Sport

Inter öruggt með annað sætið á Ítalíu

Inter og Napoli skildu í kvöld jöfn, 1-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Inter tryggði sér þar með annað sæti deildarinnar og þarf ekki að taka þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð.

Fótbolti

Þórarinn Ingi: Vilji og barátta í restina

Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur verið sjóðandi heitur í síðustu leikum ÍBV. Hann skoraði stórglæsilegt sigurmark á móti Valsmönnum í uppbótatíma í síðustu umferð og hélt uppteknum hætti í dag þegar hann skoraði jöfnunamarkið á móti Breiðablik.

Íslenski boltinn

Grant rekinn frá West Ham

Það tók forráðamenn West Ham ekki nema um klukkutíma að tilkynna fjölmiðlum í Englandi að Avram Grant hafi verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Enski boltinn

Silva vill fá Fabregas til City

David Silva, leikmaður Manchester City, hefur greint frá því að hann myndi gjarnan vilja að félagi sinn í spænska landsliðinu, Cesc Fabregas, myndi ganga til liðs við félagið.

Enski boltinn

Roma og Juventus töpuðu bæði

Roma keppir ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og útlit er fyrir að Juventus verði ekki einu sinni með í Evrópudeildinni. Bæði lið töpuðu sínum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti

Vignir skoraði sex í jafnteflisleik

Hannover-Burgdorf náði góðu jafntefli gegn Magdeburg á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Vignir Svavarsson var markahæstur hjá heimamönnum með sex mörk.

Handbolti

Rangers meistari í Skotlandi

Glasgow Rangers varð í dag Skotlandsmeistari eftir 5-1 sigur á Kilmarnock á útivelli í lokaumferðinni. Þetta er þriðji meistaratitill félagsins í röð.

Fótbolti

Birgir Leifur náði 3.-4. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson náði frábærum árangri á móti í Áskorendaröð Evrópu sem fór fram í Toskaníuhéraði á Ítalíu um helgina.

Golf

Neuer nálgast Bayern

Uli Höness, forseti Bayern München, segir að félagið hafi komist að grófu samkomulagi við Schalke um kaup á markverðinum Manuel Neuer.

Fótbolti

Pardew: Tiote verður í fýlu

Alan Pardew, stjóri Newcastle, á fastlega von á því að Cheick Tiote muni ekki spila í síðustu tveimur leikjum liðsins á tímabilinu. Liðið mætir Chelsea í dag.

Enski boltinn

Umfjöllun: Sanngjarn sigur Fylkis gegn Val

Fylkismenn unnu 2-1 baráttusigur á Valsmönnum í Lautinni í Árbænum í kvöld. Þórir Hannesson og Albert Brynjar Ingason komu Fylki í 2-0 áður en bakvörðurinn Jónas Tór Næs minnkaði muninn með skallamarki í lok leiksins. Sigur Fylkis var sanngjarn þar sem þeir voru beittari í aðgerðum sínum og sköpuðu sér hættulegri færi. Valsarar voru hins vegar bitlausir fram á við og fundu ekki leiðina í markið fyrr en of seint. Fylkismenn eru með sigrinum komnir í hóp efstu liða deildarinnar með sjö stig en Valsmenn koma skammt undan með sex stig.

Íslenski boltinn

Ingólfur kominn í Val

Ingólfur Sigurðsson tilkynnti á Twitter-síðu sinni nú fyrir stundu að hann væri genginn til liðs við Val. Hann hefur því fengið sig lausan frá KR.

Íslenski boltinn