmann.

Enski boltinn

Durant segir að Bosh sé ekki alvöru „nagli“

Kevin Durant stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar er ekki þekktur fyrir að missa stjórn á skapi sínu en hann lenti í orðaskaki við Chris Bosh miðherja Miami Heat í gær þegar liðin áttust við. Durant og Bosh fengu báðir tæknivillu í kjölfarið en Durant skaut föstum skotum á Bosh í viðtölum eftir leikinn – sem telst vera fréttaefni því Durant hefur aldrei sagt slíkt áður.

Körfubolti

Barcelona seldi 19 ára framherja til Blackburn

Barcelona seldi í kvöld varaliðsframherjan Rubén Rochina til enska félagsins Blackburn fyrir um 450 þúsund evrur eða tæpar 72 milljónir íslenskra króna. Það var annars ekki mikið að gerast á félagsskiptamarkaðnum á Spáni í dag.

Enski boltinn

SkySports: Eiður Smári lánaður til Fulham

Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið lánaður til Fulham frá Stoke samkvæmt heimildum SkySports. Eiður Smári fór í læknisskoðun í kvöld og í framhaldinu var síðan fengið frá lánsamningnum. BBC hefur síðan staðfest þessar fréttir.

Enski boltinn

Guardian: Eiður Smári á leið í læknisskoðun hjá Fulham

Það skipast fljótt veður í lofti á félagsskiptamarkaðnum í Englandi en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 Sport og Sunnudagsmessunnar fyrr í kvöld leit út fyrir að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram hjá Stoke. Nýjustu fréttirnar í enskum fjölmiðlum eru hinsvegar þær að Eiður sé í raun á leiðinni til Fulham og það á láni til loka tímabilsins.

Enski boltinn

Liverpool staðfestir sölu á Torres til Chelsea

Liverpool hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Chelsea um kaup Chelsea á spænska landsliðsframherjanum Fernando Torres. Torres er kominn til London og hefur fengið leyfi til þess að fara í samningaviðræður við Chelsea.

Enski boltinn

Eiður Smári verður áfram hjá Stoke

Eiður Smári Guðjohnsen mun verða áfram í herbúðum Stoke City út þetta tímabil en ekkert er að gerast í hans málum og félagsskiptaglugginn lokar eftir aðeins fjóra klukkutíma. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Enski boltinn

Spænska pressan: Búið spil hjá Real Madrid

Real Madrid á ekki lengur möguleika á því að verða spænskur meistari samkvæmt spænskum fjölmiðlum eftir að liðið tapaði óvænt á móti fallbaráttuliði Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Barcelona er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð og er komið með sjö stiga forskot á toppnum.

Fótbolti

Hreyfingar hjá Stoke - Tuncay Sanli til Wolfsburg

Tyrkneski landsliðsmaðurinn Tuncay Sanli samdi í dag við þýska félagið Wolfsburg en hann hefur alls ekki náð sér á strik hjá enska úrvalsdeildarliðinu Stoke City. Það er því einhver að vinna á skrifstofunni hjá Stoke þessa stundina en engar fregnir hafa borist af væntanlegum félagaskiptum Eiðs Smára Guðjohnsen sem er sagður á förum frá Stoke.

Enski boltinn

Arjen Robben kýldi liðsfélaga sinn

Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben var allt annað en ánægður með liðsfélaga sinn Thomas Müller þrátt fyrir 3-1 sigur Bayern München gegn Werder Bremen um helgina í efstu deild þýsku knattspyrnunnar.

Fótbolti