Sport

Pavel og Margrét Kara valin best

KR-ingarnir Pavel Ermolinskij og Margrét Kara Sturludóttir voru í gærkvöldi valin bestu leikmenn Iceland Express-deildanna í körfubolta á lokahófi KKÍ sem haldið var á Broadway.

Körfubolti

Helltu hveiti inn í bíl Balotelli

Barnalætin í búningsklefa Man. City eru að færast í aukana þessa dagana. Unglingurinn Mario Balotelli gerir í því að stríða félögum sínum með ýmsum misþroskuðum uppátækjum.

Enski boltinn

Busquets sagður hafa kallað Marcelo apa

Einn hataðasti knattspyrnumaður heims, Sergio Busquets, gæti verið í vandræðum eftir að í ljós kom að hann var líklega með kynþáttaníð í garð Brasilíumannsins Marcelo hjá Real Madrid.

Fótbolti

Barcelona tapaði líka

Þetta var ekki dagur stórliðanna í spænska boltanum því bæði Barcelona og Real Madrid töpuðu í dag. Real fyrir Zaragoza í dag og Barcelona lá svo fyrir Real Sociedad í kvöld.

Fótbolti

Öruggt hjá Wetzlar gegn Hannover

Wetzlar, lið Kára Kristjáns Kristjánssonar, vann auðveldan sigur á Íslendingaliðinu Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Lokatölur 32-26 eftir að Wetzlar hafði leitt í hálfleik, 15-11.

Handbolti

Dortmund meistari - Gylfi Þór í byrjunarliðinu

Dortmund varð í dag þýskur meistari er liðið lagði Nurnberg af velli, 2-0. Mikil gleði var því eðlilega á Signal Iduna Park í dag þegar glerharðir stuðningsmenn félagsins fögnuðu titlinum með liðinu. Þetta er í sjöunda sinn sem Dortmund hampar þýska meistaratitlunum.

Fótbolti

Of erfitt fyrir Fabregas að vera fyrirliði

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það hafi verið of mikil byrði fyrir Cesc Fabregas að vera fyrirliði Arsenal. Það hafi síðan komið niður á spilamennsku miðjumannsins. Wenger býst þó við Fabregas sterkari á næstu leiktíð.

Enski boltinn

Baines verður ekki seldur til Liverpool

Liverpool er sagt hafa mikinn áhuga á því að kaupa Leighton Baines, bakvörð erkifjendanna í Everton. Ekki verður samt af því að Baines fari þangað þar sem David Moyes, stjóri Everton, segir ekki koma til greina að selja leikmanninn.

Enski boltinn

Lukkan með Chelsea sem lagði Spurs með umdeildum mörkum

Chelsea skoraði tvö ólögleg mörk sem tryggðu liðinu sigur, 2-1, á Tottenham í dag. Fyrra mark Chelsea var aldrei mark þar sem boltinn fór ekki inn og hið síðara var rangstöðumark. Chelsea-mönnum er eflaust slétt sama um það því þeir eru enn í hörkubaráttu um titilinn og aðeins þremur stigum á eftir toppliði Man. Utd sem mætir Arsenal á morgun.

Enski boltinn