Sport

Ancelotti var rekinn í ganginum á Goodison Park

Chelsea-menn voru ekkert að bíða með það að reka Carlo Ancelotti eftir tapleikinn á móti Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Mörgum finnst framkoma Chelsea gagnvart stjóra sínum vera afar harðbrjósta þó svo að enginn titill hafi komið í hús á þessu tímabili.

Enski boltinn

Guðmundur fer frá Njarðvík til Þorlákshafnar

Guðmundur Jónsson, bakvörður Njarðvíkinga, hefur ákveðið að yfirgefa Njarðvíkurliðið og spila með nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Þetta kom fram á karfan.is.

Körfubolti

NBA: Bosh í stuði þegar Miami komst í 2-1 á móti Chicago

Miami Heat hélt sigurgöngu sinni áfram á heimavelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar liðið vann 98-85 sigur á Chicago Bulls í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er komið í 2-1 og vantar tvo sigra til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin.

Körfubolti

Rúnar: Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig

Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur með eitt stig í leikslok." Já ég held ég verði að vera það. Þetta var mjög erfiður leikur. Stjörnumenn voru mjög grimmir og léku fínan leik og við áttum í mesta basli með þá. Það var svo sem vitað fyrir fram að þetta yrði erfitt. Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig."

Íslenski boltinn

Andri: Þetta var bara leiðinlegur leikur

Andri Marteinsson þótti rétt eins og flestum áhorfendum í Víkinni leikur Víkings og Grindavíkur leiðinlegur til áhorfs. Hann sætti sig vel við 0-0 jaftefli og vildi meina að einhvern neista hafi vantað í bæði lið.

Íslenski boltinn

Kristján: Áttum von á svona leik

Kristján Guðmundsson þjálfari Vals var búinn að undirbúa lið sitt undir varnarsinnað leikskipulag Fram og var mjög sáttur við þá þolinmæði sem leikmenn hans sýndu til að búa til það færi sem þurfti til að sækja stigin þrjú í kvöld.

Íslenski boltinn

Guðmundur: Mikill stígandi í liðinu

„Fylkismenn börðust af krafti hér í kvöld og það var erfitt að eiga við þá framan af, en þegar þeir missa mennina af velli þá var sigur okkar ekki í hættu,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Blika, eftir 3-1 sigur gegn Fylki á Kópavogsvelli í kvöld.

Íslenski boltinn

Kristinn: Mín fyrsta þrenna

„Ég er bara virkilega sáttur, þrjú stig í hús og liðið allt að koma til,“ sagði Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. Kristinn skoraði fyrstu þrennu sumarsins og í leiðinni öll mörk Blika.

Íslenski boltinn

Vettel ánægður eftir erfiðan dag

Sebastian Vettel vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 ár þessu keppnistímabili í dag, eftir harða keppni við Lewis Hamilton á McLaren allt til loka mótsins á Katalóníu brautinni á Spáni. Munaði aðeins 0.630 úr sekúndu á þeim í endamarkinu.

Formúla 1

Gosið setti fyrsta unglingamótið úr skorðum

Fyrsta mótið á unglingamótaröð Arionbanka og GSÍ fór fram á Strandavelli á Hellu um helgina en ekki tókst að ljúka keppni í öllum flokkum vegna atburða við Grímsvötn. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli mælti með því að mótinu yrði frestað vegna öskufoks á golfvellinum. Gríðarlegt rok var á Strandavelli báða keppnisdagana og hitastigið var ekki hátt en þrátt fyrir erfiðar aðstæður náðu margir kylfingar frábæru skori. Næsta mót á unglingamótaröðinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru helgina 4.-5. júní.

Golf

Kristianstad tapaði dýrmætum stigum

Kristianstad undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttir missteig stig á heimavelli gegn Jitex í efstu deild sænska kvennaboltans í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en fimm Íslendingar komu við sögu í leiknum.

Fótbolti

Kolbeinn: Þeir vilja ekki að ég fari til Ajax

"Þeir vilja ekki að ég fari til Ajax, þar sem að þetta er "rival" klúbbur, en það verða bara viðræður og síðan kemur í ljós hvort ég fari í Ajax eða ekki," sagði Kolbeinn Sigþórsson leikmaður hollenska liðsins AX Alkmaar í viðtali við Hans Steinar Bjarnason á Stöð 2

Fótbolti

Naumur sigur hjá lærisveinum Alfreðs

Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf stóð í lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Kiel í dag er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Kiel marði tveggja marka sigur, 22-24, eftir að jafnt var í hálfleik, 11-11.

Handbolti

Vettel vann spennandi mót á Spáni

Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fjórða mót sitt á árinu, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Spáni í dag. Hann varð aðeins 0.630 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Jenson Button á McLaren varð þriðji.

Formúla 1

Ragnar bjargaði stigi fyrir IFK Gautaborg

Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson skoraði jöfnunarmark IFK Gautaborg þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Trelleborg í 9. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Auk Ragnars voru þeir Hjörtur Logi Valgarðsson og Theódór Elmar Bjarnason í byrjunarliðinu en Hjálmar Jónsson sat á bekknum og kom ekkert við sögu.

Fótbolti

Sara Björk á skotskónum með Malmö

LdB Malmö, lið Þóru Bjargar Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, heldur sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði Piteå IF á útivelli í 7. umferð deildarinnar í dag með fjórum mörkum gegn einu. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja mark Malmö í leiknum.

Fótbolti