Sport Rússinn Petrov þakklátur fyrir stuðning Renault Rússinn Vitaly Petrov varð í gær fyrsti Rússinn til að komast á verðlaunapall í Formúlu 1 móti, þegar hann keppti í fyrstu keppni ársins í Ástralíu. Petrov varð á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Formúla 1 28.3.2011 09:44 Wilshere vill spila með U-21 liði Englands í sumar Skiptar skoðanir eru um þátttöku þeirra Jack Wilshere og Andy Carroll með U-21 landsliði Englands á EM í Danmörku í sumar. Enskir fjölmiðlar fjalla mikið um málið í dag en sjálfur segist Wilshere vilja spila á mótinu. Fótbolti 28.3.2011 09:32 NBA í nótt: Ótrúleg frammistaða þríeyksins í Miami Miami vann í nótt öruggan sigur á Houston, 125-119, í NBA-deildinni í körfubolta og þar með áttunda sigur liðsins í síðustu níu leikjum þess. Körfubolti 28.3.2011 09:00 Keflavíkurkonur komnar í úrslit - myndir Kvennalið Keflavíkur tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með því að slá út Íslandsmeistara KR í DHL-höllinni í gærkvöldi. Keflavík vann tvo síðustu leikina og einvígið 3-1. Keflavík var að komast í lokaúrslitin í fyrsta sinn síðan 2008 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið í fimmtánda sinn frá upphafi. Körfubolti 28.3.2011 08:30 Framarar fóru illa með Hauka á Ásvöllum - myndir Framarar fóru á kostum í tólf marka sigri á Haukum, 34-22, á Ásvöllum í gær. Framliðið sýndi þarna að liðið er búið að hrista af sér slen síðustu vikna og er greinilega komið aftur á beinu brautina eftir tvo góða sigurleiki í röð. Handbolti 28.3.2011 08:00 Zlatan sparkar í samherja sinn á æfingu Sænski landsliðsmaðurinn, Zlatan Ibrahimovic, heldur áfram að láta öllum illum látum með landsliði sínu en myndband náðist af framherjanum þegar hann sparkar í liðsfélaga sinn Christian Wilhelmsson á æfingu. Fótbolti 27.3.2011 23:46 U-17 landsliðið í handbolta úr leik Íslenska undir 17 ára landsliðið í handknattleik kvenna sigraði í dag landslið Sviss, 29-26, en leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins í handbolta. Handbolti 27.3.2011 23:45 Valsmenn í engum vandræðum með HK Valsmenn unnu góðan sigur, 4-0, gegn HK í Lengjubikarnum og trjóna því enn á toppi 2. riðils. Fótbolti 27.3.2011 22:45 Ingi Þór: Þroskastigið hjá sumum er ekki mjög hátt "Við vorum of afslappaðir í stöðunni 16-1 og hættum að gera það sem við ætluðum að gera,“ sagið Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir 75-73 tap liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld. Ingi telur að Snæfell geti gert mun betur og hann er ekki svartsýnn þrátt fyrir að vera 1-0 undir gegn Stjörnunni í fimm leikja seríu. Körfubolti 27.3.2011 22:11 Fannar Helgason var ánægður með sigurinn "Við byrjuðum rosalega illa en um leið og við fórum að spila góða vörn þá koma þetta,“ sagði Fannar Helgason leikmaður Stjörnunnar eftir 75-73 sigur liðsins gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Fannar er ánægður með að stuðningsmenn Snæfells eru búnir að búa til lag sem þeir syngja um örvhenta miðherjann frá Ósi og hvetur hann Stjörnumenn að að svara fyrir sig á þriðjudaginn þegar liðin mætast að nýju. Körfubolti 27.3.2011 22:08 Hrafn: Þetta er hræðilega sárt "Þetta er alveg hræðilega sárt,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. KR-stúlkur eru komnar í sumarfrí eftir að hafa fallið úr leik gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express-deild kvenna, en einvíginu lauk með 3-1 sigri Keflavíkur. Körfubolti 27.3.2011 21:55 Jón Halldór: Er með stelpur sem hafa spilað milljón svona leiki “Við ætluðum okkur í úrslit og því erum við í toppmálum,” sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild kvenna eftir 70-62 sigur gegn KR í fjórða leik liðana og einvíginu lauk því með 3-1 sigri suðurnesjastúlkna. Körfubolti 27.3.2011 21:49 Umfjöllun: Keflavík komið í úrslit eftir sigur gegn KR Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur, 70-62, gegn KR í DHL-höllinni, en þær unnu því einvígið 3-1. Marina Caran lék virkilega vel fyrir Keflavík í gær en hún skoraði 21 stig. Margrét Kara Sturludóttir var með 13 stig og 10 fráköst fyrir KR. Körfubolti 27.3.2011 21:37 Keflavíkurkonur í lokaúrslitin í fimmtánda sinn - unnu KR 70-62 Keflavík tryggði sér sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn með átta stiga sigri á KR-konum, 70-62, í DHL-höllinni í kvöld. Þetta er í fimmtánda sinn sem Keflavíkurkonur spila til úrslita um titilinn en janframt í fyrsta sinn síðan 2007 sem KR-liðið fer ekki alla leið í úrslit. Keflavík vann tvo síðustu leiki einvígisins og þar með einvígið 3-1. Keflavík mætir Hamar eða Njarðvík í lokaúrslitunum en þau spila oddaleik í Hveragerði á þriðjudagskvöldið. Körfubolti 27.3.2011 21:00 Umfjöllun: Stjörnumenn fyrstir til að vinna í Hólminum í vetur Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist. Körfubolti 27.3.2011 20:54 Scott Parker: Vonast eftir fleiri tækifærum Enski landsliðsmaðurinn, Scott Parker, vonast eftir að fá fleiri tækifæri hjá landsliðsþjálfaranum Fabio Capello. Parker lék virkilega vel gegn Wales í gær og hefur átt stórkostlegt tímabil hjá félagsliði sínu West Ham. Enski boltinn 27.3.2011 20:15 Reynir: Fórum í naflaskoðun "Þetta er allt annað Framlið en menn hafa séð að undanförnu,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Framara, eftir sigurinn í dag. Fram gjörsigraði Hauka, 34-22, í 19.umferð N1-deild karla en leikurinn fór fram á Ásvöllum. Handbolti 27.3.2011 19:03 Einar Örn: Þetta var bara afhöfðun "Þetta var bara afhöfðun með öllu," sagði Einar Örn Jónsson, leikmaður Haukar, eftir að lið hans hafði verið niðurlægt á sínum eigin heimavelli. Framarar gjörsamlega rústuðu Haukum 34-22 í 19.umferð N1-deild karla. Handbolti 27.3.2011 18:53 Umfjöllun: Framarar niðurlægðu Hauka á þeirra eigin heimavelli Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk. Handbolti 27.3.2011 18:40 Lucas: Sumir stuðningsmenn voru augljóslega ekki ánægðir með mig Lucas, brasilíski miðjumaðurinn hjá Liverpool, segist vera ánægður á Anfield en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á sinn leik síðan að hann kom frá Gremio. Lucas hefur verið að komast betur inn í enska boltann og er nú í stóru hlutverki á miðju liðsins. Enski boltinn 27.3.2011 18:15 Framarar komnir á beinu brautina - burstuðu Hauka á Ásvöllum Framarar eru greinilega búnir að hrista af sér slenið í N1 deild karla í handbolta því þeir fylgdu á eftir góðum sigri á Selfossi á fimmtudagskvöldið með því að vinna tólf marka stórsigur á Haukum á Ásvöllum í dag, 34-22. Handbolti 27.3.2011 17:16 Ferguson: Ungu strákarnir eiga eftir að koma til baka Hin margreyndi knattspyrnustjóri Manchester United, Alex Ferguson, ætlar sér að kalla til baka þá leikmenn sem hann sendi á lán fyrir þetta tímabil. Danny Welbeck hefur átt virkilega gott tímabil með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni og Federico Macheda leikur með Sampdoria í ítölsku A-deildinni, en Ferguson telur að þeir eigi sér framtíð hjá Manchester United. Enski boltinn 27.3.2011 17:00 Van Nistelrooy vill komast aftur í enska boltann Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherji Manchester United og núverandi leikmaður þýska liðsins Hamburger SV, segir að það komi vel til greina að fara aftur til Englands í sumar. Van Nistelrooy er orðinn 34 ára gamall en hann er með lausan samning eftir þetta tímabil. Enski boltinn 27.3.2011 16:30 Forseti Barcelona: Við munum ekki hækka okkar tilboð í Fabregas Sandro Rosell, forseti Barcelona, segir að félagið sé hætt eltingarleiknum við Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, og að Barcelona mun ekki hækka tilboðs sitt í spænska landsliðsmanninn í sumar. Fótbolti 27.3.2011 16:00 Neymar sá um Skotana Brasilía vann góðan sigur, 2-0, gegn Skotum í vináttulandsleik í dag en leikurinn fór fram á Emirates, heimavelli Arsenal. Fótbolti 27.3.2011 15:30 Þóra og félagar urðu meistarar meistaranna Þóra Björg Helgadóttir og félagar hennar í LDB Malmö urðu í dag meistarar meistaranna í Svíþjóð eftir 2-1 sigur á bikarmeisturum Örebro þar sem Edda Garðarsdóttir og María Björg Ágústsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu. Fótbolti 27.3.2011 15:15 Sara Björk búin að semja við LdB Malmö Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er búin að semja við sænsku meistarana í LdB Malmö en hún hefur verið til reynslu hjá félaginu að undanförnu. Sara Björk mun því ekki leika með Breiðabliki í sumar. Þetta kemur fram á fótbolti.net. Fótbolti 27.3.2011 14:59 Gerrard: Ég fer að æfa aftur á fullu eftir 3 til 4 daga Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur sett stefnuna á það að spila næsta leik Liverpool sem er á móti West Bromwich Albion um næstu helgi. Gerrard meiddist á nára í byrjun mars og það var upphaflega talið að hann yrði frá í heilan mánuð. Enski boltinn 27.3.2011 14:45 FH valtaði yfir BÍ/Bolungarvík BÍ/Bolungarvík var enginn fyrirstaða fyrir FH í Lengjubikarnum í dag en Fimleikafélagið rúllaði yfir Ísfirðingana 5-1 á Ásvöllum. BÍ/Bolungarvík skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik, en fyrirliðið FH-inga, Matthías Vilhjálmsson skoraði næstu tvö mörk FH og eftir það opnuðust allar flóðgáttir. Íslenski boltinn 27.3.2011 14:41 Bandaríkin og Argentína gerðu jafntefli Bandaríkjamenn tóku á móti Argentínu í vináttulandsleik í nótt, en leikurinn fór fram á á New Meadowlands Stadium í New Jersey. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Esteban Cambiasso kom Argentínu yfir á 42. mínútu og Juan Agudelo jafnaði síðan metin þegar stundarfjórðungur var liðin af síðari hálfleik. Fótbolti 27.3.2011 14:15 « ‹ ›
Rússinn Petrov þakklátur fyrir stuðning Renault Rússinn Vitaly Petrov varð í gær fyrsti Rússinn til að komast á verðlaunapall í Formúlu 1 móti, þegar hann keppti í fyrstu keppni ársins í Ástralíu. Petrov varð á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Formúla 1 28.3.2011 09:44
Wilshere vill spila með U-21 liði Englands í sumar Skiptar skoðanir eru um þátttöku þeirra Jack Wilshere og Andy Carroll með U-21 landsliði Englands á EM í Danmörku í sumar. Enskir fjölmiðlar fjalla mikið um málið í dag en sjálfur segist Wilshere vilja spila á mótinu. Fótbolti 28.3.2011 09:32
NBA í nótt: Ótrúleg frammistaða þríeyksins í Miami Miami vann í nótt öruggan sigur á Houston, 125-119, í NBA-deildinni í körfubolta og þar með áttunda sigur liðsins í síðustu níu leikjum þess. Körfubolti 28.3.2011 09:00
Keflavíkurkonur komnar í úrslit - myndir Kvennalið Keflavíkur tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með því að slá út Íslandsmeistara KR í DHL-höllinni í gærkvöldi. Keflavík vann tvo síðustu leikina og einvígið 3-1. Keflavík var að komast í lokaúrslitin í fyrsta sinn síðan 2008 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið í fimmtánda sinn frá upphafi. Körfubolti 28.3.2011 08:30
Framarar fóru illa með Hauka á Ásvöllum - myndir Framarar fóru á kostum í tólf marka sigri á Haukum, 34-22, á Ásvöllum í gær. Framliðið sýndi þarna að liðið er búið að hrista af sér slen síðustu vikna og er greinilega komið aftur á beinu brautina eftir tvo góða sigurleiki í röð. Handbolti 28.3.2011 08:00
Zlatan sparkar í samherja sinn á æfingu Sænski landsliðsmaðurinn, Zlatan Ibrahimovic, heldur áfram að láta öllum illum látum með landsliði sínu en myndband náðist af framherjanum þegar hann sparkar í liðsfélaga sinn Christian Wilhelmsson á æfingu. Fótbolti 27.3.2011 23:46
U-17 landsliðið í handbolta úr leik Íslenska undir 17 ára landsliðið í handknattleik kvenna sigraði í dag landslið Sviss, 29-26, en leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins í handbolta. Handbolti 27.3.2011 23:45
Valsmenn í engum vandræðum með HK Valsmenn unnu góðan sigur, 4-0, gegn HK í Lengjubikarnum og trjóna því enn á toppi 2. riðils. Fótbolti 27.3.2011 22:45
Ingi Þór: Þroskastigið hjá sumum er ekki mjög hátt "Við vorum of afslappaðir í stöðunni 16-1 og hættum að gera það sem við ætluðum að gera,“ sagið Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir 75-73 tap liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld. Ingi telur að Snæfell geti gert mun betur og hann er ekki svartsýnn þrátt fyrir að vera 1-0 undir gegn Stjörnunni í fimm leikja seríu. Körfubolti 27.3.2011 22:11
Fannar Helgason var ánægður með sigurinn "Við byrjuðum rosalega illa en um leið og við fórum að spila góða vörn þá koma þetta,“ sagði Fannar Helgason leikmaður Stjörnunnar eftir 75-73 sigur liðsins gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Fannar er ánægður með að stuðningsmenn Snæfells eru búnir að búa til lag sem þeir syngja um örvhenta miðherjann frá Ósi og hvetur hann Stjörnumenn að að svara fyrir sig á þriðjudaginn þegar liðin mætast að nýju. Körfubolti 27.3.2011 22:08
Hrafn: Þetta er hræðilega sárt "Þetta er alveg hræðilega sárt,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. KR-stúlkur eru komnar í sumarfrí eftir að hafa fallið úr leik gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express-deild kvenna, en einvíginu lauk með 3-1 sigri Keflavíkur. Körfubolti 27.3.2011 21:55
Jón Halldór: Er með stelpur sem hafa spilað milljón svona leiki “Við ætluðum okkur í úrslit og því erum við í toppmálum,” sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild kvenna eftir 70-62 sigur gegn KR í fjórða leik liðana og einvíginu lauk því með 3-1 sigri suðurnesjastúlkna. Körfubolti 27.3.2011 21:49
Umfjöllun: Keflavík komið í úrslit eftir sigur gegn KR Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur, 70-62, gegn KR í DHL-höllinni, en þær unnu því einvígið 3-1. Marina Caran lék virkilega vel fyrir Keflavík í gær en hún skoraði 21 stig. Margrét Kara Sturludóttir var með 13 stig og 10 fráköst fyrir KR. Körfubolti 27.3.2011 21:37
Keflavíkurkonur í lokaúrslitin í fimmtánda sinn - unnu KR 70-62 Keflavík tryggði sér sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn með átta stiga sigri á KR-konum, 70-62, í DHL-höllinni í kvöld. Þetta er í fimmtánda sinn sem Keflavíkurkonur spila til úrslita um titilinn en janframt í fyrsta sinn síðan 2007 sem KR-liðið fer ekki alla leið í úrslit. Keflavík vann tvo síðustu leiki einvígisins og þar með einvígið 3-1. Keflavík mætir Hamar eða Njarðvík í lokaúrslitunum en þau spila oddaleik í Hveragerði á þriðjudagskvöldið. Körfubolti 27.3.2011 21:00
Umfjöllun: Stjörnumenn fyrstir til að vinna í Hólminum í vetur Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist. Körfubolti 27.3.2011 20:54
Scott Parker: Vonast eftir fleiri tækifærum Enski landsliðsmaðurinn, Scott Parker, vonast eftir að fá fleiri tækifæri hjá landsliðsþjálfaranum Fabio Capello. Parker lék virkilega vel gegn Wales í gær og hefur átt stórkostlegt tímabil hjá félagsliði sínu West Ham. Enski boltinn 27.3.2011 20:15
Reynir: Fórum í naflaskoðun "Þetta er allt annað Framlið en menn hafa séð að undanförnu,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Framara, eftir sigurinn í dag. Fram gjörsigraði Hauka, 34-22, í 19.umferð N1-deild karla en leikurinn fór fram á Ásvöllum. Handbolti 27.3.2011 19:03
Einar Örn: Þetta var bara afhöfðun "Þetta var bara afhöfðun með öllu," sagði Einar Örn Jónsson, leikmaður Haukar, eftir að lið hans hafði verið niðurlægt á sínum eigin heimavelli. Framarar gjörsamlega rústuðu Haukum 34-22 í 19.umferð N1-deild karla. Handbolti 27.3.2011 18:53
Umfjöllun: Framarar niðurlægðu Hauka á þeirra eigin heimavelli Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk. Handbolti 27.3.2011 18:40
Lucas: Sumir stuðningsmenn voru augljóslega ekki ánægðir með mig Lucas, brasilíski miðjumaðurinn hjá Liverpool, segist vera ánægður á Anfield en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á sinn leik síðan að hann kom frá Gremio. Lucas hefur verið að komast betur inn í enska boltann og er nú í stóru hlutverki á miðju liðsins. Enski boltinn 27.3.2011 18:15
Framarar komnir á beinu brautina - burstuðu Hauka á Ásvöllum Framarar eru greinilega búnir að hrista af sér slenið í N1 deild karla í handbolta því þeir fylgdu á eftir góðum sigri á Selfossi á fimmtudagskvöldið með því að vinna tólf marka stórsigur á Haukum á Ásvöllum í dag, 34-22. Handbolti 27.3.2011 17:16
Ferguson: Ungu strákarnir eiga eftir að koma til baka Hin margreyndi knattspyrnustjóri Manchester United, Alex Ferguson, ætlar sér að kalla til baka þá leikmenn sem hann sendi á lán fyrir þetta tímabil. Danny Welbeck hefur átt virkilega gott tímabil með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni og Federico Macheda leikur með Sampdoria í ítölsku A-deildinni, en Ferguson telur að þeir eigi sér framtíð hjá Manchester United. Enski boltinn 27.3.2011 17:00
Van Nistelrooy vill komast aftur í enska boltann Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherji Manchester United og núverandi leikmaður þýska liðsins Hamburger SV, segir að það komi vel til greina að fara aftur til Englands í sumar. Van Nistelrooy er orðinn 34 ára gamall en hann er með lausan samning eftir þetta tímabil. Enski boltinn 27.3.2011 16:30
Forseti Barcelona: Við munum ekki hækka okkar tilboð í Fabregas Sandro Rosell, forseti Barcelona, segir að félagið sé hætt eltingarleiknum við Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, og að Barcelona mun ekki hækka tilboðs sitt í spænska landsliðsmanninn í sumar. Fótbolti 27.3.2011 16:00
Neymar sá um Skotana Brasilía vann góðan sigur, 2-0, gegn Skotum í vináttulandsleik í dag en leikurinn fór fram á Emirates, heimavelli Arsenal. Fótbolti 27.3.2011 15:30
Þóra og félagar urðu meistarar meistaranna Þóra Björg Helgadóttir og félagar hennar í LDB Malmö urðu í dag meistarar meistaranna í Svíþjóð eftir 2-1 sigur á bikarmeisturum Örebro þar sem Edda Garðarsdóttir og María Björg Ágústsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu. Fótbolti 27.3.2011 15:15
Sara Björk búin að semja við LdB Malmö Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er búin að semja við sænsku meistarana í LdB Malmö en hún hefur verið til reynslu hjá félaginu að undanförnu. Sara Björk mun því ekki leika með Breiðabliki í sumar. Þetta kemur fram á fótbolti.net. Fótbolti 27.3.2011 14:59
Gerrard: Ég fer að æfa aftur á fullu eftir 3 til 4 daga Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur sett stefnuna á það að spila næsta leik Liverpool sem er á móti West Bromwich Albion um næstu helgi. Gerrard meiddist á nára í byrjun mars og það var upphaflega talið að hann yrði frá í heilan mánuð. Enski boltinn 27.3.2011 14:45
FH valtaði yfir BÍ/Bolungarvík BÍ/Bolungarvík var enginn fyrirstaða fyrir FH í Lengjubikarnum í dag en Fimleikafélagið rúllaði yfir Ísfirðingana 5-1 á Ásvöllum. BÍ/Bolungarvík skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik, en fyrirliðið FH-inga, Matthías Vilhjálmsson skoraði næstu tvö mörk FH og eftir það opnuðust allar flóðgáttir. Íslenski boltinn 27.3.2011 14:41
Bandaríkin og Argentína gerðu jafntefli Bandaríkjamenn tóku á móti Argentínu í vináttulandsleik í nótt, en leikurinn fór fram á á New Meadowlands Stadium í New Jersey. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Esteban Cambiasso kom Argentínu yfir á 42. mínútu og Juan Agudelo jafnaði síðan metin þegar stundarfjórðungur var liðin af síðari hálfleik. Fótbolti 27.3.2011 14:15