Sport

Keflavíkurkonur komnar í úrslit - myndir

Kvennalið Keflavíkur tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með því að slá út Íslandsmeistara KR í DHL-höllinni í gærkvöldi. Keflavík vann tvo síðustu leikina og einvígið 3-1. Keflavík var að komast í lokaúrslitin í fyrsta sinn síðan 2008 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið í fimmtánda sinn frá upphafi.

Körfubolti

Framarar fóru illa með Hauka á Ásvöllum - myndir

Framarar fóru á kostum í tólf marka sigri á Haukum, 34-22, á Ásvöllum í gær. Framliðið sýndi þarna að liðið er búið að hrista af sér slen síðustu vikna og er greinilega komið aftur á beinu brautina eftir tvo góða sigurleiki í röð.

Handbolti

Zlatan sparkar í samherja sinn á æfingu

Sænski landsliðsmaðurinn, Zlatan Ibrahimovic, heldur áfram að láta öllum illum látum með landsliði sínu en myndband náðist af framherjanum þegar hann sparkar í liðsfélaga sinn Christian Wilhelmsson á æfingu.

Fótbolti

Ingi Þór: Þroskastigið hjá sumum er ekki mjög hátt

"Við vorum of afslappaðir í stöðunni 16-1 og hættum að gera það sem við ætluðum að gera,“ sagið Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir 75-73 tap liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld. Ingi telur að Snæfell geti gert mun betur og hann er ekki svartsýnn þrátt fyrir að vera 1-0 undir gegn Stjörnunni í fimm leikja seríu.

Körfubolti

Fannar Helgason var ánægður með sigurinn

"Við byrjuðum rosalega illa en um leið og við fórum að spila góða vörn þá koma þetta,“ sagði Fannar Helgason leikmaður Stjörnunnar eftir 75-73 sigur liðsins gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Fannar er ánægður með að stuðningsmenn Snæfells eru búnir að búa til lag sem þeir syngja um örvhenta miðherjann frá Ósi og hvetur hann Stjörnumenn að að svara fyrir sig á þriðjudaginn þegar liðin mætast að nýju.

Körfubolti

Hrafn: Þetta er hræðilega sárt

"Þetta er alveg hræðilega sárt,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. KR-stúlkur eru komnar í sumarfrí eftir að hafa fallið úr leik gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express-deild kvenna, en einvíginu lauk með 3-1 sigri Keflavíkur.

Körfubolti

Jón Halldór: Er með stelpur sem hafa spilað milljón svona leiki

“Við ætluðum okkur í úrslit og því erum við í toppmálum,” sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild kvenna eftir 70-62 sigur gegn KR í fjórða leik liðana og einvíginu lauk því með 3-1 sigri suðurnesjastúlkna.

Körfubolti

Umfjöllun: Keflavík komið í úrslit eftir sigur gegn KR

Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur, 70-62, gegn KR í DHL-höllinni, en þær unnu því einvígið 3-1. Marina Caran lék virkilega vel fyrir Keflavík í gær en hún skoraði 21 stig. Margrét Kara Sturludóttir var með 13 stig og 10 fráköst fyrir KR.

Körfubolti

Keflavíkurkonur í lokaúrslitin í fimmtánda sinn - unnu KR 70-62

Keflavík tryggði sér sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn með átta stiga sigri á KR-konum, 70-62, í DHL-höllinni í kvöld. Þetta er í fimmtánda sinn sem Keflavíkurkonur spila til úrslita um titilinn en janframt í fyrsta sinn síðan 2007 sem KR-liðið fer ekki alla leið í úrslit. Keflavík vann tvo síðustu leiki einvígisins og þar með einvígið 3-1. Keflavík mætir Hamar eða Njarðvík í lokaúrslitunum en þau spila oddaleik í Hveragerði á þriðjudagskvöldið.

Körfubolti

Umfjöllun: Stjörnumenn fyrstir til að vinna í Hólminum í vetur

Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist.

Körfubolti

Scott Parker: Vonast eftir fleiri tækifærum

Enski landsliðsmaðurinn, Scott Parker, vonast eftir að fá fleiri tækifæri hjá landsliðsþjálfaranum Fabio Capello. Parker lék virkilega vel gegn Wales í gær og hefur átt stórkostlegt tímabil hjá félagsliði sínu West Ham.

Enski boltinn

Reynir: Fórum í naflaskoðun

"Þetta er allt annað Framlið en menn hafa séð að undanförnu,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Framara, eftir sigurinn í dag. Fram gjörsigraði Hauka, 34-22, í 19.umferð N1-deild karla en leikurinn fór fram á Ásvöllum.

Handbolti

Einar Örn: Þetta var bara afhöfðun

"Þetta var bara afhöfðun með öllu," sagði Einar Örn Jónsson, leikmaður Haukar, eftir að lið hans hafði verið niðurlægt á sínum eigin heimavelli. Framarar gjörsamlega rústuðu Haukum 34-22 í 19.umferð N1-deild karla.

Handbolti

Umfjöllun: Framarar niðurlægðu Hauka á þeirra eigin heimavelli

Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk.

Handbolti

Ferguson: Ungu strákarnir eiga eftir að koma til baka

Hin margreyndi knattspyrnustjóri Manchester United, Alex Ferguson, ætlar sér að kalla til baka þá leikmenn sem hann sendi á lán fyrir þetta tímabil. Danny Welbeck hefur átt virkilega gott tímabil með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni og Federico Macheda leikur með Sampdoria í ítölsku A-deildinni, en Ferguson telur að þeir eigi sér framtíð hjá Manchester United.

Enski boltinn

Van Nistelrooy vill komast aftur í enska boltann

Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherji Manchester United og núverandi leikmaður þýska liðsins Hamburger SV, segir að það komi vel til greina að fara aftur til Englands í sumar. Van Nistelrooy er orðinn 34 ára gamall en hann er með lausan samning eftir þetta tímabil.

Enski boltinn

Neymar sá um Skotana

Brasilía vann góðan sigur, 2-0, gegn Skotum í vináttulandsleik í dag en leikurinn fór fram á Emirates, heimavelli Arsenal.

Fótbolti

Þóra og félagar urðu meistarar meistaranna

Þóra Björg Helgadóttir og félagar hennar í LDB Malmö urðu í dag meistarar meistaranna í Svíþjóð eftir 2-1 sigur á bikarmeisturum Örebro þar sem Edda Garðarsdóttir og María Björg Ágústsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu.

Fótbolti

Sara Björk búin að semja við LdB Malmö

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er búin að semja við sænsku meistarana í LdB Malmö en hún hefur verið til reynslu hjá félaginu að undanförnu. Sara Björk mun því ekki leika með Breiðabliki í sumar. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Fótbolti

FH valtaði yfir BÍ/Bolungarvík

BÍ/Bolungarvík var enginn fyrirstaða fyrir FH í Lengjubikarnum í dag en Fimleikafélagið rúllaði yfir Ísfirðingana 5-1 á Ásvöllum. BÍ/Bolungarvík skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik, en fyrirliðið FH-inga, Matthías Vilhjálmsson skoraði næstu tvö mörk FH og eftir það opnuðust allar flóðgáttir.

Íslenski boltinn

Bandaríkin og Argentína gerðu jafntefli

Bandaríkjamenn tóku á móti Argentínu í vináttulandsleik í nótt, en leikurinn fór fram á á New Meadowlands Stadium í New Jersey. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Esteban Cambiasso kom Argentínu yfir á 42. mínútu og Juan Agudelo jafnaði síðan metin þegar stundarfjórðungur var liðin af síðari hálfleik.

Fótbolti