Sport

Spilar Carroll ekki með Liverpool á tímabilinu?

Sá orðrómur er orðinn nokkuð hávær að svo gæti farið að Andy Carroll mun ekki sparka í bolta í búningi Liverpool á þessari leiktíð. Þessi 22 ára enski sóknarmaður var keyptur til Liverpool frá Newcastle í síðustu viku og kostaði litlar 35 milljónir punda.

Enski boltinn

Kubica enn í aðgerð eftir óhapp

Pólverjinn Robert Kubica er enn í aðgerð eftir óhapp í rallkeppni á Ítalíu í morgun og sérfræðingur í aðgerðum á höndum er meðal þeirra sem sinna Formúlu 1 ökumanninum. Kubica tók þátt í rallkeppni, en keyrði á vegg og vegrið, sem skarst inn í bílinn.

Formúla 1

Sky segir Kolbein vera á leið á toppinn

Kolbeinn Sigþórsson er heldur betur búinn að stimpla sig inn i Evrópuboltann á síðustu vikum. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í einum leik á dögunum og slíkt gerist ekki á hverjum degi.

Fótbolti

Ancelotti: Torres var engin gjöf frá Roman

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hafi keypt Fernando Torres án þess að tala við sig. Þar af leiðandi eigi þessi kaup ekkert skylt við kaupin á Andrei Shevchenko á sínum tíma.

Enski boltinn

Di Matteo rekinn frá WBA

West Bromwich Albion hefur sparkað knattspyrnustjóranum Roberto Di Matteo en liðinu hefur vegnað illa að undanförnu. WBA tapaði 3-0 fyrir Manchester City í gær en það var þrettánda tap liðsins í 18 leikjum í öllum keppnum.

Enski boltinn

Torres: Eigendurnir sviku loforð

Fernando Torres er smám saman að opna sig um ástæður þess af hverju hann ákvað að yfirgefa Liverpool. Hann segir nú að brotin loforð eigenda félagsins sé ein af ástæðunum.

Enski boltinn

Cleveland setti vafasamt met í NBA-deildinni

Hversu mikið saknar Cleveland LeBron James? Ansi mikið því liðið getur nákvæmlega ekki neitt án hans og setti í nótt vafasamt met er það tapaði 24 leik sínum í röð. Það hefur engu öðru liði í NBA-deildinni tekist áður.

Körfubolti

Matri sá um Cagliari

Tveir leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag. Udinese vann fínan heimasigur, 2-0, á Sampdoria og Juventus vann sterkan útisigur á Cagliari, 1-3.

Fótbolti

Kolbeinn skoraði í tapleik

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er hreinlega óstöðvandi þessa dagana. Hann skoraði fimm mörk um daginn og í kvöld skoraði hann aftur fyrir AZ Alkmaar er það sótti Excelsior heim.

Fótbolti

Wenger: Erfitt að kyngja þessu

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, reyndi að halda andlitinu og líta á það jákvæða eftir að lið hans hafði glutrað niður fjögurra marka forskoti gegn Newcastle í dag.

Enski boltinn

KR-karlar komust líka í Höllina

KR-ingar verða áberandi í Laugardalshöll þegar bikarúrslitin í körfunni fara fram því bæði karla og kvennalið félagsins eru komin í úrslit. Karlaliðið tryggði sér í dag sæti í bikarúrslitunum er liðið lagði Tindastól, 81-67, í frekar illa spiluðum leik.

Körfubolti

Fram úr leik í Evrópukeppninni

Kvennalið Fram er úr leik í Evrópukeppni bikarhafa eftir tap, 29-30, fyrir þýska liðinu Blomberg-Lippe í dag. Fram tapaði fyrri leik liðanna með tveggja marka mun.

Handbolti

N1-deild kvenna: Valur upp að hlið Fram

Valur og Fram sitja efst og jöfn á toppi N1-deildar kvenna eftir leiki dagsins. Fram var reyndar ekki að spila deildarleik enda eru Framstelpur á ferðinni í Evrópukeppninni í dag. Liðin hafa þó spilað jafn marga leiki í deildinni.

Handbolti