Sport

McCarthy farinn frá West Ham

Benni McCarthy hefur fengið sig lausann frá West Ham en samningur hans átti að renna út nú í sumar. Þessi 33 ára gamli sóknarmaður náði aldrei að skora fyrir félagið.

Enski boltinn

Ancelotti: Þurfum að bíða eftir Torres

Carlo Ancelotti segir að Manchester United hafi átt skilið að fara áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en United vann í kvöld 2-1 sigur á Chelsea í fjórðungsúrslitum keppninnar og 3-1 samanlagt.

Fótbolti

Ferguson: Spiluðum vel gegn góðu liði

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það hafi verið erfitt að spila gegn sterku liði Chelsea í kvöld en þá áttust liðin við í síðari viðureign þeirra í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Enski boltinn

Giggs: Áttum þetta skilið

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, átti góðan leik í kvöld en hann lagði upp bæði mörk sinna manna í 2-1 sigri á Chelsea í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti

Sundsvall komið í 2-0

Sundsvall Dragons tók í kvöld 2-0 forystu í rimmu sinni gegn Södertälje Kings í undanúrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Körfubolti

Hlynur: Mér fannst ég alltaf skulda liðinu

„Við vorum einum leik frá því að komast í úrslitakeppnina sem er alveg grátlegt en svona er þetta bara. Þetta hafðist ekki," sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals og besti markvörðurinn í umferðum 15 til 21 í N1 deild karla.

Handbolti

Þjálfari Gylfa hættir eftir tímabilið

Marco Pezzaiuoli, þjálfari Hoffenheim, mun ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili en framkvæmdastjóri félagsins gaf þetta út í dag. Pezzaiuoli tók við liðinu af Ralf Rangnick á miðju tímabili en undir hans stjórn hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum.

Fótbolti

Tottenham bannar níðsöng um Adebayor

Stuðningsmenn Tottenham verða undir ströngu eftirliti á morgun þegar liðið leikur gegn spænska liðinu Real Madrid í síðari leiknum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Tottenham tapaði fyrri leiknum 4-0 og þar skoraði Emmanuel Adebayor fyrrum leikmaður Arsenal tvívegis og það kunnu stuðningsmenn Tottenham ekki að meta.

Fótbolti

Einar Andri: Liðið er hægt og rólega að ná heilsu

Einar Andri Einarsson var í dag valinn besti þjálfari umferða 15 til 21 í N1 deild karla en hann hlaut verðlaunin ásamt Kristjáni Arasyni. Þeir félagar hafa stýrt FH-liðinu saman í vetur og eru að koma upp með liðið á hárréttum tíma. FH fékk 13 af 14 mögulegum stigum í þriðju umferðinni.

Handbolti

Button: Barðist til sigurs til síðasta hrings

Jenson Button er annar í stigamótinu, 24 stigum á eftir Sebastian Vettel í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, eftir tvö fyrstu mótin. Vettel hefur unnið bæði mót ársins, en Button varð í öðru sæti á eftir honum á sunnudaginn í keppni í Malasíu.

Formúla 1

FH-ingar sópuðu til sín verðlaunum - Ásbjörn valinn bestur

FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina.

Handbolti

Helena var ekki valin inn í WNBA-deildina

Helena Sverrisdóttir var ekki meðal þeirra 36 leikmanna sem valdir voru inn í WNBA-deildina í nýliðavalinu sem fram fór í nótt en hún var að klára fjögurra ára glæsilegan feril með TCU-háskólanum á dögunum.

Körfubolti

NBA: Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austrinu

Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sigur á Atlanta Hawks á meðan að Boston Celtics tapaði fyrir Washington í framlengingu. Oklahoma City Thunder vann sinn fimmta leik í röð og Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vestrinu.

Körfubolti

Ferguson ekki að hugsa um þrennuna

Man. Utd og Chelsea mætast í kvöld í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Old Trafford en Man. Utd gerði sér lítið fyrir í fyrri leiknum á Stamford Bridge og vann, 0-1.

Fótbolti