Handbolti

Vignir skoraði sex í jafnteflisleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vignir í leik með Lemgo á síðasta tímabili.
Vignir í leik með Lemgo á síðasta tímabili. Nordic Photos / Bongarts
Hannover-Burgdorf náði góðu jafntefli gegn Magdeburg á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Vignir Svavarsson var markahæstur hjá heimamönnum með sex mörk.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú mörk fyrir Hannover-Burgdorf en Sigurbergur Sveinsson skoraði ekki að þessu sinni. Þá er Hannes Jón Jónsson frá vegna meiðsla.

Staðan í hálfleik var jöfn, 11-11, en Hannover-Burgdorf náði mest fimm marka forystu í síðari hálfleik, 19-14. Magdeburg náði að jafna aftur metin og það var jafnt á nánast öllum tölum síðustu tíu mínútur leiksins.

Í gærkvöldi vann Lübbecke sigur á Wetzlar, 26-24, á heimavelli. Þórir Ólafsson skoraði sjö mörk fyrir Lübbecke og var markahæsti leikmaður vallarins.

Hannover-Burgdorf er í fjórtánda sæti deildarinnar með átján stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Lübbecke er í tólfta sætinu með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×