Sport

Ancelotti búinn að velja framlínuna

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segist vera búinn að ákveða hverjir byrji í framlínu liðsins í kvöld gegn Man. Utd í Meistaradeildinni. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvort Didier Drogba eða Fernando Torres byrji. Eða hvort þeir verði hreinlega báðir í framlínunni.

Fótbolti

Masters: Íslenskir kylfingar hafa enn tröllatrú á Tiger Woods

Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi ekki sýnt neina snilldartakta á atvinnumótum í golfi á undanförnum mánuðum eru enn margir sem hafa trölltrú á bandaríska kylfingnum fyrir Mastersmótið sem hefst á morgun á Augusta vellinum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur Stöðvar 2 sport, hitti nokkra íslenska kylfinga á dögunum í Hraunkoti í Hafnarfirði þar sem Mastersmótið var umræðuefnið og er greinilegt að Tiger Woods er enn ofarlega á blaði hjá flestum.

Golf

Bryndís: Stelpurnar dældu boltanum á mig

„Við spiluðum virkilega vel í öðrum leikhluta sem lagði grunninn af þessum sigri,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík er komið í 2-0 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn gegn Njarðvík. Bryndís átti frábæran leik í kvöld en hún skoraði 24 stig og tók 7 fráköst.

Körfubolti

Kylfusveinn á Masters í 50 ár

Masters-mótið um helgina verður afar sérstakt fyrir Carl Jackson, kylfusvein Ben Crenshaw. Mótið um helgina verður það fimmtugasta í röðinni hjá þessum aldna heiðursmanni.

Golf

Sverrir: Gerðum of mikið af grundvallarmistökum

"Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir því að koma okkur inn í leikinn,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir tapið í kvöld. Njarðvík er heldur betur komið upp við vegg en eftir tapið í kvöld þá leiðir Keflavík einvígið 2-0. Leikurinn í kvöld var virkilega spennandi en Keflvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og unni 67-64.

Körfubolti

Jón Halldór: Þetta er ekki búið og við þurfum að halda haus

"Að koma í þetta feikisterka hús og vinna þetta frábæra lið er góð tilfinning,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík vann frábæran sigur á grönnum sínum í Njarðvík, 67-64, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og leiða því einvígið 2-0.

Körfubolti

Mourinho: Þekki vel enska hugarfarið og við erum ekki komnir áfram

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var ekki tilbúinn að fagna sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 sigur í kvöld í fyrri leiknum á móti Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum. Real Madrid komst í 1-0 eftir 5 mínútna leik og lék síðan manni fleiri síðustu 75 mínútur leiksins.

Fótbolti

Xabi Alonso: Ekki einu sinni nálægt því að vera búið

Xabi Alonso var ekki tilbúinn að afskrifa Tottenham þrátt fyrir 4-0 sigur Real Madrid á enska liðinu í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Xabi var í liði Liverpool sem vann Meistaradeildin 2005 eftir að hafa lent 3-0 undir í úrslitaleiknum.

Fótbolti

"Vinur" Grétars hættur í svissneska landsliðinu

Svissnesku framherjarnir Alexander Frei og Marco Streller hafa báðir ákveðið að hætta að gefa kost á sér í svissneska landsliðið en þeir eru ósáttir við neikvæða umræðu í kringum landsliðið að undanförnu. Þeir verða því ekki með á móti Englandi á Wembley í undankeppni EM en sá leikur fer fram 4. júní næstkomandi.

Fótbolti

Rio æfði með Man. Utd í morgun

Rio Ferdinand er byrjaður að æfa með Man. Utd á nýjan leik en hann tók þátt í æfingu liðsins í morgun. Wayne Rooney æfði ekki fyrstu 15 mínúturnar en það var líklega viljandi gert hjá Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd.

Enski boltinn

Adebayor með tvö í 4-0 sigri Real Madrid á tíu mönnum Tottenham

Tíu Tottenham-menn máttu þakka fyrir að tapa bara 4-0 á Santiago Bernabéu í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Peter Crouch setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að fá tvö gul spjöld á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og Real-liðið var eftir það með mikla yfirburði í leiknum. Tottenham á því nánast enga möguleika á að komast áfram í undanúrslit en seinni leikurinn verður á White Hart Lane.

Fótbolti

Schalke skoraði fimm mörk hjá Evrópumeisturunum á San Siro

Evrópumeistarar Internazionale eru í slæmum málum eftir 2-5 tap á heimavelli á móti Schalke í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Inter skoraði eftir 25 sekúndur og komst tvisvar yfir í leiknum en gestirnir frá Þýskalandi jöfnuðu tvisvar í fyrri hálfleiknum áður en þeir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiksins. Schalke skoraði síðan eitt mark til viðbótar eftir að Inter missti Cristian Chivu útaf með rautt spjald.

Fótbolti

Wayne Rooney búinn að áfrýja banninu

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, sem í gær var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir ljótt orðbragð sitt í fagnaðarlátum sínum um á móti West Ham um síðustu helgi, hefur ákveðið að áfrýja banninu sem honum finnst vera of hörð refsing.

Enski boltinn

Sir Alex: Mourinho verður að bíða eftir Man. United starfinu

José Mourinho, stjóri Real Madrid, hefur aldrei reynt að fela mikið áhuga sinn á því að taka við af Sir Alex Ferguson hjá Manchester United og Portúgalinn lét líka hafa það eftir sér á dögunum að hann eigi sitthvað óklárað í enska boltanum. Mourinho er nú að klára fyrsta árið í þriggja ára samningi hjá Real Madrid og gæti þurft að efna hann ætli hann sér að fá tækifæri til að komast í stjórastólinn á Old Trafford.

Enski boltinn