Kubica margbrotinn á hönd, handlegg og fæti eftir óhapp 6. febrúar 2011 14:24 Robert Kubica og Vitaly Petrov á frumsýningu Lotus Renault. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica brotnaði á hönd og fæti í óhappi í rallkeppni á Ítalíu í morgun og tilkynningu frá Lotus Renault, sem hann keppir með í Formúlu 1, segir að hann sé margbrotin á hægri hönd, handlegg og fæti. Þar með er ljóst að Kubica keppir ekki í fyrsta Formúlu 1 móti ársins sem er í Barein 13. mars. Líklegt þykir að Bruno Senna taki sæti hans hjá Lotus Renault, en hann er annar varökumanna liðsins og frá Brasilíu. Fréttamannafundur verður um mál Kubica síðar í dag fyrir utan spítalann þar sem hann er í aðgerð vegna meiðsla sinna. Kubica ók sérútbúnum Skoda Fabia rallbíl í Ronde di Andora á Ítalíu með leyfi frá Formúlu 1 liði sínu. Hann hefur sprett úr spori í rallakstri áður, en þess má geta á að fyrstu árum á ferli sínum bjó hann á Ítalíu og keppti í kappakstri. "Rally keppnir fara oftast fram á almennum vegum, þar sem almenn umferð er allra jafna, en lokað fyrir hana þegar keppni fer fram. Þegar alvarleg slys verða í rally, er það oftar en ekki hlutir í umhverfinu sem hafa þar mikið að segja, eins og í öðrum umferðarslysum", sagði Ólafur Guðmundsson m.a. í umfjöllun á kappakstur.is um málið. "Það virðist vera tilfellið í slysi Robert Kubica í morgun, nokkuð sem menn óttast mjög hvað varðar endafrágang vegriða í almennri umferð, þar á meðal hér á landi. Eftir að hafa skoðað myndir af flaki bílisins á slys stað má ráða að hann hafi lennt á vegriði, sem annað hvort er með röngum enda, eða þá að vegriðið hefur gefið sig og endi eins hluta þess stungist inn í bílinn." Sjá myndband af vettvangi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica brotnaði á hönd og fæti í óhappi í rallkeppni á Ítalíu í morgun og tilkynningu frá Lotus Renault, sem hann keppir með í Formúlu 1, segir að hann sé margbrotin á hægri hönd, handlegg og fæti. Þar með er ljóst að Kubica keppir ekki í fyrsta Formúlu 1 móti ársins sem er í Barein 13. mars. Líklegt þykir að Bruno Senna taki sæti hans hjá Lotus Renault, en hann er annar varökumanna liðsins og frá Brasilíu. Fréttamannafundur verður um mál Kubica síðar í dag fyrir utan spítalann þar sem hann er í aðgerð vegna meiðsla sinna. Kubica ók sérútbúnum Skoda Fabia rallbíl í Ronde di Andora á Ítalíu með leyfi frá Formúlu 1 liði sínu. Hann hefur sprett úr spori í rallakstri áður, en þess má geta á að fyrstu árum á ferli sínum bjó hann á Ítalíu og keppti í kappakstri. "Rally keppnir fara oftast fram á almennum vegum, þar sem almenn umferð er allra jafna, en lokað fyrir hana þegar keppni fer fram. Þegar alvarleg slys verða í rally, er það oftar en ekki hlutir í umhverfinu sem hafa þar mikið að segja, eins og í öðrum umferðarslysum", sagði Ólafur Guðmundsson m.a. í umfjöllun á kappakstur.is um málið. "Það virðist vera tilfellið í slysi Robert Kubica í morgun, nokkuð sem menn óttast mjög hvað varðar endafrágang vegriða í almennri umferð, þar á meðal hér á landi. Eftir að hafa skoðað myndir af flaki bílisins á slys stað má ráða að hann hafi lennt á vegriði, sem annað hvort er með röngum enda, eða þá að vegriðið hefur gefið sig og endi eins hluta þess stungist inn í bílinn." Sjá myndband af vettvangi
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira