Handbolti

Sverre fékk tap í afmælisgjöf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverre Jakobsson.
Sverre Jakobsson. Mynd/Valli
Sverre Jakobsson fékk ekki sigur í 34 ára afmælisgjöf þegar lið hans Grosswallstadt tapaði með sex marka mun á heimavelli á móti Magdeburg, 25-31, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Sverre spilaði allan leikinn i vörnini en fékk tvobrottrekstra frá bræðrunum Bernd Methe og Reiner Methe í fyrri hálfleik en Sverre kláraði seinni hálfleikinn án þess að frá tveggja mínútna brottvísun.

Grosswallstadt náði ekki að vinna nema einn af sex heimaleikjum sínum fyrir HM-fríið og tókst ekki að bæta því í sínum fyrsta leik á árinu 2011. Liðið er í 10. sæti deildarinnar og nú sex stigum og þremur sætum á eftir Magdeburg.

Grosswallstadt var 12-17 undir í hálfleik en tókst að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks með því að skora þrjú fyrstu mörk hans. Magdeburg gaf þá aftur í og var með örugga forystu út leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×