Sport

Sverre fékk tap í afmælisgjöf

Sverre Jakobsson fékk ekki sigur í 34 ára afmælisgjöf þegar lið hans Grosswallstadt tapaði með sex marka mun á heimavelli á móti Magdeburg, 25-31, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti

Njarðvíkurkonur unnu í Grafarvoginum

Njarðvíkurkonur stigu stórt skref í átt að úrslitakeppninni með níu stiga sigri á Fjölni, 88-79, í Grafarvoginum í kvöld en leikurinn var í b-deild Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Njarðvíkurliðið vann síðustu tvær mínútur leiksins 11-2.

Körfubolti

Sundsvall vann 33 stiga stórsigur á heimavelli

Sundsvall styrkti stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta með 33 stiga sigri á 08 Stockholm, 100-67 á heimavelli í kvöld. Þetta var fimmti sigur Sundsvall-liðsins í röð og ennfremur 18. sigurinn í síðustu 19 leikjum. Sundsvall er með sex stiga forskot á LF Basket á toppnum.

Körfubolti

Force India liðið horfir til framtíðar eftir frumsýningu

Force India liðið sem er í eigu Dr. Vijay Mallya, miljarðamærings frá Indlandi frumsýndi keppnisbíl sinn í dag á vefnum og kynnti þá Adrian Sutil frá Þýskalandi og Paul di Resta frá Skotlandi sem ökumenn liðsins. Varaökumaður er Nico Hulkenberg frá Þýskalandi sem ók með Williams í fyrra.

Formúla 1

Svíar unnu 2-0 sigur á Kýpur

Kýpverjar, næstu mótherjar íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins, undirbjuggu sig fyrir Íslandsleikinn í næsta mánuði með því að fá Svía í heimsókn í dag. Svíar unnu leikinn 2-0 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum.

Fótbolti

Frank Lampard verður fyrirliði enska landsliðsins

Chelsea-maðurinn Frank Lampard verður fyrirliði enska landsliðsins á móti Dönum í vináttulandsleik í Parken í Kaupmannahöfn á morgun. Lampard fær fyrirliðabandið þar sem að aðalfyrirliðinn (Rio Ferdinand) og varafyrirliðinn (Steven Gerrard) eru báðir meiddir.

Enski boltinn

Hlynur, Logi og Jakob allir valdir í Stjörnuleikinn í Svíþjóð

Íslensku strákarnir hafa verið að standa sig frábærlega í sænska körfuboltanum í vetur og nú síðasta voru þrír þeirra valdir í Stjörnuleik deildarinnar sem fer fram 21. febrúar. Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson spila með norðurúrvalinu en Logi Gunnarsson var valinn í suðurliðið.

Körfubolti

Milito frá í mánuð

Evrópumeistarar Inter hafa orðið fyrir miklu áfalli því framherjinn Diego Milito verður frá næsta mánuðinn eftir að hann meiddist á læri.

Fótbolti

Reina útilokar ekki að fara til Man. Utd

Brotthvarf Fernando Torres frá Liverpool til Chelsea hefur sýnt mönnum að ekkert er ómögulegt. Þess vegna er enn verið að ræða þann möguleika að Man. Utd kaupi markvörðinn Pepe Reina frá Liverpool. Markvörðurinn sjálfur neitar að útiloka þann möguleika.

Enski boltinn

NBA: Enn tapar Cleveland

Cleveland Cavaliers heldur áfram að skrá nafn sitt í NBA-sögubækurnar. Liðið tapaði í nótt sínum 25 leik í röð og spurning hvenær þessi taphrina endar.

Körfubolti