Sport

Mercedes styður Schumacher þrátt fyrir brösótt gengi

Nobert Haug, yfirmaður Mercedes í akstursíþróttum segir að Mercedes styðji veru Michael Schumacher sem ökumanns liðsins í Formúlu 1 heilshugar, þó gengi hans hafi ekki verið sem best. Hann gerði þriggja ára samning við liðið í fyrra. Honum gekk heldur illa í mótinu í Tyrklandi á sunnudaginn.

Formúla 1

Berlin með góðan sigur

Fuchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, er komið með tveggja stiga forskot á Rhein-Neckar Löwen í baráttunni um þriðja sætið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Handbolti

Adam og DJ Campbell héldu áfram að rífast á heimleiðinni

Það vakti athygli í leik Tottenham og Blackpool í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Blackpool-mennirnir Charlie Adam og DJ Campbell vildu báðir fá að taka vítaspyrnu í seinni hálfleik. Það leyndi sér ekki að þeir voru mjög ósáttir og nú hefur komið í ljós að þeir héldu áfram að karpa um þetta á heimleiðinni norður til Blackpool.

Enski boltinn

Líf í Elliðavatni

Elliðavatn opnaði í lok apríl en fátt hefur verið í fréttum frá veiðimönnum þaðan. Risjótt veðurfar hefur sett strik í reikninginn en líka sú staðreynd að margir veiðimenn halda sig við gamla hefð og byrja ekki í vatninu fyrr en 1. maí sem var alltaf opnunardagsetning vatnsins hér áður.

Veiði

Gunnar Jarl dæmir ekki annað kvöld

Gunnar Jarl Jónsson, knattspyrnudómari, mun ekki dæma leik í þriðju umferð Pepsi-deildar karla annað kvöld. Gunnar verður varadómari á leik Vals og ÍBV að Hlíðarenda.

Fótbolti

KR-ingar vilja ekki lána Ingólf í Pepsi-deildina

Ingólfur Sigurðsson staðfesti það við Íþróttadeild Stöðvar 2 að hann vilji losna frá KR sem allra fyrst. Ingólfur setti inn harðorða færslu á twitter-síðu sína í gærkvöldi þar sem hann ráðlagði ungum leikmönnum að halda sig frá KR. Ingólfur tók færsluna út tíu mínútum síðar en þá var hún komin út um allt.

Íslenski boltinn

Redknapp ætlar að losa sig við Gomes

Hinn margreyndi framkvæmdarstjóri Tottenham, Harry Redknapp, er búin að missa alla þolinmæði gagnvart Heurelho Gomes, markverði liðsins, og hefur sett markmiðið á að klófesta annaðhvort Shay Given frá Manchester City eða Maarten Stekelenburg frá Ajax.

Enski boltinn

Eyjamenn fá til sín sterkan miðjumann

Eyjamenn hafa ekki farið í felur með það að þeir vilja styrkja hópinn enn meira fyrir sumarið. Nú rétt í þessu var Bryan Hughes að semja við lið ÍBV, en hann lék til að mynda með Birmingham í átta ár.

Íslenski boltinn

Keflvíkingar missa besta miðherja deildarinnar

Keflvíkingar tilkynntu það á heimasíðu sinni í dag að ísfirski miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson muni ekki endurnýja samning sinn við félagið. Sigurður Gunnar hefur verið í stóru hlutverki hjá Keflvíkingum undanfarin fimm ár og var á dögunum valinn í úrvalslið ársins í annað skiptið á þremur árum.

Körfubolti

Velkomin á Veiðivísi

Nú höfum við sett í loftið veiðivef inná Vísi sem ber nafnið Veiðivísir. Hér kemur þú til með að finna veiðifréttir úr öllum áttum, hvort sem um er að ræða lax- og silungsveiði, veiðar á sjóstöng eða skotveiðar. Við viljum hvetja ykkur til að senda okkur veiðifréttir og myndir til að deila með lesendum okkar, og þegar aðeins verður liðið á veiðitímann komum við til með að fara í skemmtilega myndaleiki þar sem þið getið unnið til glæsilegra verðlauna. T.d. veiðileyfi o.fl. Við óskum ykkur ánægjulegra stunda við vötnin og árnar, og minnum ykkur á að byrja veiðiferðina með veiðifréttunum á Veiðivísi. Bestu kveðjur og góða skemmtun við bakkana í sumar!

Veiði

Willum sleppur með skrekkinn

Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga í knattspyrnu, mun ekki fá neina refsingu fyrir ummæli sín eftir leik KR og Keflavíkur á sunnudagskvöld, en þar fór þjálfarinn ófögrum orðum um frammistöðu Gunnars Jarls, dómara leiksins.

Fótbolti

Heiðdís gengur til liðs við Val

Heiðdís Rún Guðmundsdóttir, fyrrum leikmaður meistaraflokks FH í handknattleik, hefur samið við Íslandsmeistara Vals fyrir næstkomandi tímabil, en samningurinn er til þriggja ára.

Handbolti

Óvænt úrslit í Valitor-bikarnum

Það var mikið um að vera í Valitor-bikar karla í gærkvöldi en alls fóru fram ellefu leikir. Vísir greindi í gær frá frábærum leik milli Skagamanna og Selfyssinga sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni og bráðabana þarsem Selfyssingar stóðu uppi sem sigurvegarar.

Fótbolti

Einar: Óvíst hvort ég spila handbolta aftur

"Þetta eru líklega endalokin. Ég er búinn að hitta lækni og hann er ekki bjartsýnn á framtíðina. Þetta er búið að vera mjög erfitt," sagði Einar Hólmgeirsson, leikmaður Ahlen-Hamm, sem hefur leikið sinn síðasta leik sem atvinnumaður. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort hann spilar aftur handbolta síðar en svo gæti farið að hann verði að leggja skóna á hilluna.

Handbolti