Hundrað hraðaupphlaupsmörk á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2011 08:00 Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Valli Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað 108 hraðaupphlaupsmörk í fimm heimsmeistarakeppnum. Hann skoraði 29 slík á HM í Svíþjóð þrátt fyrir að vera nýstiginn upp úr meiðslum. Guðjón Valur varð líka fyrstur íslenskra handboltamanna til þess að skora níu mörk eða meira í sex leikjum á HM. Íslenskir handboltaáhugamenn eru flestir sannfærðir um að við eigum besta hraðaupphlaupsmann heims í Guðjóni Val Sigurðssyni og ættu 108 hraðaupphlaupsmörk í 39 leikjum á HM að vera afbragðs rökstuðningur fyrir því. Guðjón Valur braut hundrað marka múrinn á móti Þjóðverjum og endaði mótið síðan á því að skora sex hraðaupphlaupsmörk í leiknum um fimmta sætið á móti Króatíu. Guðjón Valur hefur verið kallaður vindurinn í íslenska landsliðshópnum og ekki að ástæðulausu því stór hluti 1.172 marka hans fyrir íslenska landsliðið hefur komið úr hraðaupphlaupum. Það er fyrir löngu sannað að enginn varnarmaður stenst Guðjóni Val snúning komist hann á flugið og erfið hnémeiðsli hafa ekki rænt hann hraðaupphlaups-hæfileikunum, sem betur fer.Guðjón Valur SigurðssonMynd/ValliÞað var nefnilega mikil óvissa í kringum þátttöku Guðjóns Vals á HM í Svíþjóð eftir að hann hafði verið frá vegna meiðsla stærsta hluta ársins 2010. Guðjón Valur spilaði engu að síður í 8 klukkutíma og tæpar 44 mínútur í mótinu, langmest leikmanna íslenska liðsins. Guðjón Valur komst líka vel frá sínu og var áttundi markahæsti leikmaður HM í Svíþjóð með 47 mörk í 9 leikjum, eða 5,2 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur skoraði alls 29 af 47 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum en hann skoraði sextán fleiri hraðaupphlaupsmörk en næsti maður hjá íslenska landsliðinu sem var Alexander Petersson. Guðjón Valur skoraði „bara" fjögur hraðaupphlaupsmörk í fimm leikjum á fyrsta heimsmeistaramóti sínu í Frakklandi árið 2001 en við komu Guðmundar Guðmundssonar í þjálfarastólinn fór íslenska liðið að skora mun meira úr hraðaupphlaupum, ekki síst þökk sé framlagi Guðjóns Vals. Guðjón skoraði 19 mörk í 9 leikjum á HM í Portúgal 2003 (2,1 í leik) og 18 mörk í 5 leikjum á HM í Túnis 2005 (3,6 í leik). Guðjón Valur var síðan markakóngur á HM í Þýskalandi 2007 fyrstur Íslendinga þar sem hann skoraði 66 mörk í 10 leikjum, níu mörkum meira en næsti maður sem var Tékkinn Filip Jicha. Guðjón Valur hækkaði þar hraðaupphlaupsmörkin sín í 3,8 að meðaltali í leik en alls skoraði hann 38 mörk úr hröðum upphlaupum í mótinu.Mynd/ValliGuðjón Valur kom þremur leikjum á HM í Svíþjóð inn á topp fimm yfir bestu hraðaupphlaupsleiki sína á HM en Guðjón skoraði 6 hraðaupphlaupsmörk eða meira á móti Brasilíu, Króatíu og Japan. Í efstu tveimur sætunum eru hins vegar tveir leikir á móti Áströlum þar sem Guðjón Valur skoraði samtals 19 hraðaupphlaupsmörk, tíu slík mörk á HM í Portúgal 2003 og níu á HM í Þýskalandi fjórum árum síðar. Guðjón Valur bætti enn fremur met Valdimars Grímssonar á því móti með því að eiga þrjá leiki þar sem hann skoraði 9 mörk eða fleiri. Enginn leikmaður Íslands hefur nú átt fleiri níu marka leiki í heimsmeistarakeppni; Guðjón Valur hefur skorað 9 mörk eða fleiri í sex leikjum á HM en Valdimar skoraði níu mörk í fimm leikjum, þar af þremur á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón skoraði 11 mörk í sigri á Brasilíu, 9 mörk í sigri á Japan og loks 10 mörk í lokaleiknum á móti Króatíu. Í öllum leikjunum fór hann á kostum í hraðaupphlaupunum en 63 prósent marka hans í þessum þremur leikjum komu úr hraðaupphlaupum, eða 19 af 30 mörkum. Guðjón Valur lætur vonandi ekki hér við sitja og heldur áfram að raða inn mörkum úr hraðaupphlaupum á næstu stórmótum íslenska landsliðsins enda eru hraðaupphlaupsmörkin hans lykilvopn í velgengni íslenska landsliðsins.Mynd/ValliHraðaupphlaupsmörk Guðjóns á HM HM í Frakklandi 2001 4 (36 prósent skotnýting) HM í Portúgal 2003 19 (68 prósent) HM í Túnis 2005 18 (82 prósent) HM í Þýskalandi 2007 38 (79 prósent) HM í Svíþjóð 2011 29 (81 prósent)Bestu hraðaupphlaupsleikir Guðjóns á HM Ástralía á HM 2003 10 mörk Ástralía á HM 2007 9 Brasilía á HM 2011 7 Króatía á HM 2011 6 Japan á HM 2011 6 Tékkland á HM 2005 5 Spánn á HM 2007 5 Rússland á HM 2007 5 Alsír á HM 2005 4 Úkraína á HHM 2007 4 Þýskaland á HM 2007 4 Rússland á HM 2005 4Flestir "níu+" markaleikir á HM Guðjón Valur Sigurðsson 6 Valdimar Grímsson 5 Ólafur Stefánsson 4 Patrekur Jóhannsson 3 Sigurður Valur Sveinsson 2 Kristján Arason 2 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað 108 hraðaupphlaupsmörk í fimm heimsmeistarakeppnum. Hann skoraði 29 slík á HM í Svíþjóð þrátt fyrir að vera nýstiginn upp úr meiðslum. Guðjón Valur varð líka fyrstur íslenskra handboltamanna til þess að skora níu mörk eða meira í sex leikjum á HM. Íslenskir handboltaáhugamenn eru flestir sannfærðir um að við eigum besta hraðaupphlaupsmann heims í Guðjóni Val Sigurðssyni og ættu 108 hraðaupphlaupsmörk í 39 leikjum á HM að vera afbragðs rökstuðningur fyrir því. Guðjón Valur braut hundrað marka múrinn á móti Þjóðverjum og endaði mótið síðan á því að skora sex hraðaupphlaupsmörk í leiknum um fimmta sætið á móti Króatíu. Guðjón Valur hefur verið kallaður vindurinn í íslenska landsliðshópnum og ekki að ástæðulausu því stór hluti 1.172 marka hans fyrir íslenska landsliðið hefur komið úr hraðaupphlaupum. Það er fyrir löngu sannað að enginn varnarmaður stenst Guðjóni Val snúning komist hann á flugið og erfið hnémeiðsli hafa ekki rænt hann hraðaupphlaups-hæfileikunum, sem betur fer.Guðjón Valur SigurðssonMynd/ValliÞað var nefnilega mikil óvissa í kringum þátttöku Guðjóns Vals á HM í Svíþjóð eftir að hann hafði verið frá vegna meiðsla stærsta hluta ársins 2010. Guðjón Valur spilaði engu að síður í 8 klukkutíma og tæpar 44 mínútur í mótinu, langmest leikmanna íslenska liðsins. Guðjón Valur komst líka vel frá sínu og var áttundi markahæsti leikmaður HM í Svíþjóð með 47 mörk í 9 leikjum, eða 5,2 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur skoraði alls 29 af 47 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum en hann skoraði sextán fleiri hraðaupphlaupsmörk en næsti maður hjá íslenska landsliðinu sem var Alexander Petersson. Guðjón Valur skoraði „bara" fjögur hraðaupphlaupsmörk í fimm leikjum á fyrsta heimsmeistaramóti sínu í Frakklandi árið 2001 en við komu Guðmundar Guðmundssonar í þjálfarastólinn fór íslenska liðið að skora mun meira úr hraðaupphlaupum, ekki síst þökk sé framlagi Guðjóns Vals. Guðjón skoraði 19 mörk í 9 leikjum á HM í Portúgal 2003 (2,1 í leik) og 18 mörk í 5 leikjum á HM í Túnis 2005 (3,6 í leik). Guðjón Valur var síðan markakóngur á HM í Þýskalandi 2007 fyrstur Íslendinga þar sem hann skoraði 66 mörk í 10 leikjum, níu mörkum meira en næsti maður sem var Tékkinn Filip Jicha. Guðjón Valur hækkaði þar hraðaupphlaupsmörkin sín í 3,8 að meðaltali í leik en alls skoraði hann 38 mörk úr hröðum upphlaupum í mótinu.Mynd/ValliGuðjón Valur kom þremur leikjum á HM í Svíþjóð inn á topp fimm yfir bestu hraðaupphlaupsleiki sína á HM en Guðjón skoraði 6 hraðaupphlaupsmörk eða meira á móti Brasilíu, Króatíu og Japan. Í efstu tveimur sætunum eru hins vegar tveir leikir á móti Áströlum þar sem Guðjón Valur skoraði samtals 19 hraðaupphlaupsmörk, tíu slík mörk á HM í Portúgal 2003 og níu á HM í Þýskalandi fjórum árum síðar. Guðjón Valur bætti enn fremur met Valdimars Grímssonar á því móti með því að eiga þrjá leiki þar sem hann skoraði 9 mörk eða fleiri. Enginn leikmaður Íslands hefur nú átt fleiri níu marka leiki í heimsmeistarakeppni; Guðjón Valur hefur skorað 9 mörk eða fleiri í sex leikjum á HM en Valdimar skoraði níu mörk í fimm leikjum, þar af þremur á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón skoraði 11 mörk í sigri á Brasilíu, 9 mörk í sigri á Japan og loks 10 mörk í lokaleiknum á móti Króatíu. Í öllum leikjunum fór hann á kostum í hraðaupphlaupunum en 63 prósent marka hans í þessum þremur leikjum komu úr hraðaupphlaupum, eða 19 af 30 mörkum. Guðjón Valur lætur vonandi ekki hér við sitja og heldur áfram að raða inn mörkum úr hraðaupphlaupum á næstu stórmótum íslenska landsliðsins enda eru hraðaupphlaupsmörkin hans lykilvopn í velgengni íslenska landsliðsins.Mynd/ValliHraðaupphlaupsmörk Guðjóns á HM HM í Frakklandi 2001 4 (36 prósent skotnýting) HM í Portúgal 2003 19 (68 prósent) HM í Túnis 2005 18 (82 prósent) HM í Þýskalandi 2007 38 (79 prósent) HM í Svíþjóð 2011 29 (81 prósent)Bestu hraðaupphlaupsleikir Guðjóns á HM Ástralía á HM 2003 10 mörk Ástralía á HM 2007 9 Brasilía á HM 2011 7 Króatía á HM 2011 6 Japan á HM 2011 6 Tékkland á HM 2005 5 Spánn á HM 2007 5 Rússland á HM 2007 5 Alsír á HM 2005 4 Úkraína á HHM 2007 4 Þýskaland á HM 2007 4 Rússland á HM 2005 4Flestir "níu+" markaleikir á HM Guðjón Valur Sigurðsson 6 Valdimar Grímsson 5 Ólafur Stefánsson 4 Patrekur Jóhannsson 3 Sigurður Valur Sveinsson 2 Kristján Arason 2
Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira